Fara beint í efnið

Öryggi í flugi og bannlisti flugrekanda

Flugsamgöngur eru mjög öruggar og þrátt fyrir almenna aukningu í flugi þá fækkar dauðaslysum í flugi. Flugiðnaðurinn býr við strangar og samræmdar kröfur frá Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO og Flugöryggisstofnun Evrópu EASA.

Allir aðilar sem vinna að flugi þurfa að uppfylla settar kröfur, og eru þær notaðar meðal annars við:

  • útgáfu leyfa til flugrekstrar

  • viðhald flugvéla

  • útgáfu skírteina til einstaklinga

Samgöngustofa sér um að gefa út þessi leyfi og skírteini og fylgist með að viðkomandi uppfylli allar kröfur. Einnig sér Samgöngustofa um svokallaðar hlaðskoðanir SACA/SAFA sem er átak í Evrópu um að eftirlitsaðilar skoði hvort áhafnir og loftför með leyfi frá öðrum löndum uppfylli settar reglur.

Fullnægi flugrekendur ekki þessum alþjóðlegu öryggiskröfum, eru þeir settir á bannlista og takmarkaðir eða bannaðir í Evrópu.

  • Bæði einstakir flugrekendur sem og einstök lönd geta verið sett á listann.

  • Ef flugmálayfirvöld í tilteknu landi standa ekki undir kröfum, geta allir flugrekendur þess lands verið útilokaðir frá flugvöllum aðildarríkja Evrópusambandsins.

Flug er öruggasti ferðamátinn og tilvist listans beinir athygli að mikilvægi þess að halda uppi alþjóðlegum kröfum flugöryggis.


Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa