Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skilgreininga- og flokkunarkerfi í barnavernd

Útgáfa 3 (2022)

    1. Vanræksla gagnvart barni

    Vanræksla gagnvart barni er skilgreind sem ítrekaður skortur á nauðsynlegri athöfn, sem leiðir til skaða eða er líklegur til að leiða til skaða á þroska barnsins.

    Efni kaflans

    Foreldrar eða umönnunaraðilar hvorki sinna skólagöngu eða námi barns né sjá til þess að barnið sinni því. Hér er fyrst og fremst átt við skólaskyldu barns í grunnskóla en getur einnig átt við skólagöngu í leik- eða framhaldsskóla, ef það er metið mikilvægt fyrir velferð barnsins.

    1.3.1. Mætingu barns í skóla er ábótavant og án inngrips forsjáraðila

    Barn mætir illa í skóla og foreldrar eða umönnunaraðilar láta það afskiptalaust.

    1.3.2. Barn er ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra ástæðna

    Barn er ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra ástæðna, t.d. vegna þess
    að það er að passa yngri systkini eða vegna þess að umönnunaraðili vaknar ekki til að koma
    barninu á réttum tíma í skólann.

    1.3.3. Ábendingum skóla um sérfræðiaðstoð fyrir barn er ekki sinnt

    Umönnunaraðili sinnir ekki ábendingum skóla sem vísar barni í greiningu vegna gruns um
    námsörðugleika eða í sértæka þjónustu vegna námsörðugleika, svo sem í lesgreiningu eða
    stærðfræðigreiningu.

    1.3.4. Barn skortir ítrekað skólagögn

    Barn skortir ítrekað nauðsynlega hluti til skólastarfs, t.d. bækur, íþróttaföt eða sundföt.