Panta táknmálstúlkaþjónustu
Fjartúlkun
Fjartúlkun fer þannig fram að táknmálstúlkur tengist einum eða fleiri af þeim sem ætla að eiga í samskiptum í gegnum fjarfundarforrit og túlkar í gegnum vefmyndavél og hljóðnema.
Fjartúlkun er ólík myndsímatúlkun og þarf að panta fyrirfram í gegnum umsóknarkerfi Ísland.is.
Táknmálstalandi einstaklingar geta tengst fjartúlki með forriti myndsímatúlkunar ef aðeins á að tala við einn aðila.
Ef um fjarfund með fleiri aðilum er ræða eða beint streymi þarf að senda boð á táknmálstúlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar á netfangið tulkur@shh.is.
Þjónustuaðili
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra