Prentað þann 9. apríl 2025
153/1994
Reglugerð um viðurkenningu flokkunarfélaga vegna eftirlits með skipum.
1.gr.
Samgönguráðherra viðurkennir flokkunarfélög samkvæmt reglugerð þessari. Flokkunarfélag, sem hlýtur viðurkenningu ráðherra skal fullnægja eftirtöldum skilyrðum:
1. Hafa skrifstofu á Íslandi.
2. Hafa minnst einn skoðunarmann, sem starfar fyrir félagið og hefur fast aðsetur á Íslandi.
3. Vera fullgildur aðili í alþjóðasamtökum flokkunarfélaga (IACS).
4. Fullnægja skilyrðum ályktunar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um kröfurviðmiðunarreglur tilvegna flokkunarfélagaleyfisveitingar fyrir stofnanir sem starfa á vegum stjórnvalda nr. A.739(18), sem samþykkt var 4. nóvember 1993 og viðauka við þá ályktun nr. A.789(19) um forskriftir hvað varðar eftirlits- og vottunarhlutverk viðurkenndra stofnana sem starfa á vegum stjórnvalda.
2. gr.
Samgönguráðherra getur veitt viðurkenndu flokkunarfélagi umboð til að annast eftirlit og útgáfu skírteina skipa í samræmi við lög um eftirlit með
skipum, nr. 35/1993, og alþjóðasamþykktir, sem Ísland hefur fullgilt.
Til staðfestingar slíku umboði skal þar til gerður samningur undirritaður milli ráðherra og flokkunarfélags.
3. gr.
Flokkunarfélagi er skylt að láta Siglingamálastofnun ríkisins í té allar nauðsynlegar upplýsingar er varða eftirlit stofnunarinnar með flokkunarfélögum
í samræmi við ákvæði samnings milli ráðherra og flokkunarfélags samkvæmt 2. gr. reglugerðar þessarar.
4. gr.
Samgönguráðherra getur of gefnu tilefni fellt úr gildi viðurkenningu flokkunarfélags. Afturköllun viðurkenningar skal rökstudd.
5. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um eftirlit með skipum nr. 35/ 1993 öðlast gildi 1. jú1í 1994.
Samgönguráðuneytið, 3. mars 1994.
Halldór Blöndal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.