Prentað þann 15. jan. 2025
122/2021
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 23/2021, um loðnuveiðar norskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands fiskveiðiárið 2020/2021.
1. gr.
1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 41.808 tonn af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands og er þeim aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands norðan 64°30´N.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. febrúar 2021.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.