Fara beint í efnið

Prentað þann 5. des. 2024

Breytingareglugerð

17/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila, nr. 562/2001.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. mgr. orðast svo:
    Ráðherra skipar samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti þrír menn tilnefndir af Samtökum fjármálafyrirtækja, einn tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða og einn sem ráðherra skipar án tilnefningar.
  2. Í stað orðsins "viðskiptaráðherra" í 2. málsl. 4. mgr. kemur: ráðherra.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins skulu" í 1. málsl. kemur: Seðlabanki Íslands skal.
  2. 2. málsl. orðast svo: Skal Seðlabankinn boða til fundar með nefndinni að minnsta kosti einu sinni á ári.

3. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Álit á áætluðu rekstrarumfangi.

Eftirlitsskyldir aðilar og aðrir gjaldskyldir aðilar skulu standa straum af kostnaði við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi í samræmi við ákvæði laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Að undangenginni umfjöllun í fjármálaeftirlitsnefnd skal Seðlabanki Íslands fyrir 1. febrúar ár hvert gefa ráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs vegna Fjármálaeftirlitsins. Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á þróun starfsemi Fjármálaeftirlitsins undangengin þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að farið hafi í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila.

Skýrslu Seðlabankans skal fylgja álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila á áætluðu rekstrarumfangi næsta árs vegna Fjármálaeftirlitsins ásamt afgreiðslu fjármálaeftirlitsnefndar á því áliti. Til að samráðsnefndin geti gefið álit sitt skal Seðlabankinn eigi síðar en 1. janúar ár hvert senda henni upplýsingar um áætlað rekstrarumfang ásamt skýringum á helstu rekstrarliðum.

Ef niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til að breyta hundraðshluta eftirlitsgjalds skal ráðherra leggja frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi. Skýrsla Seðlabankans ásamt áliti samráðsnefndar skulu fylgja frumvarpinu sem viðaukar.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, og 9. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, og öðlast hún þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 14. janúar 2021.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.