Fara beint í efnið

Prentað þann 15. jan. 2025

Breytingareglugerð

46/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti.

1. gr.

Í stað hlutfallstölunnar "2,0% (m/m)" í 1. mgr. 4. gr. komi: 3,5% (m/m).

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr.:

  1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo:
    Samgöngustofa hefur þó eftirlit með búnaði skipa vegna mengunarvarna í samræmi við ákvæði 3. ml. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
  2. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo:
    Einnig er Umhverfisstofnun eða aðilum í umboði hennar, heimill aðgangur að olíudagbókum skipa og kvittunum frá söluaðila olíu þar sem fram koma upplýsingar um brennisteinsinnihald skipaeldsneytis.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og v. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 25. janúar 2016.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.