Fara beint í efnið

Launþegi, réttindi og lífeyrir

Launakrafa vegna gjaldþrots

Yfirlýsing um launakröfu vegna gjaldþrots

Þegar fyrirtæki verður gjaldþrota getur starfsfólk sótt um að fá greiddar atvinnuleysisbætur þann tíma sem það er án atvinnu á uppsagnarfresti á meðan beðið er eftir endanlegu uppgjöri á launakröfum.

Þá er skilyrði að launamaður framselji Atvinnuleysistryggingasjóði þann hluta launakröfu sinnar á hendur Ábyrgðasjóði launa er nemur fjárhæð þeirra atvinnuleysisbóta sem hann fær greiddar á þessum tíma.

Yfirlýsingin felur í sér tilkynningu um að launamaður hafi lýst inn launakröfu í þrotabúið og framsal á hluta kröfunnar að því marki sem Atvinnuleysistryggingasjóður kann að greiða í atvinnuleysisbætur.

Yfirlýsing um launakröfu vegna gjaldþrots

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun