Prentað þann 22. des. 2024
111/1996
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 560/1995 um löggiltar iðngreinar, námssamninga, sveinspróf og meistararéttindi.
Reglugerð
um breytingu á reglugerð nr. 560/1005 um löggiltar
iðngreinar, námssamninga, sveinspróf og meistararéttindi.
1.gr.
Við 4. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Ef fyrir hendi eru aðstæður sem valda því að ekki reynist unnt að fullnægja ákvæðum námskrár um nám og starfsþjálfunartíma í löggiltri iðngrein, setur menntamálaráðherra reglur um sérstaka tilhögun náms, starfsþjálfunar og réttindaveitingar í iðngreininni, að fengnum tillögum hlutaðeigandi fræðslunefndar. Áður en til staðfestingar kemur skal afla umsagnar Iðnfræðsluráðs.
2.gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í ákvæði 22. gr., sbr. 40. gr. laga um framhaldsskóla nr. 57/1988 með áorðnum breytingum, og öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytinu, 23. janúar 1996.
Björn Bjarnason.
Stefán Baldursson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.