Prentað þann 22. des. 2024
119/2024
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum.
1. gr.
1. málsl. 1. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Vörugjald skal falla niður af ökutækjum sem flutt eru inn til starfsemi björgunarsveita enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarveita á að viðkomandi ökutæki verði einungis nýtt í starfsemi björgunarsveita.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 19. janúar 2024.
F. h. r.
Helga Jónsdóttir.
Brynhildur Kr. Aðalsteinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.