Prentað þann 21. nóv. 2024
10/2024
Reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar.
1. gr.
Ákvæði eftirtalinna reglugerða, sem voru teknar upp í EES-samninginn með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 218/2022 frá 8. júlí 2022 og nr. 160/2023 frá 13. júní 2023, skulu gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:
-
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2139 frá 4. júní 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 með því að fastsetja tæknileg matsviðmið til að ákvarða við hvaða skilyrði atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að mótvægi við loftslagsbreytingar eða aðlögun að loftslagsbreytingum og til að ákvarða hvort þessi atvinnustarfsemi veldur umtalsverðu tjóni á einhverjum öðrum almennum umhverfismarkmiðum, sem er birt á bls. 45 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37 frá 11. maí 2023, með breytingum skv.:
- 1. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1214 frá 9. mars 2022 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2021/2139 að því er varðar atvinnustarfsemi tiltekinna orkugeira og framseldri reglugerð (ESB) 2021/2178 að því er varðar sérstaka opinbera birtingu upplýsinga fyrir þessa atvinnustarfsemi, sem er birt á bls. 115 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 20. desember 2023.
-
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2178 frá 6. júlí 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 með því að tilgreina innihald og framsetningu upplýsinga sem fyrirtæki eiga að birta skv. 19. gr. a eða 29. gr. a í tilskipun 2013/34/ESB varðandi umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi og tilgreina aðferðafræðina við að fara að þessari birtingarskyldu, sem er birt á bls. 10 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 45 frá 15. júní 2023, með breytingum skv.:
- 2. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1214 frá 9. mars 2022 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2021/2139 að því er varðar atvinnustarfsemi tiltekinna orkugeira og framseldri reglugerð (ESB) 2021/2178 að því er varðar sérstaka opinbera birtingu upplýsinga fyrir þessa atvinnustarfsemi, sem er birt á bls. 115 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 20. desember 2023.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 8. gr. laga um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 25/2023, öðlast þegar gildi. Um leið falla úr gildi reglugerð um tæknileg matsviðmið til að ákvarða við hvaða skilyrði atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að mótvægi við loftslagsbreytingar eða aðlögun að loftslagsbreytingum og til að ákvarða hvort þessi atvinnustarfsemi veldur umtalsverðu tjóni á einhverjum öðrum almennum umhverfismarkmiðum, nr. 590/2023, og reglugerð um innihald og framsetningu upplýsinga sem fyrirtæki eiga að birta samkvæmt tilskipun 2013/34/ESB varðandi umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi og tilgreinir aðferðafræðina við að fara að þessari birtingarskyldu, nr. 644/2023.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 3. janúar 2024.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Gunnlaugur Helgason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.