1. Vanræksla gagnvart barni
Vanræksla gagnvart barni er skilgreind sem ítrekaður skortur á nauðsynlegri athöfn, sem leiðir til skaða eða er líklegur til að leiða til skaða á þroska barnsins.
Efni kaflans
Foreldri eða umönnunaraðili hefur brugðist skyldu sinni til að sinna grunnþörfum barns.
1.1.1. Fæði ábótavant
Barn fær ítrekað ekki fæði við hæfi, ekki nægilegt fæði sem nauðsynlegt er miðað við þroska
barnsins, fyrir heilsu þess og velferð eða of mikið af óhollu fæði.
Dæmi eru eftirfarandi:
Barn missir oft og ítrekað úr máltíðir eða fær ekki nægilega mikinn mat, biður t.d. nágranna
ítrekað um mat.Barn fær ítrekað ónægan eða óhollan mat miðað við aldur, þroska og líkamlegt ástand; sem
getur valdið heilsufarsvanda eða hefur slæm áhrif á líkamlegt atgervi barnsins. Við könnun
máls skal starfsfólk barnaverndar leita til heilbrigðisstarfsfólks til staðfestingar á umræddu
ástandi.Barn á unglingsaldri borðar án athugasemda forsjáraðila svo óreglulega að það hefur áhrif á
heilsu þess og þroska eða það fær ekki nægilega mikinn mat.Barn neytir óhóflega, án inngripa foreldra eða umönnunaraðila, matvæla sem eru ekki ætluð
börnum, t.d. koffín í formi orkudrykkja. Hér er einkum átt við ung börn og/eða þegar magn
koffínneyslu fer yfir heilsuverndarviðmið.Heilbrigðisstarfsfólk greinir ungbarn með vaxtarskerðingu, þ.e. það bætir hvorki við sig í
þyngd né lengd og talið er að engar heilsufarslegar orsakir liggi þar að baki. Mat
heilbrigðisstarfsfólks er að um vanrækslu sé að ræða. Sjá ennfremur tilfinningaleg vanræksla
flokk 1.4.1.
1.1.2. Klæðnaði ábótavant
Barn er ekki klætt á fullnægjandi hátt miðað við aðstæður.
Dæmi eru eftirfarandi:
Fatnaður barns er í ósamræmi við vöxt, t.d. of stór eða of lítill og veldur barninu
óþægindum.Fatnaður barns er ekki nógu hlýr miðað við veður og barnið því ekki verndað gegn kulda á
fullnægjandi hátt.Barn á unglingsaldri klæðir sig án afskipta foreldra/umönnunaraðila í ósamræmi við
veðurfar eða á annan þann hátt sem þykir ekki í samræmi við aðstæður.
1.1.3. Hreinlæti ábótavant
Hreinlæti barns er ekki fullnægjandi fyrir heilsu þess og velferð.
Dæmi eru eftirfarandi:
Barn er mjög óhreint, lyktar illa.
Fatnaður barns er mjög óhreinn.
Hár barns er illa hirt.
Tennur eru ekki burstaðar og/eða hirt um þær á annan hátt.
Barn á unglingsaldri þrífur sig ekki og foreldrar eða umönnunaraðilar láta það afskiptalaust.
1.1.4. Húsnæði ábótavant
Barni er ekki séð fyrir fullnægjandi húsnæði sem nauðsynlegt er fyrir velferð þess.
Dæmi eru eftirfarandi:
Ekkert húsnæði er til staðar.
Húsnæðið er óíbúðarhæft.
Húsnæðið er óhreint, t.d. uppsafnaðar matarleifar eða óeðlilega mikil uppsöfnun á drasli.
Húsnæðið er óöruggt fyrir barn, t.d. vegna ófrágengins rafmagns eða að það vantar
öryggishlið við tröppur.Húsnæðið skortir nauðsynjar fyrir eðlilegt heimilishald, t.d. rafmagn eða hita.
1.1.5. Heilbrigðisþjónustu ábótavant
Foreldri eða umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu í
samræmi við mat fagfólks, þ.m.t. geðheilbrigðisþjónustu eða aðra þjónustu sérfræðinga.
Dæmi eru eftirfarandi:
Umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái viðeigandi tannhirðu, t.d. tannburstun eða
tannviðgerðir sem leiðir til tannskemmda eða annarra vandamála í munnholi barnsins.Umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái greiningu á andlegri heilsu, t.d. greind, hegðun
eða geðrænu ástandi.Umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái viðeigandi þjálfun, t.d. tal- eða sjúkraþjálfun.
Umönnunaraðili sinnir því ekki að barn fái greiningu eða meðferð vegna rannsókna,
sjúkdóma eða ástands, t.d. lyfjagjöf.