Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

133/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 með síðari breytingum.

1. gr.

12. gr. orðast svo:

Framleiðslustyrkur til leikinnar kvikmyndar í fullri lengd til sýningar í kvikmyndahúsi er greiddur þannig:

  1. 5% við undirritun úthlutunarsamnings,
  2. 92% á fyrsta tökudegi aðaltökutímabils, og
  3. 3% þegar framleiðandi skilar uppgjöri og fylgigögnum, sbr. 2. mgr. 14. gr.

Framleiðslustyrkir til annarra flokka kvikmynda skulu greiddir í hlutum eftir framvindu verks samkvæmt ákvæðum úthlutunarsamnings.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. kvikmyndalaga nr. 137/2001 og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 19. janúar 2009.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Halldór Árnason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.