Fara beint í efnið

Skoðunarhandbók ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. júlí 2024 -

Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.

    Leiðbeiningar framleiðenda

    Leiðbeiningar frá framleiðendum um skoðun einstakra kerfa eða íhluta.

    Hemlabúnaður

    Sértækar upplýsingar: Ýmsar

    Varðar framhemladælur á Chevrolet Blazer (framl. á 8. og 9. áratugnum) (St8.2.2.2)

    Til að koma 15” felgum á 8 bolta nafir á Dana 44 ásum þarf í öllum tilfellum að eiga eitthvað við hemlabúnaðinn að framan, misjafnlega mikið eftir því undan hvaða tegundum ásarnir eru. Á ásum undan Chervolet Blazer þarf það lítið til, ef notaðar eru ákveðnar felgur, að það er einungis hið hrjúfa yfirborð hemladælunnar, „appelsínuhúðin”, sem þarf að slípa niður. Þar sem sú aðgerð rýrir ekki styrk dæluhússins að neinu leyti hefur hún verið leyfð á Chevrolet ásum.