Prentað þann 17. feb. 2025
178/2008
Reglugerð um markaðssetningu á dýrategundum, sem eru aldar og ræktaðar í sjó eða vatni og eru ekki taldar næmar fyrir tilteknum sjúkdómum.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um:
- heilbrigðisskilyrði sem hafa áhrif á markaðssetningu á dýrum, sem eru alin og ræktuð í sjó og vatni, ásamt hrognum þeirra og sviljum sem eru ekki smitnæm fyrir sjúkdómunum sem um getur í 1. dálki II. skrár í viðauka A við reglugerðir nr. 446/2005 og nr. 511/2005 á svæðum og eldisstöðvum sem hafa viðurkennda áætlun eða stöðu,
- fyrirmyndir að flutningsskýrslunni sem kveðið er á um í 1. og 3. tölulið 14. gr. reglugerða nr. 446/2005 og nr. 511/2005,
- skrá yfir dýrategundir, sem eru aldar og ræktaðar í sjó og vatni, sem undanþágan, sem kveðið er á um í 4. tölulið 14. gr. reglugerða nr. 446/2005 og nr. 511/2005, gildir um.
Þessi reglugerð gildir ekki um markaðssetningu beint til manneldis á dýrum, sem eru alin og ræktuð í sjó og vatni, hrognum þeirra og sviljum og um getur í 1. mgr.
2. gr. Skilgreiningar.
Skilgreiningar reglugerða nr. 446/2005, nr. 511/2005 og nr. 345/2004, gilda um reglugerð þessa. Jafnframt gilda skilgreiningar ákvarðana framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2001/288 /EB og nr. 2003/83/EB.
3. gr. Flutningsskýrslur.
Þegar dýr, sem eru alin og ræktuð í sjó og vatni, ásamt hrognum þeirra og sviljum, eru flutt inn á svæði og eldisstöðvar með viðurkennda áætlun eða stöðu, skulu fylgja þeim flutningsskýrslur og þau skulu uppfylla kröfurnar sem um getur í fyrirmyndinni að flutningsskýrslu, sem er sett fram í I. viðauka við þessa reglugerð, með tilliti til skýringanna í II. viðauka.
4. gr. Tegundir sem eru ekki smitberar.
Samkvæmt 4. tölulið 14. gr. reglugerða nr. 446/2005 og nr. 511/2005 er í III. viðauka við þessa reglugerð sett fram skrá yfir dýrategundir, sem eru aldar og ræktaðar í sjó og vatni og undanþágan, sem um getur í 1. mgr. 4. töluliðar, gildir um.
5. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum, lögum nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og lögum nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar. Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2003/390 frá 23. maí 2003. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. febrúar 2008.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.