Lögskrá þarf alla í áhöfn á öllum skipum sem gerð eru út í atvinnuskyni og eru skráð á íslenska skipaskrá. Óheimilt er að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir.
Skilyrði lögskráningar:
Skipið sé með haffæri
Áhafnatrygging sé í gildi
Allir í áhöfn hafi tilskilin réttindi í þær stöður sem þeir eiga að gegna
Skipið sé fullmannað samkvæmt lögum
Allir í áhöfn hafi lokið grunnöryggisfræðslu (skip stærri en 15 m.) eða öryggisfræðslu smábáta (bátar styttri en 15 m.). Þeir sem hafa innan við 180 lögskráða daga í kerfinu geta fengið lögskráningu en þurfa innan þess tíma að ljúka fyrrnefndum námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna.
Afskráning
Þegar veru skipverja um borð lýkur skal skipstjóri sjá til þess að viðkomandi sé afskráður. Samgöngustofa skal afskrá sjómann þegar skip hefur ekki lengur haffæri, áhafnartrygging skipsins er útrunnin eða atvinnuskírteini hans útrunnið. Skal Samgöngustofa tilkynna viðkomandi um að hann hafi verið afskráður.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa