Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 2. apríl 2025

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 8. maí 2021 – 17. júní 2022 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 3. okt. 2020 – 8. maí 2021 af rg.nr. 956/2020 og 512/2021

105/2020

Reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

1. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Eftirfarandi gerðir sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu hafa gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IX. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1675 frá 14. júlí 2016, um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 með því að auðkenna áhættusöm þriðju lönd með annmarka í stefnu, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 249/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6, 21. janúar 2019, bls. 69.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/105 frá 27. október 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 að því er varðar að bæta Eþíópíu á skrána um þriðju lönd með mikla áhættu í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 251/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, 20. júní 2019, bls. 55.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/212 frá 13. desember 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Srí Lanka, Trínidad og Tóbagó, og Túnis í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 251/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, 20. júní 2019, bls. 57.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1467 frá 27. júlí 2018 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Pakistan í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, 20. júní 2019, bls. 59.
  5.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/855 frá 7. maí 2020 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Bahamaeyjum, Barbados, Botsvana, Kambódíu, Ghana, Jamaíku, Máritíus, Mongólíu, Mjanmar/Búrma, Níkaragva, Panama og Simbabve í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018 og fjarlægja Bosníu og Hersegóvínu, Eþíópíu, Gvæjana, Laoska alþýðulýðveldið, Srí Lanka og Túnis úr töflunni. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, 24. september 2020, bls. 276.
  6.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/37 frá 7. desember 2020 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að fella Mongólíu brott úr töflunni í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, 8. apríl 2021, bls. 329.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á þeim gerðum sem taldar eru upp í 1. gr.

3. gr.

Listi yfir áhættusöm þriðju lönd er birtur sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

4. gr.

Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta gerða Evrópuþingsins og ráðsins skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 56. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og öðlast þegar gildi.

Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð nr. 71/2019 um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

 Dómsmálaráðuneytinu, 11. febrúar 2020. 

 F. h. r.

 Haukur Guðmundsson. 

 Ragna Bjarnadóttir. 

Listi yfir áhættusöm þriðju lönd,

sbr. framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1675 með síðari breytingum.

I. Áhættusöm þriðju lönd sem hafa sett fram skriflega, pólitíska skuldbindingu háttsettra aðila til að ráða bót á greindum annmörkum og hafa útbúið aðgerðaáætlun með fjármálaaðgerðahópnum (FATF).

Nr. Áhættusamt þriðja land
1 Afganistan
2 Bosnía og HersegóvínaBahamaeyjar
3 GvæjanaBarbados
4 ÍrakBotsvana
5 Laoska alþýðulýðveldiðKambódía
6 SýrlandGhana
7 ÚgandaÍrak
8 VanúatúJamaíka
9 JemenMáritíus
10 EþíópíaMjanmar/Búrma
11 Srí LankaNíkaragva
12 Trínidad og TóbagóPakistan
13 TúnisPanama
14 PakistanSýrland
 15  Trinidad og Tóbagó
 16  Úganda
 17  Vanúatú
 18  Jemen
 19  Simbabve

II. Áhættusöm þriðju lönd sem hafa sett fram skriflega, pólitíska skuldbindingu háttsettra aðila til að ráða bót á greindum annmörkum og hafa ákveðið að fara fram á tækniaðstoð við að innleiða aðgerðaáætlun fjármálaaðgerðahópsins, og sem eru auðkennd í opinberri yfirlýsingu fjármálaaðgerðahópsins (FATF).

Nr. Þriðja land með mikla áhættu
1 Íran

III. Áhættusöm þriðju lönd þar sem er viðvarandi og veruleg hætta á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og sem hefur ítrekað mistekist að ráða bót á greindum annmörkum, og sem auðkennd eru í opinberri yfirlýsingu fjármálaaðgerðahópsins (FATF).

Nr. Áhættusamt þriðja land
1 Alþýðulýðveldið Kórea
Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.