Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 13. apríl 2025

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 22. jan. 2021 – 17. jan. 2024 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 22. jan. 2021 af rg.nr. 27/2021

92/2016

Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Burundí.

1. gr. Almenn ákvæði.

Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.

Í þeim gerðum sem vitnað er til í 2. gr., og öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, kemur fram um hvaða ályktanir Evrópusambandsins er að ræða, hverjar þær þvingunaraðgerðir eru sem koma eiga til framkvæmda og gegn hverjum þær beinast, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

2. gr. Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:

  1. Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1763 frá 1. október 2015 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Burundí, sbr. fylgiskjal 11.
     1.1 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/1612 frá 25. október 2018 um breytingu á ákvörðun 2015/1763/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí, sbr. fylgiskjal 1.1.

     1.2 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2019/1788 frá 24. október 2019 um breytingu á ákvörðun 2015/1763/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí, sbr. fylgiskjal 1.2.
     1.3 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/1585 frá 29. október 2020 um breytingu á ákvörðun 2015/1763/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí, sbr. fylgiskjal 1.3.

  2. Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1755 frá 1. október 2015 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Burundí, sbr. fylgiskjal 22.
     2.1 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/1605 frá 25. október 2018 um framkvæmd reglugerðar 2015/1755/ESB um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí, sbr. fylgiskjal 2.1.
     2.2 Reglugerð ráðsins (ESB) 2019/1777 frá 24. október 2019 um breytingu á reglugerð 2015/1755/ESB um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí, sbr. fylgiskjal 2.2.
     2.3 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2019/1779 frá 24. október 2019 um framkvæmd reglugerðar 2015/1755/ESB um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí, sbr. fylgiskjal 2.3.
     2.4 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/1578 frá 29. október 2020, um framkvæmd reglugerðar 2015/1755/ESB um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí, sbr. fylgiskjal 2.4.

Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lögfestingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.

3. gr. Aðlögun.

Gerðir skv. 2. gr. skulu aðlagaðar með eftirfarandi hætti:

  1. ákvæði varðandi ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða aðildarríki Evrópusambandsins ("EB", "ESB", "Bandalagsins" eða "sameiginlega markaðarins") eiga við um íslenska ríkisborgara, einstaklinga, fyrirtæki, stjórnvöld, opinberar stofnanir, tungumál, yfirráðasvæði eða Ísland, eftir því sem við á,
  2. ákvæði um tilkynningar eða skýrslugerðir til aðildarríkja Evrópusambandsins eða stofnana þess gilda ekki. Hið sama á við um ákvæði um gildistöku eða hvenær gerðir skuli koma til framkvæmda,
  3. tilvísanir í gerðir, sem eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins), eiga við um þau ákvæði íslensks réttar sem innleiða þær gerðir, eftir því sem við á,
  4. tilvísanir í gerðir, sem eru ekki hluti EES-samningsins, eiga við um hliðstæð ákvæði íslensks réttar, eftir því sem við á, þ.m.t. ákvæði tollalaga nr. 88/2005,
  5. tilvísanir í eldri ákvæði um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins eiga við um eldri íslensk ákvæði, eftir því sem við á,
  6. vefsetur með upplýsingum um lögbær stjórnvöld á Íslandi er: www.utn.is/thvingunaradgerdir

4. gr. Tilkynning.

Birting lista yfir aðila, sem nefndir eru í gerðum skv. 2. gr., skal skoðast sem tilkynning til þeirra um að þær þvingunaraðgerðir sem kveðið er á um í gerðunum beinist gegn þeim og er þeim bent á að þeir geti sótt um vissar undanþágur til utanríkisráðuneytisins eða óskað eftir afskráningu af listum, telji þeir sig ranglega skráða.

5. gr. Undanþágur frá þvingunaraðgerð.

Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.

6. gr. Viðurlög.

Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.

7. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

 Utanríkisráðuneytinu, 22. janúar 2016. 

 Gunnar Bragi Sveinsson. 

 Stefán Haukur Jóhannesson. 

 Fylgiskjöl.
 (sjá PDF-skjal)

 Fylgiskjal 1.1.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2018/1612
 frá 25. október 2018
 um breytingu á ákvörðun 2015/1763/SSUÖ
 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí

 Ákvörðun 2015/1763/SSUÖ er breytt sem hér segir:
 Viðaukanum er breytt í samræmi við viðaukann við ákvörðun þessa (efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB hér: https://eur-lex.europa.eu/eli/dec/2018/1612/oj.
 Athuga leiðréttingu á viðauka sem er birt á vef Stjórnartíðinda ESB hér:
 http://data.europa.eu/eli/dec/2018/1612/corrigendum/2019-01-10/oj.]
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér:
 https://eur-lex.europa.eu/homepage.html?locale=en.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.2.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2019/1788
 frá 24. október 2019
 um breytingu á ákvörðun (SSUÖ) 2015/1763
 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí

 Ákvörðun (SSUÖ) 2015/1763 er breytt sem hér segir:
 1) Eftirfarandi grein bætist við:
 „4. gr. a
 1. Ráðið og æðsti fulltrúinn mega vinna persónuupplýsingar til að geta sinnt verkefnum sínum samkvæmt þessari ákvörðun, nánar tiltekið:
 a) að því er varðar ráðið, vegna undirbúnings og breytinga á viðaukanum,
 b) að því er varðar æðsta fulltrúann, vegna undirbúnings breytinga á viðaukanum.
 2. Ráðinu og æðsta fulltrúanum er, eftir atvikum, heimilt að vinna viðeigandi upplýsingar sem varða refsiverð brot, framin af skráðum einstaklingum, sakfellingar slíkra einstaklinga í refsimálum eða öryggisráðstafanir sem varða þá, að því marki sem slík vinnsla er nauðsynleg vegna undirbúnings viðaukans.
 3. Að því er varðar þessa ákvörðun eru ráðið og æðsti fulltrúinn tilgreind sem „ábyrgðaraðilar“ í skilningi 8. liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 (*), til að tryggja að viðkomandi einstaklingar geti neytt réttar síns samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725.

 _____________
 (*) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu stofnana, aðila, skrifstofa og sérstofnana Sambandsins á persónuupplýsingum og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 45/2001 og ákvörðunar nr. 1247/2002/EB (Stjtíð. ESB L 295, 21.11.2018, bls. 39).“
 2) Ákvæðum viðaukans er breytt í samræmi við viðaukann við þessa ákvörðun.
 (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB hér: http://data.europa.eu/eli/dec/2019/1788/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér:
 https://eur-lex.europa.eu/homepage.html?locale=en.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 1.3.

 ÁKVÖRÐUN RÁÐSINS (SSUÖ) 2020/1585
 frá 29. október 2020
 um breytingu á ákvörðun (SSUÖ) 2015/1763
 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí

 2. mgr. 6. gr. hljóði svo: Þessi ákvörðun skal gilda til 31. október 2021.
 Viðauka við ákvörðun (SSUÖ) 2015/1763 skal breytt í samræmi við viðaukann við reglugerð þessa. (Efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB hér: http://data.europa.eu/eli/dec/2020/1585/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér:
 https://eur-lex.europa.eu/homepage.html?locale=en.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.1.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2018/1605
 frá 25. október 2018
 um framkvæmd reglugerðar ráðsins (ESB) 2015/1755
 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí

 Viðauka við reglugerð 2015/1755/ESB skal breytt í samræmi við viðaukann við reglugerð þessa. (efnisútdráttur)

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB hér: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2018/1605/oj.
 Athuga leiðréttingu á viðauka sem er birt á vef Stjórnartíðinda ESB hér:
 http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2018/1605/corrigendum/2019-01-10/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér:
 https://eur-lex.europa.eu/homepage.html?locale=en.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.2.

 REGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2019/1777
 frá 24. október 2019
 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/1755
 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí

 RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
 með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, einkum 215. gr.,
 með hliðsjón af ákvörðun (SSUÖ) 2015/1763 frá 1. október 2015 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í
 Burundí (1), með hliðsjón af sameiginlegri tillögu frá æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
 og að teknu tilliti til eftirfarandi:
 1) Með reglugerð (ESB) 2015/1755 (2) koma til framkvæmda tilteknar aðgerðir sem kveðið er á um í ákvörðun (SSUÖ) 2015/1763.
 2) Hinn 24. október 2019 samþykkti ráðið ákvörðun (SSUÖ) 2019/1788 (3), sem breytti ákvörðun (SSUÖ) 2015/1763 með því að setja fram grein um vinnslu ráðsins og æðsti fulltrúans á persónuupplýsingum.
 3) Vegna framkvæmdar reglugerðar (ESB) 2015/1755 og til að tryggja sem mesta réttarvissu innan Sambandsins ætti að birta nöfn og aðrar viðeigandi upplýsingar um þá einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir sem fjármunir og efnahagslegur auður er frystur hjá samkvæmt þeirri reglugerð. Hvers konar
 vinnsla persónuupplýsinga verður að vera í samræmi við reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 (4) og (ESB) 2018/1725 (5).
 4) Breyta ætti reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1755 til samræmis við það.

 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

 1. gr.

 Eftirfarandi grein bætist við í reglugerð (ESB) 2015/1755:
 „15. gr. a
 1. Ráðið, framkvæmdastjórnin og æðsti fulltrúi Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum („æðsti fulltrúinn“) mega vinna persónuupplýsingar til að geta sinnt verkefnum sínum samkvæmt þessari reglugerð. Verkefnin eru:
 a) að því er varðar ráðið, að undirbúa og gera breytingar á I. viðauka,
 (1) Stjtíð. ESB L 257, 2.10.2015, bls. 37.
 (2) Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1755 frá 1. október 2015 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Burundí (Stjtíð. ESB L 257, 2.10.2015, bls. 1).
 (3) Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2019/1788 frá 24. október 2019 um breytingu á ákvörðun (SSUÖ) 2015/1763 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí (Stjtíð. ESB L 272, 25.10.2019, bls. 148).
 (4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin) (Stjtíð. ESB L 119, 4.5.2016, bls. 1).
 (5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu stofnana, aðila, skrifstofa og sérstofnana Sambandsins á persónuupplýsingum og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 45/2001 og ákvörðunar nr. 1247/2002/EB (Stjtíð. ESB L 295, 21.11.2018, bls. 39).
 b) að því er varðar æðsta fulltrúann, að undirbúa breytingar á I. viðauka,
 c) að því er varðar framkvæmdastjórnina:
 i. að bæta efni I. viðauka í rafrænu samsteyptu skrána yfir aðila, hópa og rekstrareiningar sem sæta fjárhagslegum þvingunaraðgerðum Sambandsins og á gagnvirka kortið yfir refsiaðgerðir Sambandsins, sem bæði eru aðgengileg almenningi,
 ii. að vinna upplýsingar um áhrif aðgerða sem gripið er til samkvæmt þessari reglugerð, s.s. um verðmæti frystra fjármuna og upplýsingar um heimildir sem lögbær stjórnvöld hafa veitt.
 2. Ráðinu, framkvæmdastjórninni og æðsta fulltrúanum er, eftir atvikum, heimilt að vinna viðeigandi upplýsingar sem varða refsiverð brot, framin af skráðum einstaklingum, sakfellingar slíkra einstaklinga í refsimálum eða öryggisráðstafanir sem varða þá, að því marki sem slík vinnsla er nauðsynleg vegna undirbúnings I. viðauka.
 3. Að því er varðar þessa reglugerð eru ráðið, þjónustudeild framkvæmdastjórnarinnar, sem er á skrá í II viðauka við þessa reglugerð, og æðsti fulltrúinn tilgreind sem „ábyrgðaraðilar“ í skilningi 8. liðar 3. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1725, til að tryggja að viðkomandi einstaklingar geti neytt réttar síns samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725.“

 2. gr.

 Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
 Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

 Gjört í Lúxemborg 24. október 2019.

 Fyrir hönd ráðsins,
 A.-K. PEKONEN
 forseti.

 Fylgiskjal 2.3.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2019/1779
 frá 24. október 2019
 um framkvæmd reglugerðar (ESB) 2015/1755
 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí

 Viðauka við reglugerð 2015/1755/ESB skal breytt í samræmi við viðaukann við reglugerð þessa
 (efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2019/1779/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér:
 https://eur-lex.europa.eu/homepage.html?locale=en.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

 Fylgiskjal 2.4.

 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ RÁÐSINS (ESB) 2020/1578
 frá 29. október 2020
 um framkvæmd reglugerðar (ESB) 2015/1755
 um þvingunaraðgerðir með tilliti til ástandsins í Burundí

 Viðauka við reglugerð 2015/1755/ESB skal breytt í samræmi við viðaukann við reglugerð þessa
 (efnisútdráttur).

 VIÐAUKI

 [Viðaukinn er birtur á vef Stjórnartíðinda ESB: http://data.europa.eu/eli/reg_impl/2020/1578/oj.
 Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
 Vefur Stjórnartíðinda Evrópusambandsins er hér:
 https://eur-lex.europa.eu/homepage.html?locale=en.
 Heildarlisti yfir aðila sem eru háðir frystingu fjármuna er hér:
 https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/banking-and-finance/international-relations/restrictivemeasures-sanctions_en#list.]

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.