Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skoðunarhandbók ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.

    Leiðbeiningar framleiðenda

    Leiðbeiningar frá framleiðendum um skoðun einstakra kerfa eða íhluta.

    Efni kaflans

    Blöndungar - SU- og Stromberg CD o.fl. - möguleg skekkja í mælingu

    Við langan hægagang getur hitinn í blöndungnum, einkum í SU- og Stromberg CD-blöndungum, hækkað CO-innihald. Varðandi einstakar bifreiðir er gerð sú krafa að CO-mæling sé gerð innan 3 mínútna eftir að hægagangur hófst. Ökumenn láta oft hreyfilinn ganga í hægagangi á meðan þeir bíða skoðunar og kann þá að vera að hiti í blöndungi sé of hár þegar ekið er inn til skoðunar. Reynist of hátt CO-innihald hjá ökutækjum með SU- og Stromberg CD-blöndunga ber að endurtaka mælingu en láta hreyfilinn snúast stutta stund með auknum snúningshraða, eða um 2000 sn/mín svo að blöndungurinn kólni.

    Lexus RX400h, GS450h og LS600h tvíorku - gangsetning bensínhreyfils

    Til að ræsa bensínhreyfil þessara bifreiða:

    1. Svissa á (ýta tvisvar á starthnapp án þess að stíga á bremsur).

    2. Stíga tvisvar á inngjöf alveg í botn með gírstöng í Park stöðu.

    3. Stíga tvisvar á inngjöf alveg í botn með gírstöng í N stöðu.

    4. Stíga tvisvar á inngjöf alveg í botn með gírstöng í Park stöðu.

    5. (FWD) (AWD) MAINTENANCE MODE birtist á upplýsingaskjá í mælaborði (Í RX400h stendur FWD MAINTENANCE MODE. í GS450h stendur bara MAINTENANCE MODE og í LS600h stendur AWD MAINTENANCE MODE).

    6. Ræsa vélina (ýta einu sinni á starthnappinn).

    Nissan Navara með YS23* hreyfli (dísel 2,3 l) frá 2016 - gat á útblástursröri

    Framleiðandinn varð var við rakamyndun í útblástursröri (beinu lögninni frá afturás fram að vél) sem gat valdið því að skynjarar á lögninni skemmdust. Til að koma í veg fyrir þetta fór framleiðandinn að bora 3 mm gat á neðsta punkt lagnarinnar. Svo kom í ljós að gatið var ekki nógu stórt og mælti með að 5x10 mm gat yrði gert sem leysti vandann. Ekki á að gera athugasemdir við þetta gat (þéttleika útblásturskerfis) í atriði 6.1.2.a, sjá mynd.


    Toyota Prius tvíorku - gangsetning bensínhreyfils

    Toyota Prius tvíorkubifreið drepur á bensínhreyflinum að uppfylltum tveim skilyrðum:

    1. kælivatnshitinn er 76° C eða yfir,

    2. bifreiðin er kyrrstæð eða ekið er undir litlu álagi.

    Til þess að hægt sé að mæla útblástursmengunina frá bensínhreyflinum í skoðun þarf að fara framhjá tölvukerfinu í bifreiðinni til að gangsetja hreyfilinn þegar hann er heitur eða bifreiðin í kyrrstöðu. Eftirfarandi atriði þarf að framkvæma og atriði 2 til 4 á innan við 60 sek:

    1. Snúa kveikjulásnum á on.

    2. Með skiptistöngina stillta á P er stigið á eldsneytisgjöfina í botn tvisvar sinnum.

    3. Stillið skiptistöngina á N og stigið eldsneytisgjöfina í botn tvisvar sinnum.

    4. Stillið skiptistöngina aftur á P og stigið eldsneytisgjöfina í botn tvisvar sinnum. Ef lausagangskerfið er virkt blikkar ljós í mælaborði (rauður þríhyrningur með upphrópunarmerki). Hreyfillinn fer í gang þegar kveikjulásnum er snúið á Start. Lausagangurinn er 1000±50 sn/mín, ef eldsneytisgjöfin er stigin niður á allt að 60% af færslu hennar eykst snúningahraðinn í 1500±50 sn/mín, ef eldsneytisgjöfin er stigin niður fyrir 60% af færslu hennar eykst snúningshraðinn í 2500±50 sn/mín.