Að kæra kynferðisbrot
Kærumóttaka kynferðisbrota
Ef þú ákveður að kæra brotið getur þú bókað tíma í kærumóttöku kynferðisbrota.
Upplýsingar sem þurfa að fylgja
nafn, kennitala og samskipta upplýsingar eins og símanúmer og/eða netfang
lýsing á því sem gerðist í stuttu máli
hvar og hvenær brotið átti sér stað
Upplýsingar um meðferð eða læknisþjónustu
Það er ekki nauðsynlegt að hafa leitað læknisaðstoð eða hafa fengið meðferð við ofbeldi til þess að kæra.
Ef þú hefur fengið aðstoð eða meðferð vegna brotsins þurfa þær upplýsingar að fylga.
Til dæmis hvort þú hafir leitað:
læknisþjónustu
sálfræði- eða geðlæknaþjónustu
annarar þjónustu, eins og Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð eða önnur samtök sem styðja þolendur ofbeldis.
Þessar upplýsingar þurfa að fylgja svo lögregla geti undirbúið komu þína og réttu eyðublöðin til að óska eftir gögnum. Engra gagna er leitað nema með samþykki þínu.
Aðrar upplýsingar
Aðrar upplýsingar sem þurfa að fylgja:
ef þörf er á túlkaþjónustu og þá hvaða tungumál
ef þörf er á réttindagæslumanni fatlaðs fólks og þá frá hvaða sveitarfélagi
hvort kæra tengist öðru máli
hvort þú sért þegar með réttargæslumann
Þjónustuaðili
Lögreglan