Fara beint í efnið

Prentað þann 27. jan. 2022

Breytingareglugerð

107/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 786/2008 um opinberar fjársafnanir.

1. gr.

Við 1. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Sýslumaðurinn á Hvolsvelli veitir leyfi fyrir opinberum fjársöfnunum á götum eða í húsum og fer að öðru leyti með verkefni sem sýslumanni eru falin í lögunum.

2. gr.

Í stað "dóms- og kirkjumálaráðuneytis" í 5. gr. kemur: sýslumanns.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. gr. og 9. gr. laga nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir, sbr. 8. gr. laga nr. 145/2013, öðlast gildi 1. febrúar 2014.

Innanríkisráðuneytinu, 21. janúar 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.