Fara beint í efnið

Prentað þann 4. jan. 2025

Breytingareglugerð

130/2001

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 504/1997, um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:
a. Í stað orðsins "lífshættulega" í 2. mgr. komi orðin "alvarlega og langvarandi".
b. Í stað orðsins "lífshættulega" í 3. mgr. komi orðin "alvarlega og langvarandi".

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. II.:
a. Í stað orðsins "sjúkra" í heiti II. komi orðið "langveikra".
b. Í fl. 1. í stað orðsins "lífshættulegra" komi orðin "alvarlegra og langvarandi".
c. Í fl. 2. í stað orðsins "lífshættulegra" komi orðin "alvarlegra og langvarandi".

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. gr. sbr. 13. gr. laga nr. 118/1993, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, og öðlast gildi nú þegar.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. febrúar 2001.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.