Fara beint í efnið

Ráðningarstyrkur atvinnuleitenda

Umsókn um ráðningarstyrk

Atvinnurekendur geta sótt um ráðningarstyrk vegna þátttöku atvinnuleitenda sem eru tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum.

Skilyrði fyrir greiðslu ráðningarstyrks eru meðal annars:

  • að ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda atvinnurekanda,

  • að hlutaðeigandi atvinnurekandi hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en atvinnuleitandi er ráðinn,

  • að atvinnurekandi hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt starfsmönnum upp störfum sem gegnt höfðu starfi sem fyrirhugað er að ráða viðkomandi atvinnuleitanda til að gegna.

Umsókn um ráðningarstyrk

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun