Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

64/2023

Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 1025/2008 um sjúkradagpeninga.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða gerðar á 3. gr. reglugerðarinnar:

1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Auk sjúkradagpeninga greiðist sérstök viðbót vegna barna umsækjenda innan 18 ára aldurs sem hann hefur á framfæri sínu, þar með talin börn utan heimilis umsækjanda sem hann hefur forsjá með.

2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 13. mgr. 32. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 16. janúar 2023.

Willum Þór Þórsson.

Guðlaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.