Prentað þann 12. apríl 2025
147/2016
Reglugerð um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. og II. kafla, I. viðauka og XII. kafla, II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. og II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2007, frá 26. október 2007, öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/6 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 322/2014.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2058 frá 10. nóvember 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1787 frá 24. október 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu.
2. gr.
Ofangreind framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Allur kostnaður við opinbert eftirlit, þ.m.t. sýnataka, greining sýna, geymsla, förgun og allar aðrar ráðstafanir sem gripið er til skal greiddur af innflutnings- og dreifingaraðilum eftir því sem við á.
4. gr.
Innflutnings- eða dreifingaraðilar sem flytja inn eða dreifa vörum sem reglugerð þessi tekur til, skulu senda Matvælastofnun tilkynningu og gögn um fyrirhugaðan innflutning ásamt upplýsingum um áætlaðan komutíma.
5. gr.
Matvælastofnun hefur eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt samkvæmt 6. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli og 3. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
6. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli og 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
7. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 27. gr. b og 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli og 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
8. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Reglugerð nr. 846/2014 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu, með síðari breytingum, fellur brott á sama tíma.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/6
frá 5. janúar 2016
um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 322/2014
(Texti sem varðar EES)
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 frá 28. janúar 2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla, einkum ii. lið b-liðar 1. mgr. 53. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi:
(1) Í 53. gr. reglugerðar (EB) nr. 178/2002 er kveðið á um möguleika á að samþykkja viðeigandi neyðarráðstafanir Evrópusambandsins vegna matvæla og fóðurs, sem flutt eru inn frá þriðja landi, til að vernda heilbrigði manna, heilbrigði dýra eða umhverfið ef ekki er hægt að hafa fullnægjandi stjórn á þessari áhættu með þeim ráðstöfunum sem aðildarríkin hafa gripið til hvert fyrir sig.
(2) Í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu 11. mars 2011 var framkvæmdastjórninni tilkynnt um að styrkur geislavirkra kjarnategunda í tilteknum matvælum, sem eru upprunnin í Japan, væri umfram þau aðgerðarmörk fyrir matvæli sem gilda í Japan. Slík mengun getur skapað hættu fyrir heilbrigði manna og dýra í Evrópusambandinu og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 297/2011 var því samþykkt. Í stað þeirrar reglugerðar kom framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 961/2011 en síðar kom framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 284/2012 í hennar stað. Í stað þeirrar síðari kom framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 996/2012 en síðar kom framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 322/2014 í hennar stað.
(3) Þar eð í framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 322/2014 er kveðið á um að ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í henni, skuli endurskoðaðar eigi síðar en 31. mars 2015 og til að taka tillit til frekari þróunar á aðstæðum og til gagna um tilvik fyrir 2014 að því er varðar geislavirkni í fóðri og matvælum þykir rétt að fella úr gildi framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 322/2014 og samþykkja nýja reglugerð.
(4) Gildandi ráðstafanir hafa verið endurskoðaðar að teknu tilliti til fleiri en 81.000 gagna um tilvik geislavirkni í fóðri og matvælum öðrum en nautakjöti og fleiri en 237.000 gagna um tilvik geislavirkni í nautakjöti sem japönsk yfirvöld hafa lagt fram varðandi fjórða ræktunartímabilið frá því að slysið átti sér stað.
(5) Áfengir drykkir, sem falla undir SN-númer 2203 til 2208, eru ekki lengur afdráttarlaust undanskildir gildissviðinu þar eð kröfurnar um sýnatöku og greiningu og yfirlýsingu gilda um skilgreinda skrá yfir fóður og matvæli.
(6) Upplýsingar sem japönsk yfirvöld hafa lagt fram færa sönnur á að ekki er lengur nauðsynlegt að krefjast sýnatöku og greiningar á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í héruðunum Aomori og Saitama varðandi hvort geislavirkni sé fyrir hendi, fyrir útflutning til Sambandsins.
(7) Að því er varðar fóður og matvæli sem eru upprunnin í héraðinu Fukushima hefur viðmiðunin um að japönsk yfirvöld hafi ekki fundið neitt tilvik þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum í tvö ár í röð (2013 og 2014) verið notuð við núgildandi endurskoðun til að aflétta kröfunni um sýnatöku og greiningu fyrir útflutning til Sambandsins að því er varðar fóður og matvæli. Að því er varðar annað fóður og matvæli, sem eru upprunnin í því héraði, er rétt að viðhalda kröfunni um sýnatöku og greiningu fyrir útflutning til Sambandsins.
(8) Ákvæði þessarar reglugerðar skulu sett þannig fram að héruðin, þar sem sömu matvæli og fóður þurfa að gangast undir sýnatöku og greiningu fyrir útflutning til Sambandsins, eru flokkuð saman til að auðvelda beitingu þessarar reglugerðar.
(9) Að því er varðar héruðin Gunma, Ibaraki, Tochigi, Miyagi, Iwate og Chiba er sem stendur krafist sýnatöku og greiningar á ætisveppum, lagarafurðum, hrísgrjónum, sojabaunum, bókhveiti og tilteknum ætum villtum plöntum og unnum og afleiddum afurðum úr þeim fyrir útflutning til Sambandsins. Sömu kröfur gilda um samsett matvæli sem innihalda meira en 50% af þessum afurðum. Gögnin um tilvikin fyrir fjórða ræktunartímabilið færa sönnur á að ekki sé lengur þörf á að krefjast sýnatöku og greiningar á sumum þessara matvæla og fóðurvara fyrir útflutning til Sambandsins.
(10) Að því er varðar héruðin Akita, Yamagata og Nagano er sem stendur krafist sýnatöku og greiningar á ætisveppum og tilteknum ætum villtum plöntum og unnum og afleiddum afurðum úr þeim fyrir útflutning til Sambandsins. Gögnin um tilvikin fyrir fjórða ræktunartímabilið færa sönnur á að ekki sé lengur þörf á að krefjast sýnatöku og greiningar á einni af ætu villtu plöntunum fyrir útflutning til Sambandsins. Hins vegar þykir rétt, þar sem ákvæðum var ekki fylgt varðandi æta villta plöntu, að krefjast sýnatöku og greiningar á þessari ætu villtu plöntu sem er upprunnin í þessum héruðum.
(11) Gögnin um tilvikin fyrir fjórða ræktunartímabilið færa sönnur á að rétt er að viðhalda kröfunum um sýnatöku og greiningu fyrir útflutning til Sambandsins á ætisveppum sem eru upprunnir í héruðunum Shizuoka, Yamanashi og Niigata. Þar sem ákvæðum
var ekki fylgt varðandi æta villta plöntu þykir rétt að krefjast sýnatöku og greiningar á þessari ætu villtu plöntu sem er upprunnin í þessum héruðum.
(12) Eftirlitið, sem framkvæmt er við innflutning, sýnir að framkvæmd japanskra yfirvalda á sérstöku skilyrðunum, sem kveðið er á um í lögum Sambandsins, er rétt og að ekki hafa komið upp tilvik við innflutningseftirlit, þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum, í meira en þrjú ár. Því þykir rétt að halda tíðni eftirlits við innflutning áfram í lágmarki og hætta að krefjast þess að aðildarríki upplýsi framkvæmdastjórnina á þriggja mánaða fresti um allar niðurstöður greiningar með hraðviðvörunarkerfinu fyrir matvæli og fóður.
(13) Umbreytingarráðstafanirnar, sem kveðið er á um í japanskri löggjöf, sem settar eru fram í III. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 322/2014 eiga ekki lengur við um fóður og matvæli sem eru flutt inn frá Japan og ætti því ekki lengur að vísa til þeirra í þessari reglugerð.
(14) Rétt þykir að gera ráð fyrir endurskoðun ákvæða þessarar reglugerðar verði þegar niðurstöðurnar úr sýnatöku og greiningu á því hvort geislavirkni sé fyrir hendi í fóðri og matvælum liggja fyrir eftir fimmta ræktunartímabilið (2015) frá því að slysið átti sér stað, þ.e. eigi síðar en 30. júní 2016. Ákvarða skal viðmiðanirnar fyrir endurskoðunina þegar endurskoðunin fer fram.
(15) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Gildissvið
Reglugerð þessi gildir um fóður og matvæli í skilningi 2. mgr. 1. gr. reglugerðar ráðsins (KBE) nr. 3954/87 (hér á eftir nefnd „afurðirnar“), sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, að undanskildum:
(a) afurðum sem voru uppskornar og/eða unnar fyrir 11. mars 2011;
(b) vörusendingum með fóðri og matvælum, sem eru úr dýraríkinu, til einkaneyslu sem falla undir 2. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 206/2009;
(c) vörusendingum með fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu, sem eru ekki viðskiptalegs eðlis og eru ætlaðar einstaklingi eingöngu til einkaneyslu og notkunar. Sönnunarbyrðin skal hvíla hjá viðtakanda vörusendingarinnar ef um vafa er að ræða.
2. gr.
Skilgreining
Í þessari reglugerð merkir hugtakið „vörusending“:
– Að því er varðar afurðir sem sýnatöku og greiningar er krafist fyrir skv. 5. gr.: það magn af fóðri eða matvælum, sem falla undir gildissvið þessarar reglugerðar, sem eru í sama flokki eða með sömu lýsingu og falla undir sama skjalið eða skjölin, eru flutt með sama flutningatæki og eru frá sama héraðinu í Japan;
– Að því er varðar aðrar afurðir sem falla undir gildissvið þessarar reglugerðar: það magn af fóðri eða matvælum, sem falla undir gildissvið þessarar reglugerðar, sem falla undir sama skjalið eða skjölin, eru flutt með sama flutningatæki og eru frá einu eða fleiri héruðum í Japan, innan þeirra marka sem sett eru fram í yfirlýsingunni sem um getur í 5. gr.
3. gr.
Innflutningur inn í Sambandið
Afurðir má aðeins flytja inn í Sambandið ef þær eru í samræmi við þessa reglugerð.
4. gr.
Hámarksgildi fyrir sesíum-134 og sesíum-137
Afurðirnar skulu vera í samræmi við hámarksgildin fyrir samanlagt magn sesíums-134 og sesíums-137, eins og sett er fram í I.
viðauka.
5. gr.
Yfirlýsing er varðar tilteknar afurðir
1. Hverri sendingu af ætisveppum, fiski og lagarafurðum, að undanskildum diskum, hrísgrjónum, sojabaunum, gallaldinum, japansfíflum, Aralia spp. bambussprotum, arnarburkna, japönskum kóngaburkna, körfuburkna og koshiabura eða afleiddum afurðum eða fóðurblöndu eða samsettum matvælum, sem innihalda meira en 50% af þessum afurðum, sem er upprunnin í Japan eða send þaðan, skal fylgja gild yfirlýsing sem er samin og undirrituð í samræmi við 6. gr.
2. Í yfirlýsingunni, sem um getur í 1. mgr., skal staðfest að afurðirnar séu í samræmi við gildandi löggjöf í Japan.
3. Í yfirlýsingunni, sem um getur í 1. mgr., skal ennfremur votta að:
(a) afurðin hafi verið uppskorin og/eða unnin fyrir 11. mars 2011 eða
(b) afurðin sé ekki upprunnin í og send frá einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist, eða
(c) afurðin sé send frá en ekki upprunnin í einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist og hefur ekki orðið fyrir geislavirkni við flutninginn eða
(d) afurðin er upprunnin í einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist og henni fylgi skýrsla um greiningu þar sem fram koma niðurstöður úr sýnatöku og greiningu eða
(e) ef afurðirnar eða innihaldsefnin, sem eru meira en 50%, eru af óþekktum uppruna: að afurðinni fylgi skýrsla um greiningu þar sem fram koma niðurstöður úr sýnatöku og greiningu.
4. Fiskar eða lagarafurðir sem eru veiddar eða uppskornar í strandsjó héraðanna Fukushima, Gunma, Ibaraki, Tochigi, Miyagi, Chiba eða Iwate skal fylgja yfirlýsing, sem um getur í 1. mgr., ásamt skýrslu um greiningu þar sem fram koma niðurstöður úr sýnatöku og greiningu, óháð því hvar slíkum afurðum er landað.
6. gr.
Samningur og undirritun yfirlýsingarinnar
1. Yfirlýsingin, sem um getur í 5. gr., skal samin í samræmi við fyrirmyndina í III. viðauka.
2. Að því er varðar afurðirnar, sem um getur í a-, b- og c-lið 3. mgr. 5. gr., skal viðurkenndur fulltrúi lögbærra japanskra yfirvalda eða viðurkenndur fulltrúi aðila, sem lögbær, japönsk yfirvöld viðurkenna og starfar undir þeirra stjórn og eftirliti, undirrita yfirlýsinguna.
3. Að því er varðar afurðirnar, sem um getur í d- og e-lið 3. mgr. 5. gr. og í 4. mgr. 5. gr., skal viðurkenndur fulltrúi lögbærra, japanskra yfirvalda undirrita yfirlýsinguna og henni skal fylgja skýrsla um greiningu þar sem fram koma niðurstöður úr sýnatöku og greiningu.
7. gr.
Auðkenning
Hver sending af afurðum, sem um getur í 5. gr. (1. mgr.), skal auðkennd með kóða sem skal tilgreindur á yfirlýsingunni sem um getur í 5. gr., á skýrslunni um greiningu sem um getur í 6. gr. (3. mgr.), á samræmdu innflutningsskjali eða samræmdu heilbrigðis- og innflutningsskjali fyrir dýr og dýraafurðir, sem um getur í 9. gr. (2. mgr.), og á heilbrigðisvottorðinu sem fylgir sendingunni.
8. gr.
Skoðunarstöðvar á landamærum og tilnefndur komustaður
1. Sendingar á afurðum, sem um getur í 1. mgr. 5. gr., skulu fluttar inn í Sambandið um tilnefndan komustað í merkingu b-liðar 3. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2009 (hér á eftir nefndur „tilnefndur komustaður“).
2. 1. mgr. gildir ekki um sendingar af afurðum sem um getur í 1. mgr. 5. gr. og falla undir gildissvið tilskipunar ráðsins 97/78/EB.
Þessar sendingar skulu koma til Sambandsins um skoðunarstöð á landamærum í skilningi g-liðar 2. mgr. 2. gr. þeirrar tilskipunar.
9. gr.
Fyrirframtilkynning
1. Stjórnendur fóður- og matvælafyrirtækja eða fulltrúar þeirra skulu senda fyrirframtilkynningu um komu hverrar sendingar af afurðum sem um getur í 1. mgr. 5. gr.
2. Að því er varðar fyrirframtilkynningu skulu stjórnendur fóður- og matvælafyrirtækja, eða fulltrúar þeirra, fylla út:
(a) fyrir afurðir sem ekki eru úr dýraríkinu: I. hluta samræmda innflutningsskjalsins, sem um getur í a-lið 3. gr. reglugerðar (EB) nr. 669/2009, með tilliti til leiðbeininganna um samræmda innflutningsskjalið sem mælt er fyrir um í II. viðauka við þá reglugerð; að því er varðar þessa reglugerð getur reitur I.13 á samræmda innflutningsskjalinu innihaldið fleira en eitt vörunúmer.
(b) að því er varðar fisk og lagarafurðir: samræmda heilbrigðis- og innflutningsskjalinu fyrir dýr og dýraafurðir sem sett er fram í III. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 136/2004.
Senda skal viðkomandi skjal til lögbærra yfirvalda á tilnefnda komustaðnum eða skoðunarstöðinni á landamærum a.m.k. tveimur virkum dögum áður en vörusendingin berst.
10. gr.
Opinbert eftirlit
1. Lögbær yfirvöld á skoðunarstöð á landamærum eða tilnefndum komustað skulu annast eftirfarandi eftirlit með afurðunum sem um getur í 1. mgr. 5. gr.:
(a) skjalaskoðun að því er varðar allar vörusendingar,
(b) slembisannprófun auðkenna og slembieftirlit með ástandi, þ.m.t. greining á rannsóknarstofu, til að kanna hvort sesíum-134 og sesíum-137 sé fyrir hendi. Niðurstöður greininganna skulu vera aðgengilegar innan fimm virkra daga.
2. Ef niðurstöður greiningar á rannsóknarstofu leiða í ljós að ábyrgðaryfirlýsingarnar, sem veittar eru í yfirlýsingunni sem um getur í 5. gr., eru rangar telst yfirlýsingin ógild og sendingin af fóðri eða matvælum er ekki í samræmi við þessa reglugerð.
11. gr.
Kostnaður
Stjórnandi fóður- og matvælafyrirtækisins skal bera allan kostnað, sem um getur í 10. gr., sem fellur til vegna opinbers eftirlits og annast allar ráðstafanir sem gripið er til ef ákvæðum er ekki fylgt.
12. gr.
Afgreiðsla í frjálst flæði
1. Hver sending afurða, sem um getur í 1. mgr. 5. gr., skal afgreidd í frjálst flæði með fyrirvara um að stjórnandi fóður- eða matvælafyrirtækisins eða fulltrúi hans afhendi (í eigin persónu eða rafrænt) tollyfirvöldum samræmt innflutningsskjal, sem lögbært yfirvald hefur fyllt út á tilhlýðilegan hátt, þegar öllu opinberu eftirliti er lokið. Tollyfirvöld skulu eingöngu afgreiða vörusendinguna í frjálst flæði ef ákvörðun lögbæra yfirvaldsins, sem kemur fram í reit II.14 í samræmda innflutningsskjalinu og undirrituð í reit II.21 í samræmda innflutningsskjalinu, er jákvæð.
2. Fyrsta málsgrein gildir ekki um sendingar af afurðum sem um getur í 1. mgr. 5. gr. og falla undir gildissvið tilskipunar 97/78/EB. Afgreiðsla þessara vörusendinga í frjálst flæði skal háð reglugerð (EB) nr. 136/2004.
13. gr.
Afurðir sem ekki uppfylla ákvæði
Afurðir sem uppfylla ekki ákvæði þessarar reglugerðar skulu ekki settar á markað. Slíkum afurðum skal fargað á öruggan hátt eða þær sendar aftur til Japan.
14. gr.
Endurskoðun
Endurskoða skal þessa reglugerð fyrir 30. júní 2016.
15. gr.
Niðurfelling
Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 322/2014 er felld úr gildi.
16. gr.
Umbreytingarákvæði
Þrátt fyrir 3. gr. er heimilt að flytja afurðir inn í Sambandið við eftirfarandi skilyrði:
(a) að þær séu í samræmi við framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 322/2014 og
(b) að þær hafi annaðhvort farið frá Japan fyrir gildistöku þessarar reglugerðar eða að þær hafi farið frá Japan eftir gildistöku þessarar reglugerðar en fyrir 1. febrúar 2016 og að þeim fylgi yfirlýsing í samræmi við framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 322/2014 sem gefin var út fyrir gildistöku þessarar reglugerðar.
17. gr.
Gildistaka
Reglugerð þessi öðlast gildi á þriðja degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel, 5. janúar 2016.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
forseti.
Jean-Claude JUNCKER
I. VIÐAUKI
Hámarksgildi fyrir fóður1 (Bq/kg) eins og kveðið er á um í japanskri löggjöf
Matvæli fyrir ungbörn og smábörn | Mjólk og drykkir sem eru að stofni til úr mjólk | Ölkelduvatn og áþekkir drykkir og te sem er lagað úr ógerjuðum laufum | Önnur matvæli | |
Samanlagt magn sesíums-134 og sesíums-137 | 502 | 502 | 102 | 1002 |
(1) Þegar um er að ræða þurrkaðar vörur, sem ætlaðar eru til neyslu eftir að þær hafa verið endurgerðar með því að bæta vatni í þær, á hámarksgildið við um endurgerðu vöruna þegar hún er tilbúin til neyslu.
Þegar um er að ræða þurrkaða sveppi skal beita endurgerðarstuðlinum 5.
Þegar um er að ræða te á hámarksgildið við um seyðið sem er lagað úr ógerjuðum telaufum. Vinnslustuðullinn fyrir þurrkað te er 50 og því tryggir hámarksgildi sem nemur 500 Bq/kg fyrir þurrkuð telauf að styrkurinn í lagaða teinu fari ekki yfir hámarksgildið 10 Bq/kg.
(2) Til að tryggja samræmi við hámarksgildin sem gilda, eins og sakir standa, í Japan skulu þessi gildi koma til bráðabirgða í staðinn fyrir gildin sem mælt er fyrir um í reglugerð (KBE) nr. 3954/87.
Hámarksgildi fyrir fóður1 (Bq/kg) eins og kveðið er á um í japanskri löggjöf
Fóður sem er ætlað fyrir nautgripi og hesta | Fóður sem er ætlað fyrir svín | Fóður sem er ætlað fyrir alifugla | Fiskafóður3 | |
Samanlagt magn sesíums134 og sesíums-137 | 1002 | 802 | 1602 | 402 |
(1) Hámarksgildi í fóðri, reiknað út frá 12% rakainnihaldi.
(2) Til að tryggja samræmi við hámarksgildin sem gilda, eins og sakir standa, í Japan skulu þessi gildi koma til bráðabirgða í staðinn fyrir gildin sem mælt er fyrir um í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (KBE) nr. 770/90 frá 29. mars 1990 um leyfð hámarksgildi fyrir geislavirka mengun í fóðri í kjölfar kjarnorkuslyss eða hvers kyns annars neyðarástand af völdum geislunar (Stjtíð. EB L 83, 30.3.1990, bls. 78).
(3) Að undanskildu fóðri fyrir skrautfiska.
II. VIÐAUKI
Fóður og matvæli þar sem krafist er sýnatöku og greiningar til að kanna hvort sesíum-134 og sesíum-137 sé fyrir hendi fyrir útflutning til Sambandsins
(a) afurðir sem eru upprunnar í héraðinu Fukushima:
– ætisveppir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 0709 51, 0709 59, 0710 80 61, 0710 80 69, 0711 51 00, 0711 59, 0712 31, 0712 32, 0712 33, 0712 39, 2003 10, 2003 90 og 2005 99 80;
– fiskur og lagarafurðir sem falla undir SN-númer 0302, 0303, 0304, 0305, 0306, 0307, 0308, 1504 10, 1504 20, 1604 og 1605, að undanskildum diskum sem falla undir SN-númer 0307 21, 0307 29 og 1605 52 00;
– hrísgrjón og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 1006, 1102 90 50, 1103 19 50, 1103 20 50, 1104 19 91, 1104 19 99, 1104 29 17, 1104 29 30, 1104 29 59, 1104 29 89, 1104 30 90, 1901, 1904 10 30, 1904 20 95, 1904 90 10 og 1905 90;
– sojabaunir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 1201 90, 1208 10 og 1507;
– japansfífill (Petasites japonicus) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– Aralia spp. og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– bambussproti og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90, 0712 90, 2004 90 og 2005 91;
– arnarburkni (Pteridium aquilinum) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– koshiabura (sprotar af Eleuterococcus sciadophylloides) og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– japanskur kóngaburkni (Osmunda japonica) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– körfuburkni (Matteuccia struthioptheris) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– gallaldin (Diospyros spp.) og afleiddar afurðir úr því sem falla undir SN-númer 0810 70 00, 0810 90, 0811 90, 0812 90 og 0813 50;
(b) afurðir sem eru upprunnar í héruðunum Gunma, Ibaraki, Tochigi, Miyagi, Chiba eða Iwate:
– ætisveppir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 0709 51, 0709 59, 0710 80 61, 0710 80 69, 0711 51 00, 0711 59, 0712 31, 0712 32, 0712 33, 0712 39, 2003 10, 2003 90 og 2005 99 80;
– fiskur og lagarafurðir sem falla undir SN-númer 0302, 0303, 0304, 0305, 0306, 0307, 0308, 1504 10, 1504 20, 1604 og 1605, að undanskildum diskum sem falla undir SN-númer 0307 21, 0307 29 og 1605 52 00;
– Aralia spp. og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– bambussproti og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 07 09 99, 0710 80, 0711 90, 0712 90, 2004 90 og 2005 91;
– arnarburkni (Pteridium aquilinum) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– japanskur kóngaburkni (Osmunda japonica) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– koshiabura (sprotar af Eleuterococcus sciadophylloides) og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– körfuburkni (Matteuccia struthioptheris) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
(c) afurðir sem eru upprunnar í héruðunum Akita, Yamagata eða Nagano:
– ætisveppir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 0709 51, 0709 59, 0710 80 61, 0710 80 69, 0711 51 00, 0711 59, 0712 31, 0712 32, 0712 33, 0712 39, 2003 10, 2003 90 og 2005 99 80;
– Aralia spp. og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– bambussproti og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90, 0712 90, 2004 90 og 2005 91;
– japanskur kóngaburkni (Osmunda japonica) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
– koshiabura (sprotar af Eleuterococcus sciadophylloides) og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99,
0710 80, 0711 90 og 0712 90;
(d) afurðir sem eru upprunnar í héruðunum Yamanashi, Shizuoka eða Niigata:
– ætisveppir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 0709 51, 0709 59, 0710 80 61, 0710 80 69, 0711 51 00, 0711 59, 0712 31, 0712 32, 0712 33, 0712 39, 2003 10, 2003 90 og 2005 99 80;
– koshiabura (sprotar af Eleuterococcus sciadophylloides) og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99, 0710 80, 0711 90 og 0712 90;
(e) samsettar vörur sem innihalda meira en 50 % afurðanna sem um getur í a- til d-lið þessa viðauka.
III. VIÐAUKI
Yfirlýsing fyrir innflutning til Evrópusambandsins á
..................................................................................................................................... (Afurð og upprunaland)
Auðkenniskóði framleiðslulotu .......................................... Yfirlýsing nr. ...........................................................................................
Í samræmi við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/6 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu
...................................................................................................................................................................................................................
(authorised viðurkenndur fulltrúi sem um getur í 2. eða 3. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2016/6)
LÝSIR ÞVÍ YFIR að ................................................................................................................................................................................. ..................................................................................... (afurðir sem um getur í 1. mgr. 5. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2016/6) í þessari vörusendingu sem er samsett úr:................................................................................................................................................ ..................................................................................................................................................................................................................................................................................... (lýsing á vörusendingu, afurð, fjöldi og tegund pakkninga, heildarþyngd eða eigin þyngd) fermd í............................................................................................................................................................................................................................ (fermingarstaður)
hinn ............................................................................................................................................................................................................................................................ (fermingardagur)
af .......................................................................................................................................................................................................................................................... (nafn flutningsaðila)
fer til.................................................................................................................................................................................................................................................(staður og viðtökuland)
sem kemur frá starfsstöðinni ................................................................................................................................................................................................................................................ ..................................................................................................................................................................................................................................... (heiti og heimilisfang starfsstöðvar)
eru í samræmi við gildandi löggjöf í Japan að því er varðar hámarksgildi fyrir samanlagt magn sesíums-134 og sesíums-137.
LÝSIR ÞVÍ YFIR að vörusendingin varðar:
ætisveppi, fisk og lagarafurðir, hrísgrjón, sojabaunir, gallaldin, japansfífla, Aralia spp. bambussprota, arnarburkna, japanskan kóngaburkna, körfuburkna og koshiabura eða afleiddar afurðir eða fóðurblöndu eða samsett matvæli, sem innihalda meira en 50% af þessum afurðum, sem hafa verið uppskorin og/eða unnin fyrir 11. mars 2011;
ætisveppi, fisk og lagarafurðir, hrísgrjón, sojabaunir, gallaldin, japansfífla, Aralia spp. bambussprota, arnarburkna, japanskan kóngaburkna, körfuburkna og koshiabura eða afleiddar afurðir eða fóðurblöndu eða samsett matvæli, sem innihalda meira en 50% af þessum afurðum, sem eru ekki upprunnin í og eru ekki send frá einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist;
ætisveppi, fisk og lagarafurðir, hrísgrjón, sojabaunir, gallaldin, japansfífla, Aralia spp. bambussprota, arnarburkna, japanskan kóngaburkna, körfuburkna og koshiabura eða afleiddar afurðir eða fóðurblöndu eða samsett matvæli, sem innihalda meira en 50% af þessum afurðum, sem eru send frá en eru ekki upprunnin í einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist, og hafa ekki orðið fyrir geislavirkni við flutning;
ætisveppi, fisk og lagarafurðir, hrísgrjón, sojabaunir, gallaldin, japansfífla, Aralia spp. bambussprota, arnarburkna, japanskan kóngaburkna, körfuburkna og koshiabura eða afleiddar afurðir eða fóðurblöndu eða samsett matvæli, sem innihalda meira en 50% af þessum afurðum, sem eru upprunnin í einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist, og sýni voru tekin úr hinn................................................................ (dagsetning), og sett í greiningu á rannsóknarstofu ......................................................
(dagsetning) á ...................................................................................... (heiti rannsóknarstofu), til að ákvarða styrk geislavirku kjarntegundanna sesíums-134 og seíums-137. Skýrslan um greiningu fylgir með;
ætisveppi, fisk og lagarafurðir, hrísgrjón, sojabaunir, gallaldin, japansfífla, Aralia spp. bambussprota, arnarburkna, japanskan kóngaburkna, körfuburkna og koshiabura af óþekktum uppruna eða afleiddar afurðir eða fóðurblöndu eða samsett matvæli, sem innihalda meira en 50% af þessum afurðum sem innihaldsefni af óþekktum uppruna, sem hafa verið tekin sýni af ……………………..................……… (dagsetning) og sett í greiningu á rannsóknarstofu .…………………………… (dagsetning) á ……………………………………… (heiti rannsóknarstofu), til að ákvarða styrk geislavirku kjarntegundanna sesíums-134 og sesíums-137. Skýrslan um greiningu fylgir með.
Gjört í ................................................................................................................................... hinn ...........................................................................................................................
Stimpill og undirskrift viðurkennds fulltrúa sem um getur í
2. eða 3. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2016/6
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2058
frá 10. nóvember 2017
um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri
og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu (Texti sem varðar EES)
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 frá 28. janúar 2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla(1), einkum ii. lið b-liðar 1. mgr. 53. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Í 53. gr. reglugerðar (EB) nr. 178/2002 er kveðið á um möguleika á að samþykkja viðeigandi neyðarráðstafanir Sambandsins vegna matvæla og fóðurs, sem flutt eru inn frá þriðja landi, til að vernda heilbrigði manna, heilbrigði dýra eða umhverfið ef ekki er hægt að hafa fullnægjandi stjórn á þessari áhættu með þeim ráðstöfunum sem aðildarríkin hafa gripið til hvert fyrir sig.
2) Í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu 11. mars 2011 var framkvæmdastjórninni tilkynnt um að styrkur geislavirkra kjarnategunda í tilteknum matvælum, sem eru upprunnin í Japan, væri umfram þau aðgerðarmörk fyrir matvæli sem gilda í Japan. Slík mengun getur skapað hættu fyrir heilbrigði manna og dýra í Sambandinu og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 297/2011(2) var því samþykkt. Í stað þeirrar reglugerðar kom framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 961/2011(3) en síðar kom framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 284/2012(4) í hennar stað. Í stað þeirrar síðarnefndu kom framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 996/2012(5) en henni var síðar skipt út með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 322/2014(6) og síðar kom framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/6(7) í hennar stað.
3) Þar eð í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6 er kveðið á um að ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í henni, skuli endurskoðaðar eigi síðar en 30. júní 2016 og til að taka tillit til frekari þróunar á aðstæðum og til gagna um tilvik fyrir árin 2015 og 2016, að því er varðar geislavirkni í fóðri og matvælum, þykir rétt að breyta framkvæmdarreglugerð (ESB)2016/6.
4) Reglugerð ráðsins (KBE) 2016/52(8) fellir reglugerð ráðsins (KBE) nr. 3954/87(9) og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (KBE) nr. 779/90(10) úr gildi og því er rétt að breyta tilvísunum til þessara reglugerða til samræmis við það.
5) Gildandi ráðstafanir hafa verið endurskoðaðar að teknu tilliti til fleiri en 132.000 gagna um tilvik geislavirkni í fóðri og matvælum öðrum en nautakjöti og fleiri en 527.000 gagna um tilvik geislavirkni í nautakjöti sem japönsk yfirvöld hafa lagt fram varðandi fimmta og sjötta ræktunartímabilið (janúar 2015 til desember 2016) frá því að slysið átti sér stað.
6) Upplýsingar sem japönsk yfirvöld hafa lagt fram færa sönnur á að ekki var farið yfir hámarksgildi geislavirkni í fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Akita, á fimmta og sjötta ræktunartímabili frá því að slysið átti sér stað og að ekki sé lengur nauðsynlegt að krefjast sýnatöku og greiningar á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í héraðinu Akita, að því er varðar hvort geislavirkni sé fyrir hendi, fyrir útflutning til Sambandsins.
7) Að því er varðar fóður og matvæli sem eru upprunnin í héraðinu Fukushima, að teknu tilliti til gagna um tilvik sem japönsk yfirvöld lögðu fram fyrir árin 2014, 2015 og 2016, þykir rétt að aflétta kröfunni um sýnatöku og greiningu fyrir útflutning til Sambandsins að því er varðar hrísgrjón og afleiddar afurðir úr þeim. Að því er varðar annað fóður og matvæli, sem eru upprunnin í því héraði, er rétt að viðhalda kröfunni um sýnatöku og greiningu fyrir útflutning til Sambandsins.
8) Að því er varðar héruðin Gunma, Ibaraki, Tochigi, Iwate og Chiba er sem stendur krafist sýnatöku og greiningar á ætisveppum, fiski og lagarafurðum og tilteknum ætum, villtum plöntum og unnum og afleiddum afurðum úr þeim fyrir útflutning til Sambandsins. Gögnin um tilvikin fyrir fimmta og sjötta ræktunartímabilið færa sönnur á að ekki sé lengur nauðsynlegt að krefjast sýnatöku og greiningar á sumum þessara matvæla og fóðurvara, sem eru upprunnin í tilteknum héruðum, fyrir útflutning til Sambandsins.
9) Að því er varðar héruðin Akita, Yamagata og Nagano er sem stendur krafist sýnatöku og greiningar á ætisveppum og tilteknum ætum villtum plöntum og unnum og afleiddum afurðum úr þeim fyrir útflutning til Sambandsins. Gögnin um tilvikin fyrir fimmta og sjötta ræktunartímabilið færa sönnur á að ekki sé lengur nauðsynlegt að krefjast sýnatöku og greiningar á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í héraðinu Akita, og að ekki sé lengur nauðsynlegt að krefjast sýnatöku og greiningar á tilteknum ætum, villtum plöntum frá héruðunum Yamagata og Nagano fyrir útflutning til Sambandsins.
10) Gögnin um tilvikin fyrir fimmta og sjötta ræktunartímabilið færa sönnur á að rétt er að viðhalda kröfunum um sýnatöku og greiningu fyrir útflutning til Sambandsins á ætisveppum sem eru upprunnir í héruðunum Shizuoka, Yamanashi og Niigata.
11) Að teknu tilliti til gagna um tilvik frá fimmta og sjötta ræktunartímabili þykir rétt að byggja ákvæði framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2016/6 þannig upp að héruð, þar sem sömu matvæli og fóður þurfa að gangast undir sýnatöku og greiningu fyrir útflutning til Sambandsins, séu flokkuð saman.
12) Eftirlitið, sem framkvæmt er við innflutning, sýnir að framkvæmd japanskra yfirvalda á sérstöku skilyrðunum, sem kveðið er á um í lögum Sambandsins, er rétt og að ekki hafa komið upp tilvik við innflutningseftirlit, þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum, í meira en fimm ár. Því þykir rétt að halda lágri tíðni eftirlits við innflutning.
13) Rétt þykir að að kveða á um endurskoðun ákvæða framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2016/6 þegar niðurstöðurnar úr sýnatöku og greiningu á því hvort geislavirkni sé fyrir hendi í fóðri og matvælum liggja fyrir eftir sjöunda og áttunda ræktunartímabilið (2017 og 2018) frá því að slysið átti sér stað, þ.e. eigi síðar en 30. júní 2019.
14) Því ætti að breyta framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6 til samræmis við það.
15) Ráðstafanir, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6 er breytt sem hér segir:
1) Í stað inngangsmálsliðarins í 1. gr. komi eftirfarandi:
„Reglugerð þessi gildir um fóður og matvæli, þ.m.t. matvæli sem hafa lítið vægi, í skilningi 1. gr. reglugerðar ráðsins (KBE) 2016/52 (*1) (hér á eftir nefnd „afurðirnar“), sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, að undanskildum:
(*1) Stjtíð ESB L 13, 20.1.2016, bls. 2.“
2) Ákvæðum 5. gr. er breytt sem hér segir:
a) Í stað 1. mgr. komi eftirfarandi:
„1. Hverri vörusendingu af fóðri og matvælum, sem um getur og fellur undir SN-númerin sem getið er í II. viðauka, og fóðurblöndum og fóðri, sem innihalda meira en 50% af þessu fóðri og matvælum, sem er upprunnin í eða send frá Japan, skal fylgja gild, upprunaleg yfirlýsing sem er tekin saman og undirrituð í samræmi við 6. gr.“
b) Í stað c-liðar 3. mgr. komi eftirfarandi:
„c) afurðin sé send frá en ekki upprunnin í einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist og hefur ekki orðið fyrir geislavirkni við flutninginn eða vinnsluna eða“. c) Í stað 4. mgr. komi eftirfarandi:
„4. Fiskum og lagarafurðum, sem um getur í II. viðauka, sem eru veidd eða uppskorin í strandsjó héraðanna Fukushima, Gunma, Tochigi, Miyagi, Ibaraki, Chiba eða Iwate, skal fylgja yfirlýsing, sem um getur í 1. mgr., ásamt skýrslu um greiningu þar sem fram koma niðurstöður úr sýnatöku og greiningu, óháð því hvar slíkum afurðum er landað.“
3) Í stað 14. gr. komi eftirfarandi:
„14. gr.
Endurskoðun
Endurskoða skal þessa reglugerð fyrir 30. júní 2019“
4) Í stað I. viðauka komi textinn í I. viðauka við þessa reglugerð.
5) Í stað II. viðauka komi textinn í II. viðauka við þessa reglugerð.
6) Í stað III. viðauka komi textinn í III. viðauka við þessa reglugerð.
2. gr.
Umbreytingarákvæði
Heimilt er að flytja vörusendingar af matvælum og fóðri, sem falla undir gildissvið framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2016/6, sem fóru frá Japan áður en þessi reglugerð tók gildi, inn í Sambandið samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6 áður en henni var breytt með þessari reglugerð.
3. gr.
Gildistaka
Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 10. nóvember 2017.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
forseti.
Jean-Claude JUNCKER
_________________________
(1) Stjtíð. EB L 31, 1.2.2002, bls. 1.
(2) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 297/2011 frá 25. mars 2011 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu (Stjtíð. ESB L 80, 26.3.2011, bls. 5).
(3) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 961/2011 frá 27. september 2011 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 297/2011 (Stjtíð. ESB L 252, 28.9.2011, bls.10).
(4) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 284/2012 frá 29. mars 2012 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 961/2011 (Stjtíð. ESB L 92, 30.3.2012, bls. 16).
(5) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 996/2012 frá 26. október 2012 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 284/2012 (Stjtíð. ESB L 299, 27.10.2012, bls. 31).
(6) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 322/2014 frá 28. mars 2014 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu (Stjtíð. ESB L 95, 29.3.2014, bls. 1).
(7) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/6 frá 5. janúar 2016 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 322/2014 (Stjtíð. ESB L 3, 6.1.2016, bls. 5).
(8) Reglugerð ráðsins (KBE) 2016/52 frá 15. janúar 2016 um leyfð hámarksgildi fyrir geislavirka mengun í matvælum og fóðri í kjölfar kjarnorkuslyss eða hvers kyns annars neyðarástands af völdum geislunar og um niðurfellingu á reglugerð (KBE) nr. 3954/87 og reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (KBE) nr. 944/89 og (KBE9 nr. 770/90 (Stjtíð. ESB L 13, 20.1.2016, bls. 2).
(9) Reglugerð ráðsins (KBE) nr. 3954/87 frá 22. desember 1987 um leyfð hámarksgildi fyrir geislavirka mengun í matvælum og fóðri í kjölfar kjarnorkuslyss eða hvers kyns annars neyðarástands af völdum geislunar (Stjtíð. EB L 371, 30.12.1987, bls. 11).
(10)Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (KBE) nr. 770/90 frá 29. mars 1990 um leyfð hámarksgildi fyrir geislavirka mengun í fóðri í kjölfar kjarnorkuslyss eða hvers kyns annars neyðarástands af völdum geislunar (Stjtíð. EB L 83, 30.3.1990, bls. 78).
I. VIÐAUKI
„I. VIÐAUKI
Hámarksgildi fyrir matvæli (1) (Bq/kg) eins og kveðið er á um í japanskri löggjöf
Matvæli fyrir ungbörn og smábörn | Mjólk og drykkir sem eru að stofni til úr mjólk | Ölkelduvatn og áþekkir drykkir og te sem er lagað úr ógerjuðum laufum | Önnur matvæli | |
Samanlagt magn sesíums-134 og sesíums- 137 | 50 (2) | 50 (2) | 10 (2) | 100 (2) |
Hámarksgildi fyrir fóður (3) (Bq/kg) eins og kveðið er á um í japanskri löggjöf
Fóður sem er ætlað fyrir nautgripi og hesta | Fóður sem er ætlað fyrir svín | Fóður sem er ætlað fyrir alifugla | Fiskafóður (5) | |
Samanlagt magn sesíums-134 og sesíums- 137 | 100 (4) | 80 (4) | 160 (4) | 40 (4) |
“
(1) Þegar um er að ræða þurrkaðar vörur, sem ætlaðar eru til neyslu eftir að þær hafa verið endurgerðar með því að bæta vatni í þær, á hámarksgildið við um endurgerðu vöruna þegar hún er tilbúin til neyslu.
Þegar um er að ræða þurrkaða sveppi skal beita endurgerðarstuðlinum 5.
Þegar um er að ræða te á hámarksgildið við um seyðið sem er lagað úr ógerjuðum telaufum.
Vinnslustuðullinn fyrir þurrkað te er 50 og því tryggir hámarksgildi sem nemur 500 Bq/kg fyrir þurrkuð telauf að styrkurinn í lagaða teinu fari ekki yfir hámarksgildið 10 Bq/kg.
(2) Til að tryggja samræmi við hámarksgildin sem gilda, eins og sakir standa, í Japan skulu þessi gildi koma til bráðabirgða í staðinn fyrir gildin sem mælt er fyrir um í reglugerð (KBE) 2016/52.
(3) Hámarksgildi í fóðri, reiknað út frá 12% rakainnihaldi.
(4) Til að tryggja samræmi við hámarksgildin sem gilda, eins og sakir standa, í Japan skulu þessi gildi koma til bráðabirgða í staðinn fyrir gildin sem mælt er fyrir um í reglugerð (KBE) 2016/52.
(5) Að undanskildu fóðri fyrir skrautfiska.
II. VIÐAUKI
„II. VIÐAUKI
Fóður og matvæli þar sem krafist er sýnatöku og greiningar til að kanna hvort sesíum-134 og sesíum-137 sé fyrir hendi fyrir útflutning til Sambandsins
a) afurðir sem eru upprunnar í héraðinu Fukushima:
- ætisveppir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 0709 51 00, 0709 59, 0710 80 61, 0710 80 69, 0711 51
00, 0711 59 00, 0712 31 00, 0712 32 00, 0712 33 00, úr 0712 39 00, 2003 10, 2003 90 og úr 2005 99 80,
- fiskur og lagarafurðir sem falla undir SN-númer 0302, 0303, 0304, 0305, 0308, 1504 10, 1504 20, 1604 að undanskildum:
- japansrandalóðsi (Seriola quinqueradiata) og höfðarafi (Seriola lalandi) sem falla undir SN-númer úr 0302 89 90, úr 0303 89 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- gullinrafi (Seriola dumerili) sem fellur undir SN-númer úr 0302 89 90, 0303 89 90, 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- tannaflekkur (Pagrus major) sem fellur undir SN-númer úr 0302 85 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- Pseudocaranx dentex sem fellur undir SN-númer úr 0302 49 90, úr 0303 89 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- kyrrahafsbláuggi (Thunnus orientalis) sem fellur undir SN-númer úr 0302 35, úr 0303 45, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- kyrrahafsspánarmakríll (Scomber japonicus) sem fellur undir SN-númer úr 0302 44 00, úr 0303 54 10, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 49, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 30, úr
0305 54 90, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, 1604 15 og úr 1604 20 50,
- sojabaunir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 1201 90 00, 1208 10 00 og 1507,
- japansfífill (Petasites japonicus) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-múmer úr 0709 99, 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- Aralia spp. og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- bambussproti og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, 0710 80, úr 0711 90, 0712 90, úr 2004 90 og 2005 91 00,
- arnarburkni (Pteridium aquilinum) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- koshiabura (sprotar af Eleuterococcus sciadophylloides) og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- japanskur kóngaburkni (Osmunda japonica) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- körfuburkni (Matteuccia struthioptheris) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- gallaldin (Diospyros sp.) og afleiddar afurðir úr því sem falla undir SN-númer 0810 70 00, úr 0811 90, úr 0812 90 og úr 0813 50,
b) afurðir sem eru upprunnar í héraðinu Miyagi:
- ætisveppir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 0709 51 00, 0709 59, 0710 80 61, 0710 80 69, 0711 51
00, 0711 59 00, 0712 31 00, 0712 32 00, 0712 33 00, úr 0712 39 00, 2003 10, 2003 90 og úr 2005 99 80,
- fiskur og lagarafurðir sem falla undir SN-númer 0302, 0303, 0304, 0305, 0308, 1504 10, 1504 20, 1604 að undanskildum:
- japansrandalóðsi (Seriola quinqueradiata) og höfðarafi (Seriola lalandi) sem falla undir SN-númer úr 0302 89 90, úr 0303 89 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- gullinrafi (Seriola dumerili) sem fellur undir SN-númer úr 0302 89 90, úr 0303 89 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- tannaflekkur (Pagrus major) sem fellur undir SN-númer 0302 85 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- Pseudocaranx dentex sem fellur undir SN-númer úr 0302 49 90, úr 0303 89 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- kyrrahafsbláuggi (Thunnus orientalis) sem fellur undir SN-númer úr 0302 35, úr 0303 45, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og 1604 20 90,
- kyrrahafsspánarmakríll (Scomber japonicus) sem fellur undir SN-númer úr 0302 44 00, úr 0303 54 10, 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 49, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 30, úr 0305 54
90, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, 1604 15 og úr 1604 20 50,
- Aralia spp. og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- bambussproti og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90, úr 0712 90, úr 2004 90 og 2005 91 00,
- arnarburkni (Pteridium aquilinum) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- koshiabura (sprotar af Eleuterococcus sciadophylloides) og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- japanskur kóngaburkni (Osmunda japonica) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og 0712 90,
- körfuburkni (Matteuccia struthioptheris) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr
0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
c) afurðir sem eru upprunnar í héraðinu Nagano:
- ætisveppir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 0709 51 00, 0709 59, 0710 80 61, 0710 80 69, 0711 51
00, 0711 59 00, 0712 31 00, 0712 32 00, 0712 33 00, 0712 39 00, 2003 10, 2003 90 og úr 2005 99 80,
- Aralia spp. og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer 0709 99, úr 0710 80, úr 071190 og úr 0712 90,
- koshiabura (sprotar af Eleuterococcus sciadophylloides) og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- japanskur kóngaburkni (Osmunda japonica) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
- körfuburkni (Matteuccia struthioptheris) og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
d) afurðir sem eru upprunnar í héruðunum Gunma, Ibaraki, Tochigi, Chiba eða Iwate:
- ætisveppir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 0709 51 00, 0709 59, 0710 80 61, 0710 80 69, 0711 51 00, 0711 59 00, 0712 31 00, 0712 32 00, 0712 33 00, úr 0712 39 00, 2003 10, 2003 90 og úr 2005 99 80,
- fiskur og lagarafurðir sem falla undir SN-númeWr 0302, 0303, 0304, 0305, 0308, 1504 10, 1504 20, 1604 að undanskildum:
- japansrandalóðsi (Seriola quinqueradiata) og höfðarafi (Seriola lalandi) sem falla undir SN-númer úr 0302 89 90, úr 0303 89 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- gullinrafi (Seriola dumerili) sem fellur undir SN-númer úr 0302 89 90, úr 0303 89 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- tannaflekkur (Pagrus major) sem fellur undir SN-númer 0302 85 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97, og úr 1604 20 90,
- Pseudocaranx dentex sem fellur undir SN-númer úr 0302 49 90, úr 0303 89 90, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90 ,
- kyrrahafsbláuggi (Thunnis orientalis) sem fellur undir SN-númer úr 0302 35, úr 0303 45, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 90, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 80, úr 0305 59 85, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, úr 1604 19 91, úr 1604 19 97 og úr 1604 20 90,
- kyrrahafsspánarmakríll (Scomber japonicus) sem fellur undir SN-númer 0302 44 00, úr 0303 54 10, úr 0304 49 90, úr 0304 59 90, úr 0304 89 49, úr 0304 99 99, úr 0305 10 00, úr 0305 20 00, úr 0305 39 90, úr 0305 49 30, úr 0305 54 90, úr 0305 69 80, úr 0305 72 00, úr 0305 79 00, úr 1504 10, úr 1504 20, 1604 15 og úr 1604 20 50,
- bambussproti og afleiddar afurðir úr honum sem falla undir SN-númer úr 0709 99, úr 0710 80, úr 0711 90, úr 0712 90, úr 2004 90 og 2005 91 00,
- koshiabura (sprotar af Eleuterococcus sciadophylloides) og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer úr
0709 99, 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
e) afurðir sem eru upprunnar í héruðunum Yamanashi, Yamagata, Shizuoka eða Niigata:
- ætisveppir og afleiddar afurðir úr þeim sem falla undir SN-númer 0709 51 00, 0709 59, 0710 80 61, 0710 80 69, 0711 51 00, 0711 59 00, 0712 31 00, 0712 32 00, 0712 33 00, 0712 39 00, 2003 10, 2003 90 og úr 2005 99 80,
- koshiabura (sprotar af Eleuterococcus sciadophylloides) og afleiddar afurðir úr henni sem falla undir SN-númer úr 0709
99, úr 0710 80, úr 0711 90 og úr 0712 90,
f) samsettar vörur sem innihalda meira en 50% afurðanna sem um getur í a- til e-lið þessa viðauka.“
III. VIÐAUKI
Yfirlýsing fyrir innflutning til Sambandsins á
............................................................................................................ (Afurð og upprunaland)
Auðkenniskóði framleiðslulotu .............................................. Yfirlýsing nr. ...............................................................................
Í samræmi við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/6 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu
............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
(viðurkenndur fulltrúi sem um getur í 2. eða 3. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2016/6)
LÝSIR ÞVÍ YFIR að ......................................................................................................................................................................... ................................................................................
(afurðir sem um getur í 1. mgr. 5. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2016/6) í þessari vörusendingu sem er samsett úr: ...................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.............................................................. (lýsing á vörusendingu, afurð, fjöldi og tegund pakkninga, heildarþyngd eða eigin þyngd)
fermd í ...................................................................................................................................................................................................................................................... (fermingarstaður)
hinn ................................................................................................................................................................................................................................................................ (fermingardagur)
af ............................................................................................................................................................................................................................................................... (nafn flutningsaðila)
fer til .............................................................................................................................................................................................................................. (ákvörðunarstaður og -land)
sem kemur frá starfsstöðinni .......................................................................................................................................................................................................................... ................................................................................................................................................... (heiti og heimilisfang starfsstöðvar) eru í samræmi við gildandi löggjöf í Japan að því er varðar hámarksgildi fyrir samanlagt magn sesíums-134 og sesíums-137.
LÝSIR ÞVÍ YFIR að vörusendingin varðar:
o afurðir sem um getur í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, eins og henni var breytt með reglugerð (ESB) 2017/2058, sem voru uppskornar og/eða unnar fyrir 11. mars 2011;
o afurðir sem um getur í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, eins og henni var breytt með reglugerð (ESB) 2017/2058, sem eru ekki upprunnar í og eru ekki sendar frá einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, eins og henni var breytt með reglugerð (ESB) 2017/2058, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist;
o afurðir sem um getur í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, eins og henni var breytt með reglugerð (ESB) 2017/2058, sem ekki eru upprunnar í og eru ekki sendar frá einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, eins og henni var breytt með reglugerð (ESB) 2017/2058, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist og hún hefur ekki orðið fyrir geislavirkni við flutninginn eða vinnsluna;
o afurðir sem um getur í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, eins og henni var breytt með reglugerð (ESB) 2017/2058, sem eru upprunnar í einu af héruðunum, sem tilgreind eru í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, eins og henni var breytt með reglugerð (ESB) 2017/2058, þar sem sýnatöku og greiningar á þessari afurð er krafist, sem sýni hafa verið tekin af hinn ....................... (dagsetning), og sett í greiningu á rannsóknarstofu ........................................................ (dagsetning) á ..................................... (heiti rannsóknarstofu), til að ákvarða styrk geislavirku kjarntegundanna sesíums-134 og seíums-137. Skýrslan um greiningu fylgir með;
o afurðir sem um getur í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/6, eins og henni var breytt með reglugerð (ESB) 2017/2058, af óþekktum uppruna eða afleiddar afurðir eða fóðurblöndur eða samsett matvæli, sem innihalda meira en 50% af þessum afurðum sem innihaldsefni af óþekktum uppruna, sem sýni hafa verið tekin af ..................... ................ (dagsetning) og sett í greiningu á rannsóknarstofu ........................................ (dagsetning) á ....................................... (heiti rannsóknarstofu), til að ákvarða styrk geislavirku kjarnategundanna sesíums-134 og sesíums-137. Skýrslan um greiningu fylgir með.
Gjört í ........................................................................ hinn .......................................................................................................
Stimpill og undirskrift
viðurkennds fulltrúa sem um getur í
2. eða 3. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2016/6
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.