Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Stofnreglugerð

111/2008

Reglugerð um ársskýrslu ríkislögmanns.

1. gr.

Ríkislögmaður skal árlega senda ráðherra skýrslu þar sem gefið er yfirlit yfir meginþætti í starfsemi embættisins. Skal skýrslan ennfremur birt opinberlega.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. gr. laga um ríkislögmann nr. 51/1985, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Forsætisráðuneytinu, 22. janúar 2008.

Geir H. Haarde.

Bolli Þór Bollason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.