Prentað þann 16. jan. 2025
151/1993
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 194/1990, um virðisaukaskatt af þjónustu fyrir erlenda aðila og af aðkeyptri þjónustu erlendis frá, með síðari breytingum.
1. gr.
Við 2. gr. bætist nýr töluliður er verði 8. töluliður er orðist svo:
Ábyrgðarviðgerðir sem umboðsaðili annast fyrir reikning erlends ábyrgðaraðila.
2. gr.
4. tölul. 3. gr. orðist svo: Vinna við lausafjármuni önnur en sú sem 8. tölul. 2. gr. nær til.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytið, 1. apríl 1993.
Friðrik Sophusson.
Jón H. Steingrímsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.