Fara beint í efnið

Prentað þann 21. nóv. 2024

Breytingareglugerð

61/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast þrír nýir töluliður, 3., 4. og 5. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1692 frá 21. september 2021 um breytingu á V., XIV. og XV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 að því er varðar færslurnar fyrir Botsvana í skránum yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af alifuglum, kímefnum úr alifuglum og nýju kjöti og kjötafurðum af alifuglum og veiðifuglum til Sambandsins.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1937 frá 9. nóvember 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 að því er varðar komu sendinga af lindýrum og krabbadýrum inn í Sambandið sem ætlunin er að halda til skrauts í lokaðri aðstöðu og um skrá yfir þriðju lönd eða yfirráðasvæði eða svæði þeirra eða hólf þeirra þaðan sem aðflutningur til Sambandsins á slíkum sendingum er heimilaður.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1977 frá 12. nóvember 2021 um breytingu á V. og XIV. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 að því er varðar færslurnar fyrir Breska konungsríkið í skránum yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af alifuglum, kímefnum úr alifuglum og nýju kjöti af alifuglum og veiðifuglum til Sambandsins.

2. gr.

Framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1692, (ESB) 2021/1937 og (ESB) 2021/1977 sem nefndar eru í 1. gr. eru birtar sem fylgiskjöl 1, 2 og 3 við þessa reglugerð.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, öll með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 18. janúar 2022.

Svandís Svavarsdóttir
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.