Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Almennt

Ef þú hefur orðið fyrir kynferðisbroti er mikilvægt að hafa samband við lögreglu.

Hringdu 112 ef brotið er yfirstandandi eða nýafstaðaðið

Ef einhver tími er liðinn getur þú haft samband við lögreglu:

Ráðgjöf

Þú getur alltaf haft samband við lögreglu til að fá ráðleggingar varðandi brot sem þú eða aðstandandi hefur orðið fyrir.

Það er ekki skylda að leggja fram formlega kæru eða tilkynningu til að fá ráðleggingar.

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Það er mikilvægt að þú leitir hjálpar sem fyrst.

  • Bráðamótttaka Landspítala í Fossvogi

  • Bráðamóttaka Sjúkrahússins á Akureyri

  • Slysadeild á Akranesi

  • Bráðamótttaka á Selfossi

  • Bráðamóttaka í Vestmannaeyjum

  • Neyðarmóttaka Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupsstað

  • Heilsugæsla í heimabyggð

Aðstoð og úrræði

Það eru ýmis úrræði til staðar ef þig vantar ráðgjöf. Það skiptir ekki máli hversu langt síðan ofbeldið átti sér stað.

Þú getur alltaf fengið hjálp.

Nánari upplýsingar um aðstoð vegna ofbeldis á vef 112.is

Þjónustuaðili

Lögreglan