Prentað þann 7. apríl 2025
126/2024
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1240/2023 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/931 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 með því að mæla fyrir um reglur um framkvæmd opinbers eftirlits að því er varðar aðskotaefni í matvælum.
1. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar vegna matvælaeftirlits sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar vegna fóðureftirlits sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a. laga nr. 93/1995 um matvæli, 13. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 6. gr. laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og 74. gr. laga nr. 14/2022 um dýralyf.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 15. janúar 2024.
Svandís Svavarsdóttir.
Emilía Madeleine Heenen.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.