Fara beint í efnið

Fjármál og skattar

Úrræði við atvinnumissi og aðrar erfiðar aðstæður

Hverjum fjárráða manni er skylt að sjá fyrir sér, maka sínum og börnum yngri en 18 ára. Afkoma allra þegna samfélagsins skal þó vera tryggð. Við atvinnumissi og aðrar erfiðar aðstæður eru ýmis úrræði til staðar.

Öryggisnet samfélagsins

Ef fólk getur ekki séð sjálfu sér, maka og/eða börnum undir 18 ára aldri farborða getur það leitað til velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélags þar sem viðkomandi á lögheimili í. Sveitarfélög skulu sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum um velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélaga og jafnframt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum.

Hverju sveitarfélagi er skylt að setja sér eigin reglur um framkvæmd fjárhagsaðstoðar. Í reglum sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð er mismunandi hvort framfærsla barna er talin með eða ekki.

Margir velja að auki að tryggja sig sjálfir gegn fjárhagstapi vegna veikinda eða atvinnumissis og hafa bankar og tryggingarfyrirtæki boðið fram kosti á þessu sviði.

Með atvinnuleysisbótum er launamönnum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum, sem hafa misst sitt fyrra starf, tryggð tímabundin fjárhagsaðstoð meðan þeir leita að nýju starfi.

Ef einstaklingur verður fyrir slysi, veikindum eða öðru sem skerðir starfsorku hans til langframa getur hann átt rétt á örorkubótum frá Tryggingastofnun uppfylli hann skilyrði vegna örorkumats.

Vegna slysa eða sjúkdóma eru greiddir sjúkra- og slysadagpeningar.

Vert að skoða

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun