Prentað þann 17. feb. 2025
119/2002
Reglugerð um tollfríðindi við innflutning vara sem upprunnar eru í fátækustu þróunarríkjum heims.
Tollfríðindi fyrir fátækustu ríki heims. 1. gr.
Tollar á vörur sem upprunnar eru í fátækustu þróunarríkjum heims (GSP-ríkjum) skulu falla niður til samræmis við niðurfellingu tolla á vörum sem upprunnar eru á Evrópska efnahagssvæðinu.
Tollfríðindanna njóta þau ríki sem talin eru upp í viðauka nr. V við tollalög nr. 55/1987, með síðari breytingum. Þau ríki eru: Afganistan, Angóla, Bangladess, Benín, Burma, Búrkína Fasó, Búrúndí, Bútan, Djíbútí, Erítrea, Eþíópía, Gambía, Gínea, Gínea-Bissá, Grænhöfðaeyjar, Haítí, Jemen, Kambódía, Kíribatí, Kongó, Kómoreyjar, Laos, Lesótó, Líbería, Madagaskar, Malaví, Maldíveyjar, Malí, Máritanía, Mið-Afríkulýðveldið, Miðbaugs-Gínea, Mósambík, Nepal, Níger, Rúanda, Salómonseyjar, Sambía, Samóa, Saó Tóme og Prinsípe, Síerra Leóne, Sómalía, Súdan, Tansanía, Tógó, Tsjad, Túvalú, Úganda og Vanúatú.
Vörusvið. 2. gr.
Tollfríðindi samkvæmt reglugerð þessari taka til eftirtalinna vara í tollskrá, sbr. viðauka I við tollalög, nr. 55/1987, með síðari breytingum, að uppfylltum öðrum skilyrðum reglugerðarinnar:
1. Vörur sem falla undir tollskrárnúmer í köflum 25 til og með 97 í tollskrá að frátöldum vörum sem taldar eru upp í viðauka 1 við reglugerð þessa.
2. Vörur sem unnar eru úr landbúnaðarhráefni, enda falli þær undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í viðauka 2 við reglugerð þessa.
3. Fiskur og aðrar sjávarafurðir, enda falli þær undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í viðauka 3 við reglugerð þessa.
Upprunareglur. 3. gr.
Tollfríðindi samkvæmt reglugerð þessari eru bundin því skilyrði að vörurnar séu upprunnar í GSP-ríki í skilningi upprunareglna í viðauka 4 við reglugerð þessa. Öðrum skilyrðum upprunareglnanna um flutning vöru, sönnun uppruna og fleira þarf einnig að vera fullnægt eigi vara, sem upprunninn er í GSP-ríki, að njóta tollfríðinda við innflutning hennar til Íslands.
Gildistaka o.fl. 4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 6. gr. sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. tollalaga, nr. 55/1987, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 29. janúar 2002.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Jóna Björk Guðnadóttir.
Iðnaðarvörur.
Eftirtaldar vörur, í köflum 25 til og með 97 í tollskrá heyra ekki undir gildissvið reglugerðarinnar samkvæmt 1. tölul. 2. gr. hennar:
ST-númer | Vörulýsing |
3502 | Albúmín, albúmínöt og aðrar albúmínafleiður: |
- Eggjaalbúmín: | |
úr 11 | - - Þurrkuð, þó ekki þau sem eru óhæf eða verða gerð óhæf til manneldis |
úr 19 | - - Önnur eggjaalbúmín, þó ekki þau sem eru óhæf eða verða gerð óhæf til manneldis |
úr 20 | - Mjólkuralbúmín, þar með talið kirni tveggja eða fleiri mysupróteina, þó ekki þau sem eru óhæf eða verða gerð óhæf til manneldis |
3823 | Einbasískar karboxyfitusýrur frá iðnaði; sýruolía frá hreinsun; feitialkóhól frá iðnaði: |
- Einbasískar karboxyfitusýrur frá iðnaði; sýruolía frá hreinsun: | |
úr 11 | - - Sterínsýra til fóðurs |
úr 12 | - - Olíusýra til fóðurs |
úr 13 | - - Fitusýrur tallolíu til fóðurs |
19 | - - Aðrar: |
úr 19 | - - - Eimaðar fitusýrur til fóðurs; eimaður vökvi fitusýra til fóðurs |
úr 70 | - Feitialkóhól frá iðnaði til fóðurs |
Landbúnaðarvörur.
Vörur unnar úr landbúnaðarhráefni sem flokkast í tollskrárnúmer sem talin eru upp í töflu 1 eiga undir gildissvið reglugerðarinnar samkvæmt 2. tölul. 2. gr. hennar.
Engir tollar eru á áðurnefndum vörum nema annað sé tekið fram í viðauka við töflu 1.
TAFLA 1
ST-númer | Vörulýsing |
0403 | Áfir, hleypt mjólk og rjómi, jógúrt, kefír og önnur gerjuð eða sýrð mjólk og rjómi, einnig kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni, eða bragðbætt eða með ávöxtum, hnetum eða kakaói: |
10 | - Jógúrt: |
úr 10 | - - Bragðbætt eða með ávöxtum, hnetum eða kakaói |
90 | - Önnur: |
úr 90 | - - Bragðbætt eða með ávöxtum, hnetum eða kakaói |
0501 | Mannshár, óunnið, einnig þvegið eða hreinsað, úrgangur úr mannshári |
0502 | Burstir eða hár af grísum, alisvínum eða villisvínum; greifingjahár og annað hár til burstagerðar; úrgangur af slíkum burstum eða hári |
0503 | Hrosshár og hrosshársúrgangur, einnig sett á undirlag með eða án stoðefnis |
0505 | Hamir og aðrir hlutar af fuglum með tilheyrandi fjöðrum eða dún, fjaðrir og hlutar af fjöðrum (einnig með jöfnuðum jöðrum) og dúnn, ekki frekar unnið en hreinsað, sótthreinsað eða varið skemmdum; duft og úrgangur af fjöðrum eða fjaðrahlutum |
0507 | Fílabein, skjaldbökuskeljar, hvalskíði og skíðishár, horn, hreindýrahorn, hófar og klaufir, neglur, klær og nef, óunnið eða lauslega forunnið en ekki tilskorið; duft og úrgangur úr þessum vörum |
0508 | Kórallar og áþekk efni, óunnið eða lauslega forunnið en ekki frekar unnið; skeljar lindýra, krabbadýra eða skrápdýra og kolkrabbabein, óunnið eða lauslega forunnið en ekki tilskorið, duft og úrgangur úr þessum vörum |
0509 | Náttúrlegir svampar úr dýraríkinu |
0510 | Ambra, bifurbelgur, desmerkattardeig og moskus; spanskflugur; gall, einnig þurrkað; kirtlar og aðrar vörur úr dýraríkinu sem notaðar eru við framleiðslu á vörum til lækninga, nýjar, kældar, frystar eða á annan hátt varðar til bráðabirgða gegn skemmdum |
0710 | Matjurtir (ósoðnar eða soðnar með gufu eða í vatni), frystar: |
40 | - Sykurmaís (Zea mays var. saccharata) |
0711 | Matjurtir, varðar skemmdum til bráðabirgða (t.d. með brennisteinstvíildisgasi, saltlegi, brennisteinssýrlingi eða öðrum verndandi upplausnum), en óhæfar í því ástandi til manneldis: |
90 | - Aðrar matjurtir; matjurtablöndur: |
úr 90 | - - Sykurmaís (Zea mays var.saccharata) |
1302 | Jurtasafar og jurtakjarnar; pektínefni, pektínöt og pektöt; agar og önnur jurtaslím og hleypiefni, einnig umbreytt, unnið úr vörum úr jurtaríkinu: |
- Jurtasafar og jurtakjarnar: | |
14 | - - Úr prestafíflum eða rótum plantna sem innihalda rótenón |
19 | - - Aðrir: |
úr 19 | - - - Innbyrðis blöndur jurtakjarna, til framleiðslu á drykkjarvörum eða til matvælaframleiðslu |
úr 19 | - - - Annað til lyfja en innbyrðis blöndur jurtakjarna til framleiðslu á drykkjarvörum, matvælum eða vanilluoleóresíni |
20 | - Pektínefni, pektínöt og pektöt: |
úr 20 | - - Sem innihalda 5% eða meira miðað við þyngd af viðbættum sykri |
1401 | Jurtaefni notað aðallega til fléttunar (t.d. bambus, spanskreyrspálmi, reyr, sef, körfuviður, raffíutrefjar, hreinsuð, bleikt eða lituð kornstrá, og linditrefjar) |
1402 | Jurtaefni notað aðallega sem tróð eða til bólstrunar (t.d. glansull (kapok), viðarhár og marhálmur), einnig í lögum með eða án stoðefnis |
1403 | Jurtaefni notað aðallega í sópa eða bursta (t.d. sópdúrra, píassava, húsapuntur og agavetrefjar), einnig í búntum eða hönkum |
1404 | Vörur úr jurtaríkinu, ót.a.: |
10 | - Óunnið jurtaefni notað aðallega til litunar eða sútunar |
90 | - Aðrar |
1517 | Smjörlíki; blöndur eða framleiðsla til manneldis úr jurtafeiti eða -olíum eða þáttum úr mismunandi fitu eða olíum þessa kafla, þó ekki feiti eða olíur til manneldis eða þættir þeirra í nr. 1516: |
10 | - Smjörlíki, þó ekki fljótandi smjörlíki: |
úr 10 | - - Sem inniheldur meira en 10% en ekki meira en 15% af mjólkurfitu miðað við þyngd |
90 | - Annað: |
úr 90 | - - Sem inniheldur meira en 10% en ekki meira en 15% af mjókurfitu miðað við þyngd |
úr 90 | - - Neysluhæfar blöndur eða efnablöndur, lagaðar sem smurefni í mót |
1520 | Glýseról (glýserín), hrátt; glýserólvatn og glýserollútur : |
úr 00 | - Til fóðurs 1 |
1522 | Degras; leifar sem falla til við meðferð á feitiefnum eða dýra- eða jurtavaxi: |
úr 00 | - Degras til fóðurs1 |
1702 | Annar sykur, þar með talinn kemískt hreinn laktósi, maltósi, glúkósi og frúktósi, í föstu formi; sykursíróp sem inniheldur hvorki bragðefni né litarefni; gervihunang, einnig blandað náttúrlegu hunangi; karamel: |
50 | - Kemískt hreinn frúktósi |
90 | - Annað, þar með taldar einsykrur (invertsugar): |
úr 90 | - - Kemískt hreinn maltsykur (maltósi) |
1704 | Sætindi (þar með talið hvítt súkkulaði) án kakaóinnihalds |
1806 | Súkkulaði eða önnur matvæli sem innihalda kakaó |
1901 | Maltkjarni; framleiðsla úr mjöli, fín- eða grófmöluðu, sterkju eða maltkjarna, sem ekki inniheldur kakaó eða inniheldur minna en 40% miðað við þyngd af kakaói reiknað út frá algerlega fitusneyddum grunni, ót.a.; matvæli úr vörum í nr. 0401-0404 sem ekki innihalda kakaó eða innihalda minna en 5%, miðað við þyngd, af kakaói reiknað út frá algerlega fitusneyddum grunni, ót.a. |
1902 | Pasta, einnig soðin eða fyllt (með kjöti eða öðrum efnum) eða unnin á annan hátt, svo sem spaghettí, makkarónur, núðlur, lasagne, gnocchi, ravíólí, kannellóní; couscous, einnig unnið: |
- Ósoðin pasta, ekki fyllt eða unnin á annan hátt: | |
11 | - - Með eggjainnihaldi |
19 | - - Annað |
20 | - Fyllt pasta, einnig soðin eða unnin á annan hátt: |
úr 20 | - - Þó ekki vörur sem innihalda meira en 20% miðað við þyngd af pylsum, kjöti, hlutum af dýrum eða blóði eða blöndum af því |
30 | - Önnur pasta |
40 | - Couscous |
1903 | Tapíókamjöl og tapíókalíki úr sterkju, sem flögur, grjón, perlur, sáldur eða í áþekkri mynd |
1904 | Matvæli úr belgdu eða steiktu korni eða kornvörum (t.d. kornflögur); korn (annað en maís), sem grjón eða sem flögur eða önnur unnin grjón (þó ekki mjöl, fín- eða grófmalað), forsoðið eða unnið á annan hátt, ót.a. |
1905 | Brauð, sætabrauð, kökur, kex og aðrar brauðvörur, einnig með kakaói; altarisbrauð, lyfjahylki, innsiglunaroblátur, rísþynnur og áþekkar vörur |
2001 | Matjurtir, ávextir, hnetur og aðrir plöntuhlutar til manneldis, unnið eða varið skemmdum með ediki eða ediksýru: |
90 | - Annað: |
úr 90 | - - Sykurmaís (Zea mays var. saccharata); pálmakjarni; kínverskar kartöflur, sætar kartöflur og aðrir svipaðir ætir plöntuhlutar sem innihalda 5% eða meira af sterkju miðað við þyngd |
2004 | Aðrar matjurtir, unnar eða varðar skemmdum á annan hátt en með ediki eða ediksýru, frystar, þó ekki vörur í nr. 2006: |
10 | - Kartöflur: |
úr 10 | - - Fín- eða grófmalaðar eða flögur |
90 | - Aðrar matjurtir og matjurtablöndur: |
úr 90 | - - Sykurmaís (Zea mays var. saccharata) |
2005 | Aðrar matjurtir, unnar eða varðar skemmdum á annan hátt en með ediki eða ediksýru, ófrystar, þó ekki vörur í nr. 2006: |
20 | - Kartöflur: |
úr 20 | - - Fín- eða grófmalaðar eða flögur |
80 | - Sykurmaís (Zea mays var. saccharata) |
2006 | Matjurtir, ávextir, hnetur, ávaxtahýði og aðrir plöntuhlutar, varið skemmdum með sykri (gegndreypt, gljásykrað eða kristallað): |
úr 2006 | - Sykurmaís (Zea mays var. saccharata) |
2007 | Sulta, ávaxtahlaup, mauk, ávaxta- eða hnetudeig, soðið, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni |
2008 | Ávextir, hnetur og aðrir ætir plöntuhlutar, unnið eða varið skemmdum á annan hátt, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni eða áfengi, ót.a.: |
- Hnetur, jarðhnetur og önnur fræ, einnig blandað saman: | |
11 | - - Jarðhnetur: |
úr 11 | - - - Hnetusmjör |
úr 11 | - - - Jarðhnetur, ristaðar |
- Annað, þar með talið blöndur, aðrar en í nr. 2008 19: | |
úr 91 | - - Pálmakjarni til fóðurs 1 |
99 | - - Annars: |
úr 99 | - - - Maís (korn), annað en sykurmaís (Zea mays var. saccharata) |
2101 | Kjarni, kraftur og seyði úr kaffi, tei eða maté og framleiðsla að stofni til úr þessum vörum eða að stofni til úr kaffi, tei eða maté; brenndar síkóríurætur og annað brennt kaffilíki, og kjarni, kraftur og seyði úr þeim: |
- Kjarni, kraftur, seyði úr kaffi, og framleiðsla að stofni til úr þessum kjarna, krafti eða seyði eða að stofni til úr kaffi: | |
12 | - - Framleiðsla að stofni til úr þessum kjarna, krafti eða seyði eða að stofni til úr kaffi: |
úr 12 | - - - Með 1,5% eða meira af mjólkurfitu, 2,5% eða meira af mjólkurpróteini, 5% eða meira af sykri eða 5% af sterkju miðað við þyngd |
20 | - Kjarni, kraftur og seyði úr tei eða maté, og framleiðsla að stofni til úr þessum kjarna, krafti eða seyði eða að stofni til úr tei eða maté: |
úr 20 | - - Með 1,5%, eða meira af mjólkurfitu, 2,5% eða meira af mjólkurpróteini, 5% eða meira af sykri eða 5% af sterkju miðað við þyngd |
30 | - Brenndar síkóríurætur og annað brennt kaffilíki, og kjarni, kraftur eða seyði úr þeim: |
úr 30 | - - Annað brennt kaffilíki en brenndar síkóríurætur, kjarni, kraftur og seyði úr öðru brenndu kaffilíki, en brenndum síkóríurótum |
2102 | Ger (lifandi eða dautt); aðrar einfruma örverur, dauðar (þó ekki bóluefni í nr. 3002); unnið bökunarduft |
2103 | Sósur og framleiðsla í þær; blönduð bragðefni og blönduð bragðbætiefni; mustarðsmjöl, fín- eða grófmalað, og unninn mustarður: |
20 | - Tómatsósur |
30 | - Mustarðsmjöl, fín- eða grófmalað, og unninn mustarður (sinnep): |
úr 30 | - - Unninn mustarður (sinnep) sem inniheldur meira en 5% af viðbættum sykri miðað við þyngd |
90 | - Annað: |
úr 90 | - - Þó ekki mangómauk (Mango Chutney), fljótandi |
2104 | Súpur og seyði og framleiðsla í það; jafnblönduð samsett matvæli |
2106 | Matvæli, ót.a.3: |
úr 2106 | - Þó ekki bragðbætt eða litað sykursíróp né framleiðsla að meginstofni til úr feiti og vatni sem inniheldur meira en 15% af smjöri eða annarri mjólkurfitu miðað við þyngd |
2202 | Vatn, þar með talið ölkelduvatn og loftblandað vatn, með viðbættum sykri eða öðru sætuefni eða bragðbætt, og aðrar óáfengar drykkjarvörur, þó ekki ávaxtasafar eða matjurtasafar í nr. 2009 |
2203 | Öl gert úr malti |
2205 | Vermút og annað vín úr nýjum þrúgum bragðbætt með plöntum eða ilmefnum |
2207 | Ómengað etylalkóhól að alkóhólstyrkleika 80% eða meira miðað við rúmmál; etylalkóhól og aðrir áfengir vökvar, mengað, að hvaða styrkleika sem er; áfengir vökvar, líkjörar og aðrar áfengar drykkjarvörur: |
20 | - Etylalkóhól og aðrir áfengir vökvar, mengað, að hvaða styrkleika sem er |
2208 | Ómengað etylalkóhól að alkóhólstyrkleika minna en 80% miðað við rúmmál; áfengir vökvar, líkjörar og aðrar áfengar drykkjarvörur: |
40 | - Romm og tafía: |
50 | - Gin og genever |
60 | - Vodka |
70 | - Líkjörar og áfengisblöndur (cordials): |
úr 70 | - - Líkjörar sem innihalda meira en 5% af viðbættum sykri miðað við þunga |
90 | - Annað |
úr 90 | - - Ákavíti |
2209 | Edik og edikslíki fengið úr ediksýru |
2402 | Vindlar, einnig endaskornir, smávindlar og vindlingar, úr tóbaki eða tóbakslíki |
2403 | Önnur framleiðsla úr tóbaki og framleitt tóbakslíki; jafnblandað eða endurunnið tóbak; tóbakskjarnar og tóbaksseyði |
2905 | Raðtengd alkóhól ásamt halógen-, súlfó-, nítró- eða nítrósóafleiðum þeirra: |
- Önnur pólyhydrísk alkóhól: | |
43 | - - Mannitól |
44 | - - D-glúkitól (sorbitól) |
3302 | Blöndur af ilmandi efnum og blöndum (þar með taldar alkóhólupplausnir) að meginstofni úr einu eða fleiri þessara efna, til nota sem hráefni til iðnaðar; önnur framleiðsla að stofni til úr ilmandi efnum, til nota við framleiðslu á drykkjarvörum: |
10 | - Til nota í matvæla- eða drykkjarvöruiðnaði |
3501 | Kaseín, kaseínöt og aðrar kaseínafleiður; kaseínlím |
3505 | Dextrín og önnur umbreytt sterkja (t.d. forgelatíneruð eða esteruð sterkja); lím að meginstofni úr sterkju eða dextríni eða annarri umbreyttri sterkju |
3809 | Áferðar- og íburðarefni (finishing agents), litberar til að hraða litun eða festingu litunarefna og aðrar vörur og blöndur (t.d. fyllir og litfestir) sem notað er í spuna, pappírs-, leður- eða skyldum iðnaði, ót.a.: |
10 | - Að stofni til úr sterkjukenndum efnum |
3824 | Tilbúin bindiefni fyrir málmsteypumót eða málmsteypukjarna; kemískar vörur og framleiðsla kemísks eða skylds iðnaðar (þar með taldar blöndur úr náttúrlegum efnum), ót.a.; úrgangsefni kemísks eða skylds iðnaðar, ót.a.: |
60 | - Sorbitól, annað en í nr. 2905 44 |
VIÐAUKI VIÐ TÖFLU 1
Engir tollar eru á vörum unnum úr landbúnaðarhráefni, sem eru tilgreindar í töflu 1, nema á eftirtöldum framleiðsluvörum og eru þeir tollar (ISK/kg) eins og hér er tilgreint:
Tollnúmer á Íslandi | Vörulýsing | Tollur (ISK/kg) |
0403 | Áfir, hleypt mjólk og rjómi, jógúrt, kefír og önnur gerjuð eða sýrð mjólk og rjómi, einnig kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni, eða bragðbætt eða með ávöxtum, hnetum eða kakaói: | |
0403.1011 | - Jógúrt með kakaói | 53 |
0403.1012 | - Jógúrt með ávöxtum eða hnetum | 53 |
0403.1013 | - Jógúrt, bragðbætt, ót.a. | 53 |
0403.1021 | - Drykkjarjógúrt, kakaóblönduð | 51 |
0403.1022 | - Drykkjarjógúrt blönduð með ávöxtum eða hnetum | 51 |
úr 0403.1029 | - Drykkjarjógúrt, bragðbætt, ót.a. | 51 |
0403.9011 | - Annað kakaóblandað | 45 |
0403.9012 | - Annað blandað með ávöxtum eða hnetum | 45 |
0403.9013 | - Annað, bragðbætt, ót.a. | 45 |
0403.9021 | - Önnur drykkjarvara kakaóblönduð | 45 |
0403.9022 | - Önnur drykkjarvara blönduð með ávöxtum eða hnetum | 45 |
úr 0403.9029 | - Önnur drykkjarvara, bragðbætt, ót.a. | 45 |
1517 | Smjörlíki; blöndur eða framleiðsla til manneldis úr jurtafeiti eða -olíum eða þáttum úr mismunandi fitu eða olíum þessa kafla, þó ekki feiti eða olíur til manneldis eða þættir þeirra í nr. 1516: | |
1517.1001 | - Smjörlíki, þó ekki fljótandi smjörlíki, sem inniheldur meira en 10% en ekki meira en 15% af mjólkurfitu miðað við þyngd | 88 |
1517.9002 | - Annað en smjörlíki, þó ekki fljótandi smjörlíki, sem inniheldur meira en 10% en ekki meira en 15% af mjólkurfitu miðað við þyngd | 88 |
1806 | Súkkulaði eða önnur matvæli sem innihalda kakaó: | |
- Önnur framleiðsla í blokkum, plötum eða stöngum sem vega meira en 2 kg, eða er lögur, deig, duft, korn eða önnur heild í umbúðum, sem innihalda meira en 2 kg: | ||
1806.2003 | - - Kakaóduft, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur 30% eða meira miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti, með eða án viðbætts sykurs eða annarra sætiefna, en án íblöndunar annarra efna | 109 |
1806.2004 | - - Kakaóduft, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur minna en 30% miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti, með eða án viðbætts sykurs eða annarra sætiefna, en án íblöndunar annarra efna | 39 |
1806.2005 | - - Önnur framleiðsla, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur 30% eða meira miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti | 109 |
1806.2006 | - - Önnur framleiðsla, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur minna en 30% miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti | 39 |
- Annað í blokkum, plötum eða stöngum: | ||
1806.3101 | - - Fyllt súkkulaði í plötum eða stöngum | 51 |
1806.3109 | - - Annað fyllt í blokkum, plötum eða stöngum | 51 |
1806.3202 | - - Ófyllt súkkulaði sem í er kakaódeig, sykur, kakaósmjör og mjólkurþurrefni, í plötum eða stöngum | 47 |
1806.3203 | - - Ófyllt súkkulaðilíki í plötum eða stöngum | 39 |
1806.3209 | - - Annað ófyllt í blokkum, plötum eða stöngum | 21 |
- Annað: | ||
- - Efni til framleiðslu á drykkjarvörum: | ||
1806.9011 | - - - Tilreidd drykkjarvöruefni að uppistöðu úr vörum í nr. 0401 til nr. 0404, sem inniheldur 5% eða meira af kakaódufti, miðað við þyngd reiknað út frá algerlega fitusneyddum grunni, ót.a., sykur eða annað sætiefni, auk annarra minniháttar efnisþátta og bragðefna | 22 |
- - Annað en efni til framleiðslu á drykkjarvörum: | ||
1806.9022 | - - - Fæða sérstaklega tilreidd fyrir ungbörn og sjúka | 18 |
1806.9023 | - - - Páskaegg | 48 |
1806.9024 | - - - Íssósur og ídýfur | 39 |
1806.9025 | - - - Húðað eða hjúpað svo sem rúsínur, hnetur, belgt korn, lakkrís, karamellur og hlaup | 53 |
1806.9026 | - - - Konfekt | 48 |
1806.9028 | - - - Kakaóduft, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur 30% eða meira miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti, með eða án viðbætts sykurs eða annarra sætiefna, en án íblöndunar annarra efna | 118 |
1806.9029 | - - - Kakaóduft, þó ekki vörur í nr. 1901, sem inniheldur minna en 30% miðað við þyngd af nýmjólkur- og/eða undanrennudufti, með eða án viðbætts sykurs eða annarra sætiefna, en án íblöndunar annarra efna | 43 |
1806.9039 | - - - Annars | 47 |
1901 | Maltkjarni; framleiðsla úr mjöli, fín- eða grófmöluðu, sterkju eða maltkjarna, sem ekki inniheldur kakaó eða inniheldur minna en 40% miðað við þyngd af kakaói reiknað út frá algerlega fitusneyddum grunni, ót.a.; matvæli úr vörum í nr. 0401-0404 sem ekki innihalda kakaó eða innihalda minna en 5%, miðað við þyngd, af kakaói reiknað út frá algerlega fitusneyddum grunni, ót.a.: | |
- Blöndur og deig til framleiðslu á brauðvörum í nr. 1905, sem innihalda samanlagt 3% eða meira af nýmjólkurdufti, undanrennudufti, eggjum, mjólkurfitu (s.s. smjör), osti eða kjöti: | ||
1901.2012 | - - Til framleiðslu á hunangskökum og þess háttar í nr. 1905.2000 | 25 |
1901.2013 | - - Til framleiðslu á sætakexi í nr. 1905.3011 og 1905.3029, þ.m.t. smákökur | 17 |
1901.2014 | - - Til framleiðslu á piparkökum í nr. 1905.3021 | 29 |
1901.2015 | - - Til framleiðslu á vöfflum og kexþynnum í nr. 1905.3030 | 10 |
1901.2016 | - - Til framleiðslu á tvíbökum, ristuðu brauði og áþekkum ristuðum vörum í nr. 1905.4000 | 15 |
1901.2017 | - - Til framleiðslu á brauði í nr. 1905.9011, með fyllingu sem að meginhluta er úr smjöri eða öðrum mjólkurafurðum | 39 |
1901.2018 | - - Til framleiðslu á brauði í nr. 1905.9019 | 5 |
1901.2019 | - - Til framleiðslu á ósætu kexi í nr. 1905.9020 | 5 |
1901.2022 | - - Til framleiðslu á kökum og konditorstykkjum í nr. 1905.9040 | 33 |
1901.2023 | - - Blöndur og deig, með kjötinnihaldi til framleiðslu á bökum, þ.m.t. pítsur (pizza) í nr. 1905.9051 | 97 |
1901.2024 | - - Blöndur og deig, með öðru innihaldi en kjöti, til framleiðslu á bökum, þ.m.t. pítsur (pizza) í nr. 1905.9059 | 53 |
1901.2029 | - - Til framleiðslu á vörum í nr. 1905.9090 | 43 |
1902 | Pasta, einnig soðin eða fyllt (með kjöti eða öðrum efnum) eða unnin á annan hátt, svo sem spaghettí, makkarónur, núðlur, lasagne, gnocchi, ravíólí, kannellóní; couscous, einnig unnið: | |
1902.1100 | - Ósoðin pasta, ekki fyllt eða unnin á annan hátt | 8 |
- Fyllt pasta, einnig soðin eða unnin á annan hátt: | ||
1902.2022 | - - Með pylsum, kjöti, hlutum af dýrum eða blóði eða blöndum af því sem inniheldur 3%, til og með 20%, miðað við þyngd af pylsum, kjöti, hlutum af dýrum eða blóði eða blöndum af því | 41 |
1902.2031 | - - Fyllt með osti sem inniheldur meira en 3% af osti | 35 |
1902.2041 | - - Fyllt með kjöti og osti sem að magni til er meira en 20% miðað við þyngd af kjöti og osti | 142 |
1902.2042 | - - Fyllt með kjöti og osti sem inniheldur samanlagt 3%, til og með 20%, af kjöti og osti | 41 |
- Önnur pasta: | ||
1902.3021 | - - Með pylsum, kjöti, hlutum af dýrum eða blóði eða blöndum af því, sem að magni til er 3%, til og með 20% miðað við þyngd | 41 |
1902.3031 | - - Með osti sem að magni til er meira en 3%, miðað við þyngd | 35 |
1902.3041 | - - Með kjöti og osti, sem að magni til er samanlagt 3%, til og með 20% miðað við þyngd | 41 |
1902.4021 | - Með pylsum, kjöti, hlutum af dýrum eða blóði eða blöndum af því, sem að magni til er 3%, til og með 20%, miðað við þyngd | 41 |
1903 | Tapíókamjöl og tapíókalíki úr sterkju, sem flögur, grjón, perlur, sáldur eða í áþekkri mynd: | |
1903.0001 | - Í smásöluumbúðum 5 kg eða minni | Tollfrjálst |
1903.0009 | - Annað en í smásöluumbúðum 5 kg eða minni | Tollfrjálst |
1904 | Matvæli úr belgdu eða steiktu korni eða kornvörum (t.d. kornflögur); korn (annað en maís), sem grjón eða sem flögur eða önnur unnin grjón (þó ekki mjöl, fín- eða grófmalað), forsoðið eða unnið á annan hátt, ót.a.: | |
- Annars: | ||
1904.9001 | - - Með kjötinnihaldi sem að magni til er 3%, til og með 20%, miðað við þyngd | 42 |
1905 | Brauð, sætabrauð, kökur, kex og aðrar brauðvörur, einnig með kakaói; altarisbrauð, lyfjahylki, innsiglunaroblátur, rísþynnur og áþekkar vörur: | |
1905.2000 | - Hunangskökur (engiferkökur) og þess háttar | 83 |
- Sætakex; vöfflur og kexþynnur, húðað eða hjúpað með súkkulaði eða með kremi sem inniheldur kakaó: | ||
1905.3011 | - - Sætakex (þ.m.t. smákökur) | 17 |
1905.3019 | - - Annað en sætakex | 16 |
- Sætakex; vöfflur og kexþynnur, ekki húðað eða hjúpað með súkkulaði eða með kremi sem inniheldur kakaó: | ||
- - Sætakex (þ.m.t. smákökur): | ||
1905.3021 | - - - Piparkökur | 31 |
1905.3022 | - - - Sætakex og smákökur, sem innihalda minna en 20% af sykri | 23 |
1905.3029 | - - - Annað en sætakex og smákökur | 19 |
1905.3030 | - - Annað | 11 |
1905.4000 | - Tvíbökur, ristað brauð og áþekkar ristaðar vörur | 16 |
- Annað: | ||
- - Brauð: | ||
1905.9011 | - - - Með fyllingu sem er að meginhluta úr smjöri eða öðrum mjólkurafurðum (t.d. hvítlaukssmjör) | 39 |
1905.9019 | - - - Annað | 5 |
1905.9020 | - - Ósætt kex | 5 |
1905.9040 | - - Kökur og konditorstykki | 35 |
- - Bökur, þ.m.t. pítsur (pizza): | ||
1905.9051 | - - - Sem innihalda kjöt | 97 |
1905.9059 | - - - Aðrar | 53 |
1905.9090 | - - Annars | 45 |
2103 | Sósur og framleiðsla í þær; blönduð bragðefni og blönduð bragðbætiefni; mustarðsmjöl, fín- eða grófmalað, og unninn mustarður: | |
- Annað en sojasósa, tómatsósur og sósur úr mustarðsmjöli, fín- eða grófmöluðu, og unnum mustarði (sinnep): | ||
2103.9020 | - - Majones | 19 |
2103.9030 | - - Olíusósur, ót.a. (t.d. remulaðisósur) | 19 |
2103.9051 | - - Með kjötinnihaldi sem er að magni til meira en 20% miðað við þyngd | 97 |
2103.9052 | - - Með kjötinnihaldi sem er að magni til 3%, til og með 20%, miðað við þyngd | 52 |
2104 | Súpur og seyði og framleiðsla í það; jafnblönduð samsett matvæli: | |
- Súpur og seyði og framleiðsla í það: | ||
2104.1001 | - - Tilreiddar matjurtasúpur að meginstofni úr mjöli, sterkju eða maltkjarna | 3 |
2104.1002 | - - Annað súpuduft í 5 kg umbúðum eða stærri | 31 |
2104.1003 | - - Niðursoðnar fisksúpur | 27 |
- - Aðrar súpur: | ||
2104.1011 | - - - Með kjötinnihaldi sem að magni til er meira en 20%, miðað við þyngd | 78 |
2104.1012 | - - - Með kjötinnihaldi sem að magni til er 3%, til og með 20%, miðað við þyngd | 44 |
2104.1019 | - - - Annars | 21 |
- - Annað: | ||
2104.1021 | - - - Með kjötinnihaldi sem að magni til er meira en 20%, miðað við þyngd | 78 |
2104.1022 | - - - Með kjötinnihaldi sem að magni til er 3%, til og með 20%, miðað við þyngd | 44 |
2104.1029 | - - - Annars | 21 |
- Jafnblönduð samsett matvæli: | ||
2104.2001 | - - Með kjötinnihaldi sem að magni til er meira en 20%, miðað við þyngd | 97 |
2104.2002 | - - Með kjötinnihaldi sem að magni til er 3%, til og með 20%, miðað við þyngd | 51 |
2104.2003 | - - Sem innihalda fisk, krabbadýr, skeldýr eða aðra sjávar- eða aðra vatnahryggleysingja | 24 |
2104.2009 | - - Önnur | 24 |
2106 | Matvæli, ót.a.: | |
- Önnur: | ||
- - Búðingsduft: | ||
2106.9041 | - - - Í smásöluumbúðum 5 kg eða minna sem inniheldur mjólkurduft, eggjahvítu eða eggjarauðu | 67 |
2106.9048 | - - - Annað, sem inniheldur mjólkurduft, eggjahvítu eða eggjarauðu | 80 |
2106.9049 | - - - Annað, sem inniheldur hvorki mjólkurduft né eggjahvítu eða eggjarauðu | 67 |
2106.9064 | - - Með kjötinnihaldi sem að magni til er 3%, til og með 20%, miðað við þyngd | 41 |
2202 | Vatn, þar með talið ölkelduvatn og loftblandað vatn, með viðbættum sykri eða öðru sætuefni eða bragðbætt, og aðrar óáfengar drykkjarvörur, þó ekki ávaxtasafar eða matjurtasafar í nr. 2009: | |
- Annað: | ||
- - Úr mjólkurafurðum og öðrum efnisþáttum, enda séu mjólkurafurðir 75% eða meira af þyngd vörunnar án umbúða: | ||
2202.9011 | - - - Í pappaumbúðum | 41 |
2202.9012 | - - - Í einnota stálumbúðum | 41 |
2202.9013 | - - - Í einnota álumbúðum | 41 |
2202.9014 | - - - Í einnota glerílátum sem eru stærri en 500 ml | 41 |
2202.9015 | - - - Í einnota glerílátum sem eru ekki stærri en 500 ml | 41 |
2202.9016 | - - - Í einnota plastumbúðum, lituðum | 41 |
2202.9017 | - - - Í einnota plastumbúðum, ólituðum | 41 |
2202.9019 | - - - Annars | 41 |
Tollskrárnúmer sem eru tilgreind í þessum viðauka, eru í gildi á Íslandi 1. janúar 2002. Breytingar sem kunna að verða gerðar á tollskrá hafa engin áhrif á skilmála viðaukans.
Sjávarafurðir.
Vörur sem flokkast í eftirtalin tollskrárnúmer í tollskrá eiga undir gildissvið reglugerðarinnar samkvæmt 3. tölul. 2. gr. hennar og skulu vera tollfrjálsar:
ST-númer | Vörulýsing |
0208 | Annað kjöt og ætir hlutar af dýrum, nýtt, kælt eða fryst: |
-Annað: | |
úr 40 | - - Af hval |
3. kafli | Fiskur og krabbadýr, lindýr og aðrir vatna- og sjávarhryggleysingjar |
1504 | Feiti og olíur og þættir þeirra, úr fiski eða sjávarspendýrum, einnig hreinsað en ekki efnafræðilega umbreytt: |
1516 | Feiti eða olíur úr dýra- eða jurtaríkinu og þættir þeirra, hert að fullu eða að hluta, víxlesterað, enduresterað eða elaídínerað, einnig hreinsað en ekki frekar unnið: |
- Dýrafeiti og -olíur og þættir þeirra: | |
úr 10 | - - Fengið eingöngu úr fiski eða sjávarspendýrum |
1603 | Kjarnar og safar úr hvalkjöti, fiski eða krabbadýrum, lindýrum eða öðrum vatnahryggleysingjum: |
úr 00 | - Kjarnar og safar úr hvalkjöti, fiski eða krabbadýrum, lindýrum eða öðrum vatnahryggleysingjum |
1604 | Fiskur, unninn eða varinn skemmdum; styrjuhrogn og eftirlíkingar þeirra: |
1605 | Krabbadýr, lindýr og aðrir vatnahryggleysingjar, unnið eða varið skemmdum: |
2301 | Mjöl, fínmalað eða grófmalað, og kögglar, úr kjöti, hlutum úr dýrum, fiski eða krabbadýrum, lindýrum eða öðrum vatnahryggleysingjum, óhæft til manneldis; hamsar: |
- Mjöl, fín- eða grófmalað, og kögglar, úr kjöti eða hlutum úr dýrum; hamsar: | |
úr 10 | - - Hvalmjöl |
úr 20 | - Mjöl, fín- eða grófmalað, og kögglar, úr fiski eða krabbadýrum, lindýrum eða öðrum vatnahryggleysingjum: |
2309 | Framleiðsla til dýraeldis: |
- Önnur: | |
úr 90 | - - Fiskmelta |
Upprunareglur.
I. KAFLI Almenn ákvæði.
Skilgreiningar.
1. gr.
Að því er viðauka þennan varðar merkir:
1. Framleiðsla: Hvers konar aðvinnsla, þar með er talin samsetning eða sérvinnsla.
2. Efni: Hvers konar efnisþáttur, hráefni, íhluta eða hluta o. s. frv. sem notað er við framleiðslu vöru.
3. Framleiðsluvara: Vara sem er framleidd, jafnvel þótt fyrirhugað sé að nota hana við annars konar framleiðslu síðar.
4. Vara: Bæði efni og framleiðsluvörur.
5. Tollverð: Verð sem ákveðið er í samræmi við samning um framkvæmd VII. gr. hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti frá 1994 (samning Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um tollverð).
6. Verksmiðjuverð: Verð sem framleiðanda í GSP-ríki er greitt fyrir framleiðsluvöruna frá verksmiðju hafi lokaaðvinnsla vörunnar farið fram í fyrirtæki hans, að því tilskildu að í verðinu sé innifalið verðmæti alls efnis sem notað er, að frádregnum innlendum álögum sem hafa verið endurgreiddar eða endurgreiða má þegar varan sem er fengin er flutt út.
7. Verðmæti efnis: Tollverð við innflutning á efni sem notað hefur verið og er ekki upprunaefni eða, ef það er ekki þekkt og ekki verður sýnt fram á hvert það er, fyrsta verð sem sýnt er fram á að greitt hafi verið fyrir efnið í GSP-ríki.
8. Verðmæti upprunaefna: Verðmæti slíkra efna eins og skilgreint er í 7. tölul. að breyttu breytanda.
9. Kaflar og vöruliðir: Kaflar og vöruliðir (fjögurra tölustafa tákn) í nafnaskránni sem myndar samræmdu vörulýsingar- og vörunúmeraskrána; og í viðauka þessum er vísað til sem "samræmdu tollskrárinnar" eða ST.
10.Flokkun: Flokkun framleiðsluvara eða efna undir tilteknum vörulið.
11. Vörusending: Framleiðsluvörur sem eru annaðhvort sendar samtímis frá einum útflytjanda til eins viðtakanda, eða vörur sem hafðar eru á sama flutningsskjali vegna flutnings frá útflytjanda til viðtakanda eða á sama vörureikningi ef flutningsskjal er ekki fyrir hendi.
12. GSP-ríki: Þróunarríki sem á rétt á fríðindameðferð samkvæmt reglugerð þessari.
13. Upprunaskírteini: Upprunasönnun í formi upprunaskírteinis, að uppsetningu og innihaldi eins og skilgreint er á hverjum tíma.
14. Yfirlýsing á vörureikningi: Upprunasönnun í formi yfirlýsingar á vörureikningi, að innihaldi eins og skilgreint er á hverjum tíma.
15. Yfirráðasvæði: Yfirráðasvæði GSP-ríkis ásamt landhelgi þess.
II. KAFLI Skilgreining hugtaksins "upprunavörur".
Upprunaviðmiðanir.
2. gr.
Vara telst upprunnin í GSP-ríki í skilningi reglugerðar þessarar ef hún uppfyllir annað af neðangreindum skilyrðum:
1. Varan er að öllu leyti fengin í GSP-ríki samkvæmt 3. gr.
2. Varan hefur hlotið nægilega aðvinnslu í GSP-ríki samkvæmt 4. gr.
Framleiðsluvara fengin að öllu leyti.
3. gr.
Eftirtaldar vörur teljast að öllu leyti fengnar í GSP-ríki í skilningi 1. tölul. 2. gr.:
1. Jarðefni unnin úr jörðu þess eða úr hafsbotni þess.
2. Vörur úr jurtaríkinu sem þar eru ræktaðar.
3. Lifandi dýr sem þar eru borin og alin.
4. Afurðir lifandi dýra sem þar eru alin.
5. Veiðibráð og fiskafurðir sem aflað er með veiðum þar.
6. Sjávarafurðir og aðrar afurðir teknar úr sjó utan landhelgi viðkomandi lands af skipum þess.
7. Vörur framleiddar um borð í verksmiðjuskipum þess, eingöngu úr afurðum sem getið er í 6. tölul.
8. Notaðar vörur sem þar er safnað og eingöngu er unnt að nota til að vinna hráefni úr.
9. Úrgangur og rusl sem til fellur vegna framleiðslustarfsemi þar.
10. Vörur unnar úr yfirborðslögum hafsbotnsins utan landhelgi viðkomandi ríkis, að því tilskildu að það hafi einkarétt á að vinna úr þessum lögum.
11. Vörur sem þar eru framleiddar eingöngu úr þeim framleiðsluvörum sem tilgreindar eru í 1.-10. tölul.
Orðin skip og verksmiðjuskip í 6. og 7. tölul. 1. mgr. gilda aðeins um skip og verksmiðjuskip sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
1. Eru skráð eða skrásett í viðkomandi ríki.
2. Sigla undir fána viðkomandi ríkis.
3. Eru að minnsta kosti 50 af hundraði í eign ríkisborgara viðkomandi ríkis eða í eign fyrirtækis sem hefur aðalstöðvar í ríkinu enda sé framkvæmdastjóri eða framkvæmdastjórar þess, stjórnarformaður eða formaður umsjónarnefndar og meirihluti stjórnarnefndarmanna eða umsjónarnefndarmanna ríkisborgarar landsins; auk þess sem að minnsta kosti helmingur höfuðstóls sé í eigu þessa ríkis eða opinberra stofnana eða ríkisborgara þess ef um er að ræða sameignarfélög eða hlutafélög.
4. Skipstjóri og yfirmenn séu ríkisborgarar viðkomandi ríkis.
5. Að minnsta kosti 75 af hundraði áhafnarinnar séu ríkisborgarar viðkomandi ríkis.
Skip, þ.m.t. verksmiðjuskip sem vinna afla um borð úti á hafi, teljast hluti af yfirráðasvæði viðkomandi GSP-ríkis, enda séu skilyrði 2. mgr. uppfyllt.
Framleiðsluvörur sem hlotið hafa nægilega aðvinnslu.
4. gr.
Að því er varðar 2. gr. skulu framleiðsluvörur sem ekki eru fengnar að öllu leyti í GSP-ríki teljast hafa hlotið nægilega aðvinnslu hafi skilyrðum samkvæmt aðvinnslureglum í II. viðbæti við bókun 4 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið verið fullnægt. Aðvinnslureglur þessar kveða á um aðvinnslu efna sem eru ekki upprunaefni og eru notuð við framleiðslu þeirra vara sem reglugerð þessi tekur til og gilda þær einungis um slík efni. Af þeim sökum þarf framleiðsluvara sem telst upprunavara vegna þess að skilyrðum sem sett eru í lista um hana er fullnægt, og er notuð við framleiðslu annarrar vöru, ekki að fullnægja skilyrðum sem gilda um vöruna sem hún er sett saman við, og skal ekki taka tillit til þess að efnin sem notuð eru við framleiðslu hennar eru ekki upprunaefni.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skal efni sem ekki telst upprunaefni ekki notað við framleiðslu þessarar vöru, samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru í lista um hana, nema því aðeins að:
1. Heildarverðmæti þeirra sé ekki meira en 10 af hundraði af verksmiðjuverði framleiðsluvörunnar.
2. Ekki sé farið fram úr einni eða fleiri hundraðshlutatölum af því hámarksverðmæti sem gefið er upp fyrir efni sem ekki teljast upprunaefni og fram koma í listanum, vegna beitingar þessarar málsgreinar.
Ákvæði 3. mgr. gildir ekki um framleiðsluvörur sem teljast til 50.– 63. kafla í samræmdu tollskránni.
Ákvæði þessarar greinar gilda nema að því leyti sem kveðið er á um í 5. gr.
Ófullnægjandi aðvinnsla.
5. gr.
Eftirfarandi aðgerðir teljast ófullnægjandi aðvinnsla sem ekki veitir upprunaréttindi óháð því hvort kröfum 4. gr. hefur verið fullnægt:
1. Aðgerð til að tryggja að framleiðsluvörur haldist óskemmdar meðan á flutningi og geymslu stendur (viðrun, breiðsla, þurrkun, kæling, pækilsöltun, niðurlagning í brennisteinsvatn eða aðrar vatnsupplausnir, fjarlæging skemmdra hluta og sambærilegar aðgerðir).
2. Einfaldar aðgerðir til að rykhreinsa, sigta eða sálda, sundurgreina, flokka, velja saman (þar á meðal að útbúa hluti í samstæður), þvo, mála eða hluta í sundur.
3. Skipti á umbúðum, svo og uppskipting og sameining, einföld setning á flöskur, glös, í poka, kassa, öskjur, á spjöld eða töflur o.s.frv. og allar aðrar einfaldar pökkunaraðgerðir.
4. Festing merkja, miða eða annarra slíkra auðkenna á framleiðsluvörur eða umbúðir þeirra.
5. Einföld blöndun framleiðsluvara, hvort sem um er að ræða ólíkar vörur eða ekki, þar sem einn eða fleiri íhlutar blöndunnar fullnægja ekki skilyrðum þeim um uppruna sem sett eru í viðauka þessum.
6. Einföld samsetning vöruhluta þannig að úr verði fullgerð framleiðsluvara.
7. Sameining tveggja eða fleiri aðgerða sem tilgreindar eru í 1.-6. tölul.
8. Slátrun dýra.
Skilgreiningareining.
6. gr.
Skilgreiningareining vegna beitingar ákvæða þessa viðauka er sú framleiðsluvara sem telst grunneining við flokkun samkvæmt nafnaskrá samræmdu tollskrárinnar.
Af þessu leiðir eftirfarandi:
1. Þegar framleiðsluvara sem er sett saman úr mörgum hlutum og flokkuð í samræmdu tollskránni í einn og sama vörulið, telst heildin vera ein skilgreiningareining;
2. Þegar í vörusendingu eru margar framleiðsluvörur af sama tagi sem flokkaðar eru í sama vörulið í samræmdu tollskránni, skal hver einstök framleiðsluvara tekin fyrir þegar ákvæðum þessa viðauka er beitt.
Þegar umbúðir eru samkvæmt 5. almennu reglu samræmdu tollskrárinnar taldar hluti framleiðsluvöru við flokkun skal telja þær með við ákvörðun uppruna.
Fylgihlutir, varahlutir og verkfæri.
7. gr.
Fylgihluti, varahluti og verkfæri, sem send eru með búnaði, vél, tæki eða ökutæki og teljast eðlilegur búnaður og eru innifalin í verðinu eða eru ekki á sérstökum vörureikningi, skal skoða sem hluta af viðkomandi búnaði, vél, tæki eða ökutæki.
Samstæður.
8. gr.
Samstæður, sem skilgreindar eru í 3. almennu reglu samræmdu tollskrárinnar, skulu skoðast sem upprunavörur þegar allir vöruíhlutar eru upprunavörur. Þó skal samstæða, sem er samsett bæði af upprunavörum og vörum sem eru ekki upprunavörur, teljast í heild upprunavara, að því tilskildu að verðmæti þeirra vara sem eru ekki upprunavörur, sé ekki meira en 15 af hundraði af verksmiðjuverði samstæðunnar.
Atriði sem hafa ekki áhrif.
9. gr.
Þegar ákvarða skal uppruna framleiðsluvöru er ekki nauðsynlegt að ákvarða uppruna eftirfarandi, þótt notað hafi verið við framleiðslu vörunnar:
1. Orka og eldsneyti.
2. Verksmiðja og búnaður.
3. Vélar og verkfæri.
4. Vörur sem ekki mynda og ekki var ætlað að mynda efnisþátt í framleiðsluvörunni fullgerðri.
III. KAFLI Skilyrði varðandi yfirráðasvæði.
Meginregla um yfirráðasvæði.
10. gr.
Fullnægja verður skilyrðum í 2. gr. um öflun upprunaréttinda óslitið í GSP-ríki. Leiði ekki annað af ákvæði 11. gr., telst öflun upprunaréttinda ekki óslitin ef vörur sem hlotið hafa aðvinnslu í GSP-ríki, hafa verið fluttar af yfirráðasvæði viðkomandi ríkis.
Endurinnflutningur vara.
11. gr.
Upprunavörur, sem fluttar eru út frá GSP-ríki og síðar fluttar inn á ný, teljast hafa glatað rétti til að teljast upprunavörur. Þetta á þó ekki við ef sýnt er fram á með fullnægjandi hætti að mati íslenskra tollyfirvalda eða þar til bærra yfirvalda í viðkomandi GSP-ríki að endurinnfluttar vörur séu hinar sömu og fluttar voru úr landi.
Beinn flutningur.
12. gr.
Það er skilyrði fríðindameðferðar samkvæmt reglugerð þessari að vörur, sem teljast upprunnar í GSP-ríki skv. 1. tölul. 2. gr., hafi verið fluttar beint frá viðkomandi GSP-ríki til Íslands.
Eftirtalið telst beinn flutningur í skilningi 1. mgr.:
1. Flutningur vöru án þess að hún fari um yfirráðasvæði annars ríkis.
2. Flutningur vörusendingar um yfirráðasvæði annars ríkis, eftir atvikum með umhleðslu eða tímabundinni geymslu á slíku yfirráðasvæði, að því tilskildu að vörusending hafi verið undir eftirliti tollyfirvalda í viðkomandi umflutnings- eða geymslulandi og að ekki hafi farið fram aðrar aðgerðir þar en hleðsla, afhleðsla eða aðrar aðgerðir sem eingöngu er ætlað að varðveita ástand vörusendingar.
Sannanir um að skilyrðunum sem um getur í 2. tölul. 2. mgr. hafi verið fullnægt skulu lagðar fram fyrir tollyfirvöld innflutningslandsins með einni af eftirtöldum sönnunum:
1. Einföldu flutningsskjali fyrir flutning frá viðkomandi GSP-ríki um umflutningslandið.
2. Skírteini, sem tollyfirvöld umflutningslandsins gefa út, þar sem fram kemur:
a. Nákvæm lýsing á framleiðsluvörunni.
b. Dagsetningar affermingar og endurfermingar og þar sem við á, heiti hlutaðeigandi skipa eða annars flutningsmáta.
c. Við hvaða aðstæður framleiðsluvaran var geymd í umflutningslandinu; eða
3. Að öðrum kosti hvers konar skjöl sem færa sönnur á þetta.
Sýningar.
13. gr.
Framleiðsluvörur sem sendar eru frá GSP-ríki á vörusýningu í þriðja landi og fluttar eru til Íslands eftir sýninguna, skulu við innflutninginn teljast upprunnar í viðkomandi GSP-ríki, að því tilskildu að sýnt sé fram á eftirfarandi atriði með fullnægjandi hætti að mati tollyfirvalda:
1. Að útflytjandi hafi sent þessar framleiðsluvörur beint frá viðkomandi GSP-ríki til landsins þar sem sýningin er haldin og sýnt þær þar.
2. Að sá útflytjandi hafi selt framleiðsluvörurnar eða ráðstafað þeim með öðrum hætti til viðtakanda á Íslandi.
3. Að framleiðsluvörurnar hafi verið sendar á meðan á sýningunni stóð eða strax eftir hana í því ástandi sem þær voru í þegar þær voru sendar til sýningar.
4. Að framleiðsluvörurnar hafi ekki frá því að þær voru sendar til sýningar verið notaðar í öðru skyni en til sýningar á sýningunni.
Sönnun á uppruna skal leggja fram hjá íslenskum tollyfirvöldum með venjulegum hætti. Þar skal tilgreint nafn sýningarinnar og sýningarstaður. Ef nauðsyn ber til má krefjast sérstakra skjalfestra viðbótarsönnunargagna um eðli framleiðsluvaranna og aðstæður við sýningu þeirra.
Ákvæði þessarar greinar skulu taka til allra vöru-, iðn-, landbúnaðar- eða handverkssýninga, kaupstefna eða áþekkra opinberra sýninga sem eru ekki skipulagðar í eiginhagsmunaskyni í sölubúðum eða verslunarhúsnæði með það fyrir augum að selja erlendar vörur, enda séu framleiðsluvörurnar undir tolleftirliti meðan á sýningu stendur.
IV. KAFLI Sönnun á uppruna.
Almennar kröfur.
14. gr.
Staðfesta skal að framleiðsluvara sé upprunnin í GSP-ríki við innflutning til Íslands með framlagningu:
1. Upprunaskírteinis, samkvæmt ákvæðum þessa kafla og samkvæmt fyrirmynd í VI. kafla, útgefnu af útflytjanda í GSP-ríki.
2. Yfirlýsingu útflytjanda í GSP-ríki á vörureikningi, í samræmi við ákvæði þessa kafla og samkvæmt fyrirmynd í VII. kafla, að því tilskildu að verðmæti upprunavöru í sendingu sé ekki meira en 250.000 kr.
Útgáfa upprunaskírteinis.
15. gr.
Upprunaskírteini, á ensku eða frönsku, skal gefið út af þar til bærum yfirvöldum í GSP-ríki að undangenginni umsókn útflytjanda.
Útflytjandi sem sækir um útgáfu upprunaskírteinis skal vera reiðubúinn að leggja fram hvenær sem er, að beiðni þar til bærra yfirvalda í viðkomandi GSP-ríki, öll tilheyrandi skjöl sem votta að viðkomandi framleiðsluvara sé upprunavara og að öllum öðrum kröfum sem settar eru fram í viðauka þessum sé fullnægt.
Umsókn um útgáfu upprunaskírteinis skal fylla út á ensku eða frönsku. Ef hún er handskrifuð skal hún útfyllt með bleki og með prentstöfum. Gefa verður vörulýsinguna í reitnum sem er ætlaður til þess án þess að skilja eftir auðar línur. Ef reitur er ekki notaður að fullu skal draga lárétta línu neðan við lýsinguna og strika yfir ónýtta svæðið.
Yfirvöld sem gefa út upprunaskírteini skulu grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að staðfesta að viðkomandi framleiðsluvörur séu upprunavörur og að öðrum kröfum þessa viðauka hafi verið fullnægt. Þau hafa í þessu tilliti rétt til að krefjast hvers konar sannana og athuga bókhald útflytjandans eða viðhafa annars konar eftirlit sem þau álíta nauðsynlegt.
Útgáfudagur upprunaskírteinis skal koma fram á skírteininu.
Upprunaskírteini gefið út eftir á.
16. gr.
Þar til bærum yfirvöldum í viðkomandi GSP-ríki er í undantekningartilvikum heimilt að gefa upprunaskírteini út eftir að útflutningur framleiðsluvörunnar hefur átt sér stað. Skilyrði slíkrar útgáfu eru eftirfarandi:
1. Að skírteinið hafi ekki verið gefið út þegar útflutningurinn átti sér stað vegna mistaka eða yfirsjóna eða sérstakra kringumstæðna; eða
2. Að sýnt sé fram á það á fullnægjandi hátt að mati yfirvalda að upprunaskírteinið hafi verið gefið út en ekki viðurkennt við innflutning af tæknilegum ástæðum.
Við framkvæmd 1. mgr. verður útflytjandinn að taka fram í umsókninni hvar og hvenær útflutningur framleiðsluvöru, sem upprunaskírteinið á við um, á sér stað og taka fram ástæður fyrir beiðninni.
Yfirvöldum er einungis heimilt að gefa upprunaskírteinið út eftir á þegar gengið hefur verið úr skugga um að upplýsingarnar sem fram koma í umsókn útflytjandans séu samhljóða þeim sem viðkomandi gögn hafa að geyma.
Upprunaskírteini sem eru gefin út eftir á verða að vera árituð með annarri af eftirfarandi setningum: "ISSUED RETROSPECTIVELY" (ensk útgáfa) eða "DELIVRÉ À POSTERIORI" (frönsk útgáfa) í athugasemdareit upprunaskírteinisins.
Útgáfa á eftirriti af upprunaskírteininu.
17. gr.
Hafi upprunaskírteini verið stolið, það glatast eða eyðilagst getur útflytjandinn sótt um til þeirra tollyfirvalda sem gáfu það út, að fá eftirrit gert á grundvelli útflutningsskjala sem eru í þeirra vörslu.
Eftirrit sem er gefið út á þennan hátt verður að vera áritað með annaðhvort "DUPLICATE" (ensk útgáfa) eða "DUPLICATA" (frönsk útgáfa). Áritunin skal færð í athugasemdareit eftirrits upprunaskírteinisins.
Eftirritið skal vera með sömu útgáfudagsetningu og upphaflega upprunaskírteinið og gilda frá og með þeim degi.
Yfirlýsing á vörureikningi.
18. gr.
Útflytjanda vöru sem upprunnin er í GSP-ríki er heimilt, að uppfylltum skilyrðum þessarar greinar, að staðfesta uppruna vörunnar án upprunaskírteinis með því að lýsa því yfir á vörureikningi að varan sé upprunnin í viðkomandi ríki. Yfirlýsing á vörureikningi skal vera á ensku eða frönsku.
Skilyrði staðfestingar á uppruna með yfirlýsingu á vörureikningi, sbr. 1. mgr. er að verksmiðjuverð vörunnar sé ekki meira en 250.000 kr.
Sé þess farið á leit er útflytjanda sem gefur út yfirlýsingu á vörureikningi skylt að láta íslenskum tollyfirvöldum eða þar til bærum yfirvöldum í útflutningslandinu í té öll gögn sem staðfesta uppruna vöru.
Útflytjandi sem gefur út yfirlýsingu á vörureikningi skal vera reiðubúinn að leggja fram hvenær sem er, að beiðni íslenskra tollyfirvalda eða þar til bærra yfirvalda í útflutningslandinu, öll tilheyrandi skjöl sem sanna upprunaréttindi viðkomandi vara og að öðrum kröfum sem gerðar eru í viðauka þessum hafi verið fullnægt.
Yfirlýsing á vörureikningi skal gefin út með þeim hætti að útflytjandi vélritar, stimplar eða prentar á vörureikninginn, afhendingarseðilinn eða annað viðskiptaskjal yfirlýsingu með þeim texta sem fram kemur í VII. kafla. Yfirlýsinguna má einnig handskrifa og þá skal skrifa með bleki og með prentstöfum.
Yfirlýsing á vörureikningi skal vera með upprunalegri eiginhandarundirskrift útflytjandans.
Ákvæði reglugerðar þessarar varðandi útgáfu, notkun og sannprófun á upprunaskírteinum skulu gilda með samsvarandi hætti um yfirlýsingar sem gefnar eru á vörureikningi.
Gildistími sönnunar á uppruna.
19. gr.
Sönnun á uppruna skal gilda í tíu mánuði frá útgáfudegi í viðkomandi GSP-ríki og verður að leggja sönnunina fram innan þess tíma hjá íslenskum tollyfirvöldum.
Tollyfirvöldum er heimilt að taka gilda sönnun á uppruna sem lögð er fram eftir að frestur sem tilgreindur er í 1. mgr. er útrunninn og á grundvelli þeirrar sönnunar heimila fríðindameðferð samkvæmt reglugerð þessari, ef ekki hefur verið mögulegt að leggja fram umrædd skjöl fyrir lok frestsins vegna sérstakra aðstæðna. Sama gildir ef framleiðsluvörunum hefur verið framvísað hjá íslenskum tollyfirvöldum fyrir lok frestsins en skjöl til sönnunar á uppruna eru lögð fram eftir lok frestsins.
Sönnun á uppruna lögð fram.
20. gr.
Við innflutning til Íslands skal leggja fram upprunaskírteini eða yfirlýsingu á vörureikningi hjá tollyfirvöldum. Tollyfirvöld geta krafist þýðingar á sönnun á uppruna og einnig þess að aðflutningsskýrslunni fylgi greinargerð frá innflytjanda þess efnis að framleiðsluvörurnar fullnægi þeim skilyrðum sem nauðsynleg teljast vegna framkvæmdar þessarar reglugerðar.
Innflutningur í áföngum.
21. gr.
Þegar sundurteknar eða ósamsettar framleiðsluvörur, í skilningi a-liðar 2. mgr. í hinum almennu reglum samræmdu tollskrárinnar, sem heyra undir XVI. og XVII. flokk eða vöruliði 7308 og 9406 í samræmdu tollskránni, eru að beiðni innflytjanda og með þeim skilyrðum sem sett eru af tollyfirvöldum, fluttar inn í áföngum skal leggja fram eina sönnun á uppruna fyrir þær vörur hjá tollyfirvöldum þegar fyrsti hlutinn er fluttur inn.
Undanþágur frá formlegum sönnunum á uppruna.
22. gr.
Framleiðsluvörur sem eru sendar sem smábögglar frá einstaklingi til einstaklings, eða eru í einkafarangri ferðamanna, skulu taldar upprunavörur án þess að framvísa þurfi sönnun á uppruna, að því tilskildu að vörurnar hafi ekki verið fluttar inn á viðskiptagrundvelli og að lýst hafi verið yfir að þær uppfylli kröfur þessa viðauka og enginn vafi leiki á um sannleiksgildi slíkrar yfirlýsingar. Heildarverðmæti slíkra framleiðsluvara má þó ekki vera meira en 20.000 kr. ef um litla pakka er að ræða og 50.000 kr. ef um er að ræða framleiðsluvörur í einkafarangri ferðamanna.
Ósamræmi og villur í framsetningu.
23. gr.
Uppgötvist lítils háttar ósamræmi milli staðhæfinga um sönnun á uppruna og þeirra sem fram koma á skjölum sem afhent voru tollyfirvöldum vegna formsatriða, sem fullnægja þurfti fyrir innflutning á framleiðsluvörum, skal það ekki verða sjálfkrafa til þess að sönnun á uppruna teljist ógild ef fram koma óyggjandi sannanir fyrir því að þetta skjal svari til þeirra framleiðsluvara sem um ræðir.
Augljósar villur í framsetningu eins og vélritunarvillur á skjali til sönnunar á uppruna skulu ekki leiða til þess að skjalinu sé hafnað ef villurnar eru þess eðlis að enginn vafi leikur á að staðhæfingar í skjalinu séu réttar.
V. KAFLI Samvinna yfirvalda.
Tilkynning um þar til bær yfirvöld.
24. gr.
GSP-ríki, sem hyggst notfæra sér rétt sinn til tollfríðinda samkvæmt reglugerð þessari, skal tryggja eftir því sem unnt er að ákvæðum þessa viðauka verði fylgt, m.a. að því er varðar reglur um uppruna vöru, útgáfu upprunaskírteinis og útgáfu yfirlýsinga á vörureikningi.
GSP-ríki skal tilkynna íslenskum tollyfirvöldum um heiti og heimilisfang þeirra yfirvalda sem eru bær til að gefa út upprunaskírteini og sem bera ábyrgð á sannprófunum á upprunaskírteinum og yfirlýsingum á vörureikningi. Jafnframt skal það senda íslenskum tollyfirvöldum sýnishorn stimpla sem notaðir eru við útgáfu upprunaskírteina.
Sannprófun á uppruna.
25. gr.
GSP-ríki skal aðstoða íslensk tollyfirvöld við að sannreyna áreiðanleika upprunaskírteina og yfirlýsinga á vörureikningi og þeirra upplýsinga sem fram koma í þeim skjölum.
Eftir á sannprófun á uppruna skal framkvæmd með slembiathugun eða hvenær sem íslensk tollyfirvöld hafa rökstudda ástæðu til að draga í efa áreiðanleika slíkra skjala, upprunaréttindi viðkomandi framleiðsluvara eða að öðrum kröfum þessa viðauka hafi verið fullnægt.
Íslensk tollyfirvöld skulu, telji þau ástæðu til, senda upprunaskírteini eða yfirlýsingu á vörureikningi, eða afrit af þessum skjölum, til þar til bærra yfirvalda í viðkomandi GSP-ríki með beiðni um sannprófun á uppruna. Tilgreina skal, þar sem það á við, efnislegar eða formlegar ástæður fyrir því að fyrirspurnin er gerð. Til stuðnings beiðni um sannprófun eftir á skulu tollyfirvöld senda hvers konar skjöl og upplýsingar sem aflað hefur verið og benda til þess að upplýsingar gefnar til sönnunar á uppruna séu rangar.
Sannprófunin skal framkvæmd af þar til bærum yfirvöldum í útflutningslandinu. Þau mega vegna hennar biðja um hvers konar sannanir og framkvæma hverja þá skoðun á bókhaldi útflytjanda eða viðhafa annað eftirlit sem þau telja nauðsynlegt.
Tilkynna skal íslenskum tollyfirvöldum sem fara fram á sannprófunina um niðurstöður hennar eins fljótt og unnt er.
VI. KAFLI
Upprunaskírteini, form A og umsókn um upprunaskírteini, form A.
Fyrirmæli um prentun.
26. gr.
Hvert eyðublað skal vera með sama sniði og sýnishorn af eyðublaði sem sýnt er í viðauka þessum. Hvert eyðublað skal vera 210 x 297 mm að stærð; leyfileg frávik eru frá mínus 5 mm og upp í plús 8 mm. Pappír sá sem notaður er skal vera hvítur skrifpappír, límvatnsborinn, sem inniheldur ekki vélunninn trémassa og vegur minnst 25 g miðað við fermetra. Hann skal búinn grænu prentuðu bakgrunnsmynstri sem gerir allar falsanir með vélrænum eða kemískum hætti augljósar.
Opinber yfirvöld í GSP-ríki geta áskilið sér að annast prentun skírteinanna eða falið hana prentsmiðjum sem viðurkenndar eru af þeim. Í því tilviki skal vísað til viðurkenningarinnar á hverju skírteini. Á hvert skírteini skal vera skráð nafn og heimilisfang prentsmiðjunnar eða tákn sem gefur til kynna hver hún er. Skírteinið skal ennfremur bera raðnúmer, prentað eða ritað á annan hátt, sem auðkenni það.
VII. KAFLI Yfirlýsing á vörureikningi.
Enskur og franskur texti.
27. gr.
Yfirlýsing á vörureikningi, sbr. 18. gr. viðauka þessa, skal gerð í samræmi við textann hér að neðan.
Enskur texti:
The exporter of the products covered by this document declares that, except where otherwise clearly indicated, these products are of..............................preferential origin according to the rules of origin of the Icelandic Generalized System of Preferences.
_______________________________(1)
Staður og dagsetning
_______________________________
Undirskrift útflytjanda; auk þess þarf
nafn þess sem undirritar yfirlýsinguna
að koma fram með skýrum stöfum
Franskur texti:
L'exportateur des produits couverts par le présent document déclare que, sauf indication claire du contraire, ces produits ont l'origine préférentielle..............................au sens des règles d'origine du Système des préférences tarifaires generalisées d'Islande.
_________________________________(1)
Staður og dagsetning
_________________________________
Undirskrift útflytjanda; auk þess þarf nafn
þess sem undirritar yfirlýsinguna að koma
fram með skýrum stöfum.
__________________________________________
(1) Ekki er þörf á að taka þetta sérstaklega fram ef upplýsingarnar koma fram á skjalinu sjálfu.
VIII. KAFLI
Skrá yfir tilskilda aðvinnslu efna sem ekki teljast upprunaefni til að
framleiðsluvara öðlist upprunaréttindi.
Aðvinnsla efna og aðvinnsluskrá.
28. gr.
Um tilskilda aðvinnslu efna, sem ekki teljast upprunaefni, gildir aðvinnsluskráin í viðbæti II við viðauka 4 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, ásamt skýringum í viðbæti I við sama viðauka, að teknu tilliti til breytinga sem leiddu af breytingu samræmdu tollskrárinnar þann 1. janúar 2002, sbr. auglýsingu í A-deild Stjórnartíðinda, nr. 126/2001.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.