Prentað þann 27. des. 2024
88/2023
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1420/2020 um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðunum "Seðlabanka Íslands" í fyrirsögn kemur: og ríkisendurskoðandi.
- Á eftir orðinu "seðlabankastjóri" kemur: varaseðlabankastjórar Seðlabanka Íslands og ríkisendurskoðandi.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 8. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðinu "lögaðilanum" í 2. mgr. kemur: , eða getur á annan hátt haft ráðandi stöðu í.
- Á eftir orðinu "samvinnufélög" í 3. mgr. kemur: og rekin eru í hagnaðarskyni eða á markaðslegum forsendum. Hafa skal hliðsjón af flokkun á starfsemi ríkisins samkvæmt 50. gr. laga um opinber fjármál.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 10. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "listann samkvæmt 1. mgr. eigi sjaldnar en tvisvar á ári" í 1. málsl. 2. mgr. komi: lista samkvæmt 1. mgr. árlega en oftar ef við á, svo sem ef uppfærðar upplýsingar eru sendar utan þess tímamarks.
- 3. mgr. breytist og verður svohljóðandi:
Eftirlitsaðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skulu birta upplýsingar um lista samkvæmt 1. og 2. mgr. með aðgengilegum hætti á vefsvæði sínu, þar með talið tilkynningar um uppfærslu lista.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 11. gr. reglugerðarinnar:
- 1. mgr. breytist og verður svohljóðandi:
Stjórnmálaflokkar sem starfa hér á landi og eiga kjörna fulltrúa á Alþingi skulu senda Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um stjórnskipulag viðkomandi flokks. Upplýsingar skulu sendar eigi síðar en 31. janúar ár hvert auk þess sem senda skal uppfærðar upplýsingar um breytingar á stjórnskipulagi viðkomandi flokks innan tveggja vikna frá því að breyting kemur til framkvæmda. - 2. mgr. breytist og verður svohljóðandi:
Fjármála- og efnahagsráðuneytið skal senda Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um fyrirtæki í eigu ríkisins. Upplýsingar skulu sendar eigi síðar en 31. janúar ár hvert auk þess sem senda skal uppfærðar upplýsingar um breytingar innan tveggja vikna frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um þær. - 3. mgr. breytist og verður svohljóðandi:
Utanríkisráðuneytið skal senda Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um nöfn alþjóðasamtaka og alþjóðastofnana þar sem kunnugt er að Íslendingur gegnir starfi dómara, framkvæmdastjóra, aðstoðarframkvæmdastjóra eða stjórnarmanns. Upplýsingar skulu sendar eigi síðar en 31. janúar ár hvert auk þess sem senda skal uppfærðar upplýsingar um breytingar innan tveggja vikna frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um þær.
5. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 56. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og tekur þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 30. janúar 2023.
Jón Gunnarsson.
Haukur Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.