Prentað þann 22. des. 2024
95/2021
Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
1. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæði og bókun 1 við EES-samninginn:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/867 um flokka ráðstafana sem vernda skal við hlutaframsal eigna skv. 76. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 54 frá 13. ágúst 2020, bls. 14-19.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/860 um nánari tilgreiningu á aðstæðum þar sem nauðsynlegt er að veita undanþágu frá beitingu heimilda til niðurfærslu eða umbreytingar skv. 3. mgr. 44. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 54 frá 13. ágúst 2020, bls. 19-29.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 56. gr., 3. mgr. 74. gr., 2. mgr. 75. gr. og 2. mgr. 76. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 18. janúar 2021.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Hjörleifur Gíslason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.