Fara beint í efnið

Mikilvægi bílbeltanotkunar á meðgöngu

Öryggisbelti er án efa einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða og er mikilvægt að nota öryggisbelti í aftursætum eins og í framsæti, í hópferðabílum og leigubílum. 

  • Beltin eiga að liggja þétt að líkamanum .

  • Gæta þarf þess að þau séu ekki snúin, laus eða slitin.

  • Belti sem liggur yfir öxl, má ekki setja undir handlegg eða aftur fyrir bak.

  • Kviðbeltið á að liggja yfir mjöðm, en ekki yfir maga.

Í flestum bílum er hægt að stilla hæð beltisins og skiptir máli að stilla hana þannig að beltið falli þægilega að öxlinni við hálsinn. Gæta verður að því að halla ekki sætum um of aftur því þá er hætt við að öryggisbeltin virki ekki sem skyldi.

Frekari upplýsingar veita:


Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Tengt efni