Fara beint í efnið

Mat á framhaldsskólanámi

Mat á framhaldsskólanámi

Ef þú hefur lokið námi frá erlendum framhaldskóla, getur þú óskað eftir að láta meta nám þitt hjá ENIC-NARIC skrifstofunni. Skrifstofan aðstoðar einnig framhaldsskóla við mat á fyrra námi.

Upplýsingar um inntökuskilyrði í háskóla á Íslandi.

Hvað er hægt að fá metið?

  • Námi sem lokið hefur verið á framhaldsskólastigi

  • Akademískt nám á háskólastigi

  • Stakar einingar sem lokið hefur verið á háskólastigi

  • Örnám frá viðurkenndum háskólum

Hvað metum við ekki?

  • Námskeið án námsmats

  • Tungumálakunnáttu

Fylgigögn með umsókn

  • Afrit af prófskírteinum og námsferilsyfirlitum á frummáli á pdf. formi

  • Skírteinisviðauki (Diploma supplement) ef mögulegt

  • Ensk eða íslensk þýðing á útskriftarskírteini og námsferilsyfirliti

  • Staðfesting á nafnabreytingu ef við á, t.d. giftingarvottorð

Kostnaður

Ekkert gjald er tekið fyrir mat á akademísku námi

Ferli umsóknar

  • Þú sendir inn umsókn til ENIC-NARIC skrifstofunnar í gegnum umsóknagáttina

  • Þegar umsókn berst skrifstofunni færð þú sendan staðfestingarpóst

  • Umsóknin er skráð í umsóknarkerfi

  • Óskað er eftir frekari gögnum ef þess þarf

  • Afgreiðsla umsókna getur tekið nokkrar vikur

  • Svar er sent sem pdf. skjal á tölvupóstfang þegar máli er lokið

Niðurstaða mats

  • Ekki er hægt að kæra niðurstöðuna þar sem ENIC/NARIC skrifstofan veitir aðeins leiðbeinandi mat.

  • Hægt er að óska eftir frekari rökstuðningi eða biðja um nánari skoðun á máli ef grunur leikur á að eitthvað hafi farið fram hjá skoðendum.

Mat á framhaldsskólanámi