Samgöngustofa gefur út skráningarskírteini ökutækja.
Á skráningarskírteini má finna helstu upplýsingar um ökutækið, meðal annars:
verksmiðjunúmer
skráningarnúmer (bílnúmer)
fyrsti skráningardagur
vélarstærð
sætafjöldi
leyfileg þyngd eftirvagns
Útgáfa og afhending
Skráður eigandi getur keypt og fengið skráningarskírteini afhent hjá Samgöngustofu eða pantað það rafrænt og fengið sent á lögheimili sitt.
Ekki er skylt að hafa skráningarskírteini meðferðis í ökutækjum á Íslandi. Samgöngustofa gefur ekki út skráningarskírteini nema sérstaklega sé óskað eftir því.
Skráningarskírteini er ekki gefið út í rafrænu formi. Það er prentað á viðurkenndan pappír með upphleyptum flötum til að auka öryggi.
Upplýsingar sem fram koma á skráningarskírteininu má nálgast rafrænt á Mínum síðum undir Ökutækin mín.
Kostnaður
Skráningarskírteini án sendingar kostar 594 krónur
Skráningarskírteini með sendingu kostar 949 krónur.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa