Prentað þann 11. jan. 2025
27/2013
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
1. gr.
Í stað "Til fullra 70 ára aldurs" í töflu þar sem tilgreindir eru ökuréttindaflokkar í 6. gr. kemur: 15.
2. gr.
1. málsl. 3. mgr. 22. gr. orðist svo:
Gildistími fullnaðarskírteinis fyrir sömu flokka er fimmtán ár, þó aldrei lengur en til 70 ára aldurs, utan ökuskírteinis til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B-flokk, sbr. 1. tölulið 5. mgr.
3. gr.
Í stað "13. janúar" í 2. mgr. 52. gr. kemur: 19. janúar.
4. gr.
Á undan málsgrein sem hefst á orðunum "Þrátt fyrir ákvæði 11. gr." í ákvæði til bráðabirgða kemur ný málsgrein sem orðast svo:
Ökuskírteini fyrir A-flokk útgefið fyrir 19. janúar 2013, til þess sem hafði ekki náð 21 árs aldri við útgáfu ökuskírteinisins, veitir rétt til að stjórna bifhjóli í A-flokki tveimur árum eftir útgáfuna, sbr. 6. og 15. gr. reglugerðar nr. 501/1997.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 52. gr., sbr. 51. gr. umferðarlaga, nr. 50 frá 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 17. janúar 2013.
Ögmundur Jónasson.
Sigurbergur Björnsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.