Fara beint í efnið

Prentað þann 4. des. 2024

Stofnreglugerð

1/2023

Reglugerð um skráningu leigusamninga og breytinga á leigufjárhæð í leiguskrá húsnæðisgrunns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um skráningu leigusamninga um íbúðarhúsnæði eða annað húsnæði sem leigt er til íbúðar og breytingu á leigufjárhæð í leiguskrá húsnæðisgrunns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Einnig gildir reglugerðin um afskráningu leigusamninga úr leiguskrá húsnæðisgrunns við lok leigutíma.

2. gr.

Leigusala, sem ekki hefur atvinnu af útleigu íbúðarhúsnæðis samkvæmt lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, er heimilt að skrá leigusamninga um íbúðarhúsnæði eða annað húsnæði sem leigt er til íbúðar í leiguskrá húsnæðisgrunns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jafnframt er leigusala heimilt að skrá þar breytingu á leigufjárhæð slíks samnings á samningstíma og afskrá samninginn við lok leigutíma.

Hafi leigusamningur ekki verið skráður af leigusala skv. 1. mgr. við afhendingu hins leigða er leigjanda heimilt að skrá leigusamninginn í leiguskrá húsnæðisgrunns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jafnframt er leigjanda heimilt að skrá þar breytingu á leigufjárhæð slíks samnings á samningstíma og afskrá samninginn við lok leigutíma.

Um skráningu og afskráningu leigusamninga um íbúðarhúsnæði eða annað húsnæði sem leigt er til íbúðar af leigusala, sem hefur atvinnu af útleigu íbúðarhúsnæðis samkvæmt lögum um tekjuskatt, í leiguskrá húsnæðisgrunns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, fer skv. 5. gr. húsaleigulaga. Þá fer um skráningu á breytingu leigufjárhæðar slíkra samninga skv. 4. mgr. 37. gr. húsaleigulaga.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 7. mgr. 5. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994, 3. mgr. 46. gr. og 50. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 4. janúar 2023.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.