Prentað þann 23. des. 2024
116/1952
Reglugerð um sölu áfengis til lækninga
Efnisyfirlit
- 1. gr. Áfengi til lyfja og áfengislyf.
- 2. gr. Lyfsalar afla sér áfengis til lyfja, svo og áfengislyfja, hjá Áfengisverzlun ríkisins.
- 3. gr. Læknar, sem rétt hafa til lyfjasölu, afla sér áfengis til lyfja, svo og áfengislyfja hjá Áfengisverzlun ríkisins. Að hve miklu leyti þeim er heimilit að afla sér áfengislyfja hjá lyfsölum.
- 4. gr. Lyfsölum skammtað áfengi.
- 5. gr. Læknum, sem rétt hafa til lyfjasölu, skammtað áfengi.
- 6. gr. Áfengislyfjasala og lækna, sem hafa rétt til lyfjasölu.
- 7. gr. Hver áfengislyf eru hæf og hver óhæf til nautnar.
- 8.gr. Um afgreiðslu áfengislyfja, sem óhæf eru til nautnar og um ávísanir lækna á slík lyf.
- 9.gr. Um afgreiðslu lyfja, sem hæf eru til nautnar og um ávísanir lækna á slík lyf.
- 10.gr. Sérstakt leyfi lækna til að ávísa áfengislyfjum, sem hæf eru til nautnar.
- 11.gr. Heimild lyfsala til að láta úti áfengislyf til lyfjabúða þeirra lækna, sem rétt hafa til lyfjasölu, sjúkrahúsa, í læyfjaskrín skipa og til ljósmæðra.
- 12.gr. Áfengislyf tannlækna.
- 13.gr. Áfengislyf til dýralækna.
- 14.gr. Heimild lækna, sem ekki hafa lyfsöluleyfi, til að afla sér áfengis til annarrar notkunar en lækninga.
- 15.gr. Áfengisbækur lyfjabúða.
- 16.gr. Refsiákvæði.
- 17.gr. Málarekstur.
- 18.gr. Hvenær reglugerðin öðlast gildi.
1. gr. Áfengi til lyfja og áfengislyf.
Áfengi er, samkvæmt reglugerð þessari, vínandi (aethylalkóhól) óblandaður og blandaður öðrum efnum í hvers konar þynningum, ef styrkleiki hans nemur meiru en 2 1/4% að rúmmáli.
Áfengi til lyfja eru þær tegundir vínanda, sem greindar eru í gildandi lyfjaskrá. Þ. e. Alcohol absoluts, Ph. D., Spiritus alcoholisatus, Ph. D., Spiritus concentratus, Ph. D., og Spiritus dilutus, Ph. D.
Áfengislyf eru hvers konar blöndur, sem hafa inni að halda vínanda eða vín,ef styrkleiki blöndunnar nemur meiru en 21/4% af vínanda að rúmmáli. Þegar áfengi til lyfja er látið útí úr lyfjabúð áblandað öðrum efnum, telst það og áfengislyf.
Lyfsölum og læknum, sem rétt hafa til lyfjasölu, er óheimilt að hafa í lyfjabúðum sínum, selja eða láta á annan hátt af hendi annað áfengi en það, sem telst áfengi til lyfja eða áfengislyf samkvæmt þessari grein, og hafa þeit aflað sér á þann hátt, sem fyrir er mælt í 2. og 3. gr.
2. gr. Lyfsalar afla sér áfengis til lyfja, svo og áfengislyfja, hjá Áfengisverzlun ríkisins.
Lyfsalar skulu afla sér áfengis til lyfja, svo og áfengislyfja, hjá Áfengisverzlun ríkisins, og er óheimlt að afla sér slíks á annan hátt. Lyfsölum er þannig óheimilt að flytja sjálfir inn í landið hvers konar áfengi og áfengisefni, og þó að lyf séu, ef styrkleikinn nemur meiru en 2 1/4% af vínanda að rúmmáli.
Nú þarf lyfsali að afla sér áfengislyf yfir 2 1/4% að styrkleika, sem tilbúið er erlendis og ekki fyrirliggjandi hjá Áfengisverzlun ríkisins, og getur Áfengisverzlunin heimilað honum að panta slík lyf erlendis frá, ef það er óhæft til nautnar samkvæmt ákvæðum 1., 3., 5. og 6. töluliðs 7. greinar, en ætíð skal hinn erlendi seljandi senda slíkt lyf Áfengisverzlun ríkisins, ef þess er krafist, og stendur hún skil á því til viðkomandi lyfsala, enda komi innflutningurinn ekki í bága við gildandi lagafyrirmæli og sé á engan hátt tortryggilegur. En ef svo er, að dómi landlæknis, verður lyfið endursent á kostnað viðkomandi lyfsala.
Er tollgæzlumaður athugar erlendar vörusendingar til lyfsala, skal lyfsali aðstoða hann á allan hátt við eftirlitið, og þar á meðal við að taka sýnishorn af lyfjum til rannsóknar á því skyni að leiða í ljós, hvort um áfengislyf sé að ræða, og skal lyfsali láta honum ókeypis í té ílát og umbúðir um sýnishornin.
3. gr. Læknar, sem rétt hafa til lyfjasölu, afla sér áfengis til lyfja, svo og áfengislyfja hjá Áfengisverzlun ríkisins. Að hve miklu leyti þeim er heimilit að afla sér áfengislyfja hjá lyfsölum.
Læknar, sem rétt hafa til lyfjasölu, afla sér áfengis til lyfja, svo og áfengislyfja, hjá Áfengisverzlun ríkisins. Þó er þeim heimilt (sbr. 11. gr.) að afla sér þeirra áfengislyfja hjá lyfsölum, sem meiri fyrirhöfn, útbúnað eða kunnáttu þarf til að gera, en að það sé á færi lækna.
4. gr. Lyfsölum skammtað áfengi.
Áfengisverzlun ríkisins skammtar lyfsölum hæfilegt magn áfengis til lyfja, svo og áfengislyf í samráði við landlækni. Lyfsali skal senda Áfengisverzluninni mánaðarlegar skýrslur á þar til gerðum eyðublöðum, er Áfengisverzlunin lætur í té og gerð eru eftir fyrirmælum landlæknis, um áfengisnotkun lyfjabúðar samkvæmt áfengisbók (eyðslubók), sbr. 15. gr.
5. gr. Læknum, sem rétt hafa til lyfjasölu, skammtað áfengi.
Áfengisverzlun ríkisins skammtar læknum, sem rétta hafa til lyfjasölu, áfengi til lyfja, svo og áfengislyf, í samráði við landlækni (sbr. 4. gr.). Læknar, sem rétt hafa til lyfjasölu, skulu senda Áfengisverzlunni árlega skýrslu um áfengisnotkun og skal þar á meðal annars gerð fullnægjandi grein fyrir þeim áfengislyfjum, sem aflað hefur verið hjá lyfsölum samkvæmt 3. og 11. gr. Skýrslunni skal og fylgja afrit af skrá þeirri, er haldin hefur verið yfir útlát áfengislyfja, sem hæf eru til nautnar samkvæmt 7. gr. (sbr. síðustu málsgrein 10. greinar).
6. gr. Áfengislyfjasala og lækna, sem hafa rétt til lyfjasölu.
Til hvers læknar mega ávísa áfengislyfjum.
Lyfsölum og læknum, sem rétt hafa til lyfjasölu, er óheimilt að selja eða láta á annan hátt úti áfengi, sem þeir hafa aflað sér til lyfja, eða áfengislyf, til neins annars en lækninga, sjúkdómsrannsókna eða annarrar lækningastarfsemi, og gildir þetta jafnt um öll áfengislyf, hvort sem þau eru hæf eða óhæf til nautnar, samkvæmt ákvæðum 7. gr.
Lysölum og læknum, sem rétt hafa til lyfjasölu, er ekki eingöngu heimilt heldur skylt að neita að láta úti áfengi eða áfengislyf til fólks, sem vitað er eða sérstaklega tortryggilegt er um, að muni nota það til nautnar. Þeir skulu og aldrei láta úti neins konar áfengislyf í stærri skömmtum eða tíðari en svo, að svari til þess, að þau verði notuð á tilætlaðan hátt. Nær þetta hvort tveggja einnig til suðuvínanda, ilmvatna og hvers konar annarra iðnaðaráfengisefna, sem lyfsalar og læknar, sem hafa rétt til lyfjasölu, kunna að hafa útsölu á.
Enginn læknir má ávísa, sjálfum sér eða öðrum, nokkurs konar áfengi eða áfengislyfjum úr lyfjabúð nema í samræmi við fyrirmæli 1. og 2. málsgreinar þessarar greinar.
7. gr. Hver áfengislyf eru hæf og hver óhæf til nautnar.
Áfengi til lyfja (sbr. 1. gr.), óblandað öðrum efnum, skal teljast hæft til nautnar. Áfengislyf skulu teljast hæf til nautnar, nema þau séu talin óhæf til nautnar samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
Óhæf til nautnar teljast:
1. Áfengislyf, sem í er 8,6% eða minna af vínanda (Alcohol absolutus Ph. D. =9% Spiritus alcoholisatus Ph. D. = 10% Spiritus concentratus Ph. D. = 14% Spiritus dilutus Ph. D. ) miðað við þyngd, enda sé vínandinn aukaefni lyfsins og engan veginn aðal verkandi efni þess.
2. Áfengislyf, án tillits til styrkleika, ef vínandinn er aukaefni lyfsins og engan veginn aðal verkandi efni þess og ekki er meira látið úti af því einu en 25 g án lyfseðils eða 50 g eftir lyfseðli. Hér undir heyrir Aether spirituosus Ph. D. og allir dropar (tincturae), enda séu engin verkandi efni þeirra undan felld og ekki er um að ræða áfengislyf, sbr. 3. tölulið 7. gr., svo allir fyllilega tilsvarandi dropar. Hins vegar heyra hér ekki undir nein þau áfengislyf, sem vitanlega eru aðllega notuð til nautnat eða til að krydda drykkjarföng, svo sem Tinctura Absinnthii composita K. A. ´22 o. s. frv.
Ef blandað er saman fleiri áfengislyfjum en einu, mega þau samtals ekki nema meiri þunga en hér er greint ( 25 g til 50 g ), enda sé blandan ekki óhæf til nautnar samkvæmt einhverjum öðrum tölulið þessarar greinar.
Eftirfarandi áfengislyf skulu talin óhæf til nautnar án tillits til magns þess, sem úti er látið:
Tinctura arnicae Ph. D. ´33
- aromatica Ph. D.
- asae foetidae Ph. D. ´07.
- benzoes Ph. D.
Tinctura capsici Ph. D.
- cascarillae Ph. D.´33
- chinae Ph. D. ´07
- cinchonae camposita Ph. D.
- gallae Ph. D.
- gentianae Ph. D. ´07
- myrrhae Ph. D.
- - composita Ph. D.
- pomi ferrata Ph. D. ´07
- quassiae Ph. D.
- quillajae Ph. D.
- ratanhiae Ph. D.
- tolutana Ph. D.
- valerianae Ph. D.
- - aethera Ph. D.
3. Áfengislyf, sem á móti hverjum 86 g af vínanda ( Alcohol absolutus Ph. D. = 90 g Spiritus alcoholisatus Ph. D. = 100 g Spiritus concentratus Ph. D. 0 140 g Spiritus dilutus Ph. D. ) hafa inni að halda ferfaldan hámarks skammt (einstakan skammt) eiturefna þeirra, sem hafa tilgreindan hámarks skammt (maximaldosis) í gildandi lyfjaskrá (sbr. þó 4. tölulið: Jodum), svo og tilsvarandi magn af öðrum mikiolvirkum efnum, sem ekki eru skráð í gildandi lyfjaskrá, enda séu eiturefnin að fullu leyst í lyfinu.
4. Áfengislyf, sem hafa inni að halda eitthvert þeirra efna, er hér fara á eftir og þann þunga, er greinir við hvert þeirra á móti hverjum 86 grömmum af vínanda (sbr. 2. tölulið), enda sé efnið að fullu leyst í lyfinu:
Acidum salicylicum 10 g
Aetherolea ( sjá þó 10. tölulið 7. gr.) 5 -
Aethyli para-oxybenzoas 5 -
Aloe 2 -
Anthrasol 2 -
Anthrarobinum 5 -
Balsamum peruvianum 2 -
Benzaldehydum 10 -
Benzinum 20 -
Benzolum 20 -
Camphora 10 -
Chlorthymolum 50 sg
Collodium 30 g
Crystalloviolaceum 1 -
Eucalyptolum 5 -
Euflavinum 1 -
Eugenolum 5 -
Ichthyol og þvílík efni 2 -
Jodum 2 -
Kalii hydroxydum 10 -
Mentholum 3 -
Natrii hydroxydum 10 -
Phenolphtaleinum 1 -
Phenolum 1 -
Phenosalylum 5 -
Pyrogallolum 5 -
Resorcinum 5 -
Sápur alls konar 10 -
Solutio aluminii subacetatis concentrata 20 -
Solutio ammoniae 10 -
Solutio formaldehydi 5 -
Solutio hepatis sulfuris 10 -
Thymolum 2 -
Tjörur alls konar 2 -
Ef í áfengislyfi eru fleiri en eitt þeirra efna, sem greind eru í þessum töluliðs, eða eiturefna þeirra, sem getur í 3. tölulið, og hvert efnið um sig nægir ekki til að gera lyfið óhæft til nautnar, skal engu síður meta lyfið óhæft til nautnar, ef efnin til samans verða talin nægja til þess eftir þeim hlutfallsreglum, sem í þessum töluliðum eru greindar. Hins vegar skal við mat á því, hvort áfengislyf er óhæft til nautnar eða ekki, taka tillit til þess, ef lyfið hefur jafnframt inni að halda efni, er dregur úr verkunum þeirra efna, sem eiga að gera það óhæft til nautnar.
5. Concentrata vegetabilium og extracta fluida, sem gerð eru eftir sömu höfuðreglum, sem mælt er fyrir um slík lyf í gildandi lyfjaskrá. Enn fremur Liquor frangulae Ph. D.
6: Linimenta og aðrir áburðir, nema vínandinn skilji sig eða verði auðveldlega skilinn frá hinum öðrum efnum, og sé þá hæfur til nautnar samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
7. Glycerinum spirituosum Ph. D. og Spiritus sulfuris cum glycerino Ph. D., ef ekki er meira látið úti í einu en 100 g án lyfseðils eða 100 g eftir lyfseðli.
8. Spiritus lavandulae Ph. D., Spiritus mentholi Ph. D. og Spiritus saloli Ph. D., ef ekki er meira látið úti í einu en 100 g án lyfseðils og 200 g eftir lyfseðli.
9. Spiritus acidi borici Ph. D., ef ekki er látið meira úti í einu en 200 g og aðeins gegn lyfseðli.
10. Spiritus bergamiae í útvortis lyf, sem eingöngu eru látin úti gegn lyfseðli.
8.gr. Um afgreiðslu áfengislyfja, sem óhæf eru til nautnar og um ávísanir lækna á slík lyf.
Um afgreiðslu áfengislyfja, sem eru óhæf til nautnar samkvæmt 7. gr., af hendi lyfsala og lækna, sem hafa rétt til lyfjasölu, svo og um ávísanir lækna á slík lyf, fer samkvæmt gildandi reglum um afgreiðslu lyfja yfirleitt, að gættum hinum sérstöku fyrirmælum 7. greinar.
9.gr. Um afgreiðslu lyfja, sem hæf eru til nautnar og um ávísanir lækna á slík lyf.
Ekkert áfengislyf, sem hæft er til nautnar samkvæmt 7. gr., má lyfsali eða læknir, sem rétt hafa til lyfjasölu, láta úti úr lyfjabúð (sbr. þó 11. gr.) nema gegn löglegum lyfseðli (sbr. 10. gr.) og sé lyfseðlinum haldið eftir í lyfjabúðinni, enda má læknir ekki ávísa, hvorki sjálfum sér né öðrum (sbr. þó 3. gr.) neinum slíkum áfengislyfjum, nema hann hafi fengið til þess sérstakt leyfi ráðherra, og gæti, auk almennra fyrirmæla þessarar reglugerðar, hinna sérstöku fyrirmæla 10. gr. um áfengislyfseðla (sjá og 14. gr.).
10.gr. Sérstakt leyfi lækna til að ávísa áfengislyfjum, sem hæf eru til nautnar.
Áfengislyfseðlar.
Læknir, sem óskar heimildar til að ávísa til lækninga (sbr. 6. gr.) áfengislyfjum, sem hæf eru til nautnar samkvæmt 7. gr., sendir beiðni um það til landlæknis og lætur fylgja rökstudda greinargerð, þar sem meðal annars sé tekið fram, til hvers hann þurfi að ávísa slíkum áfengislyfjum og hversu mikils hann þarfnast fyrir tiltekið tímabil, sem að jafnaði skal ekki vera lengra en 3 mánuðir. Að fengnum tillögum landlæknis úrskurðar ráðherra, hvort heimildina skuli veita og hve miklu hann megi ávísa á tímabilinu. Lætur landlæknir leyfishafa í té hæfilega mörg eyðublöð undir áfengislyfseðla fyrir tímabilið og skulu eyðublöðin vera tölusett og gerð til tvíritunar.
Þegar læknir vill ávísa áfengislyfi, sem hæft er til nautnar, gerir hann það með því að rita áfengislyfseðil á hið tölusetta eyðublað, er honum hefur verið látið í té samkvæmt 1. málsgr. þessarar greinar, og gætir um það almennra fyrirmæla um gerð lyfseðla. Sérstaklega skal hann gæta þess, að skrifa nákvæmlega fyirsögn um notkun lyfsins, greina fullt nafn og heimili sjúklings, og dagsetja lyfseðilinn greinilega. Aldrei má læknir ávísa þannig meira í einu af áfengislyfi en nemi 86 g af vínanda (Alcohol absolutus Ph. D. = 90 g Spiritus alcolisatus Ph. D. = 100 g Spirirtus concentratus Ph. D. 0 140 g Spiritus dilutus Ph. D.) og ekki sama manni tíðar en á 3 nátta fresti. Jafnframt því sem læknir ritar á áfengisseðil, tekur hann nákvæmt afrit af honum á þar til gerðan hluta eyðublaðsins, og heldur því eftir og geymir vandlega.
Nú æskir læknir framhaldsheimildar til að ávísa áfengislyfjum, og sendir hann þá beiðni til landlæknis á ný samvkæmt 1. málsgr. þessarar greinar, og lætur fylgja beiðninni öll afrit þeirra áfengislyfseðla, sem hann hefur gefið út á næsta leyfistímabili á undan.
Læknar, sem rétt hafa til lyfjasölu, eru undanþegnir ákvæðum þessarar greinar um áfengislyfseðla, að því er snertir útlát áfengislyfja, sem hæf eru til nautnar, úr þeirra eigin lyfjabúðum, en ekki mega þeir láta úti meira af slíkum áfengislyfjum en fyrir er mælt í 2. málsgrein þessarar greinar, og ekki tíðara til sama manns en þar greinir, enda skulu þeir skrá öll slík áfengislyfjaútlát og greina mánaðardag, í hverju skyni lyfinu hafi verið ávísað og nafn og heimili viðtakanda.
11.gr. Heimild lyfsala til að láta úti áfengislyf til lyfjabúða þeirra lækna, sem rétt hafa til lyfjasölu, sjúkrahúsa, í læyfjaskrín skipa og til ljósmæðra.
Lyfsölum er heimilt að láta úti til lækna, sem hafa rétt til lyfjasölu, áfengislyf samkvæmt 3. gr., og eins þó að þau kunni að vera hæf til nautnar samkvæmt 7. gr., gegn greinilegri kvittun viðtakanda, er beri með sér hvert lyfið sé, hve mikið og hvenær afgreitt. Á sama hátt er lyfsölum heimilit að afgreiða áfengislyf til sjúkrahúsa gegn kvittun viðkomandi sjúkrahúslæknis, enda ber sjúkrahúslæknir ábyrgð á, að farið sé með slík áfengislyf sjúkrahússins í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.
Um afgreiðslu áfengislyfja í lyfjaskrín skipa fer eftir gildandi tilskipun um lyf og læknisáhöld í íslenzkum skipum og til ljósmæðra samkvæmt gildandi Áhalda og lyfjaskrá ljósmæðra.
12.gr. Áfengislyf tannlækna.
Um tannlækna gilda sömu reglur sem um lækna, að því snertir tannlækningalyf.
Til tannviðgerða og tannsmíða skal úthluta tannlæknum nauðsynlegu magni mengaðs áfengis eftir þeim reglum , sem gilda um iðnaðaráfengi.
13.gr. Áfengislyf til dýralækna.
Um dýralækna gilda sömu reglur sem um lækna, að því snertir dýralækningalyf.
14.gr. Heimild lækna, sem ekki hafa lyfsöluleyfi, til að afla sér áfengis til annarrar notkunar en lækninga.
Nú telur læknir (dýralæknir, tannlæknir) sig þurfa að nota mengað eða ómengað áfengi til annars en lækninga (t.d. efnarannsókna, vísindarannsókna o.s.fr.) og sendir hann þá Áfengisverzlun ríkisins rökstudda beiðni þar að lútandi, og fellir forstöðumaður lyfjadeildarinnar úrskurð um það í samráði við landlækni, hvort áfengið skuli látið úti og hve mikið.
15.gr. Áfengisbækur lyfjabúða.
Lyfsalar og læknar, sem rétt hafa til lyfjasölu, skulu, hver í sinni lyfjabúð, halda áfengisbók eða bækur, er sýni sem nákvæmast alla meðferð áfengisins. Skal skrá allt það áfengi til lyfja og öll áfengislyf, er aflað er til lyfjabúðarinnar og greina síðan með sundurliðuðu yfirliti, hvernig áfenginu og áfengislyfjunum er eytt, þannig, að meðal annars verði séð, hvað selt er hæft til nautnar samkvæmt 7. gr., og hvað fer til lyfja, sem óhæf eru til nautnar samkvæmt sömu grein. Skal haga færslunni þannig, að unnt sé, samkvæmt henni, að gera skýrslu þá, sem lyfsölum ber að senda Áfengisverzlun ríkisins mánaðarlega og læknum árlega, sbr. 4. og 5. Lyfsalar skulu í lok hvers árs senda áfengisbók (bækur) lyfjabúða sinna eftirlitsmanni lyfjabúða til athugunar og varðveizlu.
16.gr. Refsiákvæði.
Um brot á reglugerð þessari, sem sett er samkvæmt 10. gr. áfengislaga, nr. 33 9. jan. 1935, og refsingar fyrir þau, fer samkv. fyrirmælum nefndra laga.
17.gr. Málarekstur.
Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið sem almenn lögreglumál.
18.gr. Hvenær reglugerðin öðlast gildi.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og fellur þá jafnframt úr gildi reglugerð 16. apríl 1935, um sölu áfengis til lækninga.
Í dómsmálaráðuneytinu, 13. maí 1952.
Bjarni Benidiktsson.
________________
Gústav A. Jónasson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.