Þrjú tilfelli veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í dag. Heildarfjöldi staðfestra tilfella er núna sex. Einstaklingarnir sem greindust með veiruna dag komu til landsins á laugardaginn með flugi Icelandair til Keflavíkurflugvallar frá Veróna.