Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

176/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum, með síðari breytingum.

1. gr.

2. tölul. 1. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Vörugjald skal falla niður af bifreiðum, sem eru sérstaklega búnar til flutnings á fötluðum, þ.m.t. búnar hjólastólalyftu og samþykktar af Tryggingastofnun ríkisins. Skilyrði fyrir niðurfellingu er að bifreiðin verði skráð eign ríkis, sveitarfélaga eða stofnana þeirra eða hins fatlaða sjálfs. Þó er heimilt ef hinn fatlaði er barn að skrá bifreiðina á forráðamann barnsins.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 4. febrúar 2005.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.

Elmar Hallgríms.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.