Fara beint í efnið

Leyfi til að fella skóg

Leyfi til að fella skóg (.pdf)

Almennt

Sækja þarf skriflega um fellingarleyfi þar sem fram kemur:

  • Hvar áformað sé að fella skóg.

  • Hvenær.

  • Á hversu stóru svæði.

  • Hvaða aðferð verði beitt við fellinguna (fellingarkerfi).

Skilyrði

Landi og skógi er heimilt að binda fellingarleyfi skilyrðum svo tryggt verði að skógur verði endurnýjaður, með öðrum orðum til að tryggja að aftur vaxi upp skógur í stað þess sem felldur var.

Vinna við endurnýjun skógarins þarf að hefjast innan tveggja ára frá skógarhögginu.

Eftirlit

Landi og skógi er falið það hlutverk að hafa eftirlit með endurnýjun skóganna. Ef aðgerðir til endurnýjunar skógarins hefjast ekki eins og skilyrði fellingarleyfi kveða á um er Landi og skógi heimilt að beita þvingunarúrræðum.

Varanleg eyðing skógar

Varanleg eyðing skógar er framkvæmdaleyfisskyld af hálfu viðkomandi sveitarfélags. Í slíkum tilfellum er Land og skógur umsagnaraðili og óskar eftir nauðsynlegum gögnum, meðal annars til þess að standa skil á kolefnisforða viðkomandi skóglendis.

Skila þarf gögnum til Lands og skógar vegna varanlegrar eyðingar skógar þegar skógur er ruddur til frambúðar og landið tekið til annarra nota.

Tilkynna þarf hvernig staðið verði að mótvægisaðgerðum eins og kveðið er á um í 19. gr. laga nr. 33/2019.

Lög og reglugerðir um skóga og skógrækt

Leyfi til að fella skóg (.pdf)

Þjónustuaðili

Land og skógur