Niðurstöður samanburðarrannsóknar á reynslu og aðstæðum kvenna 50 – 66 ára með örorkulífeyri sýna að þær eru líklegri en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur til að hafa unnið við erfiðar aðstæður á vinnumarkaði, borið ábyrgð á uppeldi barna sinna, orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og hafa átt við fjárhagsörðugleika að stríða. Þetta má m.a. sjá í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem var unnin að beiðni Tryggingastofnunar (TR) í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið og var kynnt á málþingi í dag.