14. janúar 2022
14. janúar 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19
Átta ný smit greindust á Austurlandi í dag og eru þau dreif víða í umdæminu. Niðurstöður úr sýnatöku gærdagsins eru byrjaðar að skila sér, vænta má að niðurstöður verði allar komnar síðar í dag og í kvöld.
Heilbrigðisráðherra boðar hertar sóttvarnaraðgerðir og taka þær gildi á miðnætti. Eru íbúar Austurlands, fyrirtæki og stofnanir beðnar að kynna sér nánar hvað felst í þessum nýju reglum.
Aðgerðastjórn mun senda út aðra tilkynningu þegar niðurstöður úr sýnatökum dagsins í dag liggja fyrir.