Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

152/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 274/2006, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og um greiðslu sérstaks kílómetragjalds, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað stafliðar j við 3. tölul. B. liðar 1. gr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi:

Mjólkurflutningabifreið sem skráð er með tank sem yfirbyggingu og er sérstaklega útbúin og eingöngu notuð til að safna mjólk frá búum. Hafi bifreiðin tengivagn verður farmur hans að vera sá sami, þ.e. mjólk frá búum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. mgr. 4. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 27. janúar 2009.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.

Ingvi Már Pálsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.