Prentað þann 23. apríl 2025
169/1997
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 6/1996 um útgáfu húsbréfa á árinu 1996 fyrir Byggingarsjóð ríkisins, húsbréfadeild.
1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:
Ríkisstjórnin hefur ákveðið, á grundvelli laga um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993, með síðari breytingum, að Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild, gefi út 1.,2. og 3. flokk húsbréfa 1996. Samanlögð fjárhæð húsbréfa í flokkunum, skal vera að hámarki 28.500 milljónir króna á árinu 1996 og 1997. Húsbréfin í hverjum flokki skulu gefin út í þremur undirflokkum A, B og C. Í undirflokki A skal hvert húsbréf vera að fjárhæð 1.000.000,00 kr., í undirflokki B 100.000,00 kr., í undirflokki C 10.000,00 kr. Vextir í 1.,2. og 3. flokki 1996 eru 4,75% á ári. Lánstími bréfa í 1. flokki skal vera 15 ár, í 2. flokki 25 ár og í þriðja flokki 40 ár.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 118. gr. laga um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993, sbr. lög nr. 12 /1994, nr. 58/1995 og nr. 150/1995, öðlast gildi þegar í stað.
Félagsmálaráðuneytinu, 25. febrúar 1997.
Páll Pétursson.
Ingi Valur Jóhannsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.