Fara beint í efnið

Munur á sakamálum og einkamálum

Sakamál

Í sakamálum er skorið úr um sekt þess sem hefur verið ákærður fyrir refsivert afbrot og viðkomandi ákveðin viðeigandi refsing ef fundinn sekur.

Ákæruvaldið, eða handhafar þess, höfðar mál á hendur einstaklingum eða lögaðilum, það er, fyrirtækjum.

Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og sæta héraðssaksóknari og lögreglustjórar, níu talsins, eftirliti og leiðsögn af hálfu ríkissaksóknara í störfum sem ákærendur og handhafar ákæruvalds.

Einkamál

Önnur dómsmál teljast einkamál. Þau snúast fyrst og fremst um úrlausn ágreiningsmála á milli tveggja eða fleiri aðila. Aðilar að einkamáli geta verið einstaklingar eða lögaðilar. Þá getur ríkið og stofnanir þess einnig verið aðili að einkamáli.

Þjónustuaðili

Dómstólar