Karlmaður um þrítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 17. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í Kópavogi um þar síðustu helgi.