Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Breytingareglugerð

104/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 203/2003 um dreifingu ösku utan kirkjugarðs.

1. gr.

Ákvæði 1. gr. orðast svo:

Sækja má um leyfi til dreifingar á ösku látins manns utan kirkjugarðs til sýslumannsins á Siglufirði.

2. gr.

Í stað "dóms- og kirkjumálaráðuneytið" í 2. gr. og 9. gr., "ráðuneytinu" í 9. gr., "dóms- og kirkjumálaráðuneytinu" í 10. gr. og "ráðuneytið" í 10. gr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. og 5. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 50. gr. laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, með síðari breytingum, sbr. 21. gr. laga nr. 145/2013, öðlast gildi 1. febrúar 2014.

Innanríkisráðuneytinu, 21. janúar 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.